Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Guðlaugur Þór Þórðarson mælti fyrir frumvarpi um svonefndan þriðja orkupakka 8. apríl. Fréttablaðið/Sigtryggur Alþingi Þingmenn Miðflokksins hafa upp á síðkastið farið mikinn í umræðum um þriðja orkupakkann. Við það hafa störf þingsins riðlast og margt bíður umfjöllunar. Næsta vika mun skera úr um hvort skera þurfi á hnútinn og stöðva umræður um orkupakkann. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Á sama tíma eru heil 105 lagafrumvörp í meðförum þingnefnda. Því er í mörg horn að líta hjá þingmönnum næstu tvær vikurnar en samkvæmt áætlun á þingstörfum að ljúka þann 5. júní næstkomandi. Aðeins fimm þingfundardagar eru eftir samkvæmt áætlun. Auk lagafrumvarpa eru 113 þingsályktunartillögur sem bíða afgreiðslu þingsins. Ráðherrar eiga einnig eftir að svara heilum 142 fyrirspurnum þingmanna. Þótt erfitt sé að spá fyrir um slíkt er líklegt að starfsáætlun þingsins muni fara úr skorðum að einhverju leyti á næstu dögum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirForseti þings, Steingrímur J. Sigfússon, segir það ráðast í næstu viku hvernig málum verði háttað en þegar líði á fari menn að spila af fingrum fram. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Einnig geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið. Þingforseti er ekki á þeim buxunum að nýta ákvæðið nú. „Það hefur ekki komið til tals og menn verða að fara varlega í þeim efnum,“ segir Steingrímur. „Nú skulum við sjá til hvernig framvindan verður. Fram undan eru þingnefndardagar svo það er ekki tímabært að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti.“ Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir orkupakkamálið þurfa mun meiri yfirferð. „Málið þarfnast mun meiri skoðunar. Við í þingflokki Miðflokksins teljum marga fleti á málinu ekki hafa verið rædda nægjanlega mikið. Við teljum að aukin umræða um málið muni fjölga andstæðingum málsins,“ segir Ólafur. Hann telur ekki um málþóf að ræða af hendi Miðflokksmanna. „Við auðvitað myndum fagna því ef þetta frumvarp yrði lagt til hliðar og skoðað mun betur en nú er gert. Það er mjög mikilvægt að okkar mati.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, minnti í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á að níu þingmenn gætu kallað til atkvæðagreiðslu um hvort umræðum skyldi hætt og sagði þingið hertekið af þingmönnum Miðflokks. Hún segist hins vegar ekki vera að safna liði. „Nei, ég er nú ekki að safna liði en það þarf að skoða hvernig þingið hefst í næstu viku. Mörg mál munu bíða okkar þingmanna eftir þingnefndardaga á fimmtudag og föstudag og því mikilvægt að taktur komist á þingstörf á nýjan leik.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
Alþingi Þingmenn Miðflokksins hafa upp á síðkastið farið mikinn í umræðum um þriðja orkupakkann. Við það hafa störf þingsins riðlast og margt bíður umfjöllunar. Næsta vika mun skera úr um hvort skera þurfi á hnútinn og stöðva umræður um orkupakkann. Alls bíður 71 lagafrumvarp nú fyrstu umræðu í þinginu og tíu önnur bíða annarrar umræðu. Á sama tíma eru heil 105 lagafrumvörp í meðförum þingnefnda. Því er í mörg horn að líta hjá þingmönnum næstu tvær vikurnar en samkvæmt áætlun á þingstörfum að ljúka þann 5. júní næstkomandi. Aðeins fimm þingfundardagar eru eftir samkvæmt áætlun. Auk lagafrumvarpa eru 113 þingsályktunartillögur sem bíða afgreiðslu þingsins. Ráðherrar eiga einnig eftir að svara heilum 142 fyrirspurnum þingmanna. Þótt erfitt sé að spá fyrir um slíkt er líklegt að starfsáætlun þingsins muni fara úr skorðum að einhverju leyti á næstu dögum. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.vísir/ernirForseti þings, Steingrímur J. Sigfússon, segir það ráðast í næstu viku hvernig málum verði háttað en þegar líði á fari menn að spila af fingrum fram. Í umræðum í gær var varpað fram þeirri hugmynd hvort virkja ætti 71. grein þingskaparlaga. Þá getur forseti þings skorið á hnútinn og stöðvað umræður eða stytt þær. Einnig geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið. Þingforseti er ekki á þeim buxunum að nýta ákvæðið nú. „Það hefur ekki komið til tals og menn verða að fara varlega í þeim efnum,“ segir Steingrímur. „Nú skulum við sjá til hvernig framvindan verður. Fram undan eru þingnefndardagar svo það er ekki tímabært að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti.“ Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir orkupakkamálið þurfa mun meiri yfirferð. „Málið þarfnast mun meiri skoðunar. Við í þingflokki Miðflokksins teljum marga fleti á málinu ekki hafa verið rædda nægjanlega mikið. Við teljum að aukin umræða um málið muni fjölga andstæðingum málsins,“ segir Ólafur. Hann telur ekki um málþóf að ræða af hendi Miðflokksmanna. „Við auðvitað myndum fagna því ef þetta frumvarp yrði lagt til hliðar og skoðað mun betur en nú er gert. Það er mjög mikilvægt að okkar mati.“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, minnti í ræðu sinni um fundarstjórn forseta á að níu þingmenn gætu kallað til atkvæðagreiðslu um hvort umræðum skyldi hætt og sagði þingið hertekið af þingmönnum Miðflokks. Hún segist hins vegar ekki vera að safna liði. „Nei, ég er nú ekki að safna liði en það þarf að skoða hvernig þingið hefst í næstu viku. Mörg mál munu bíða okkar þingmanna eftir þingnefndardaga á fimmtudag og föstudag og því mikilvægt að taktur komist á þingstörf á nýjan leik.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira