Segir dóminn brjóta gegn réttindum ÓKP skrifar 22. maí 2019 07:00 Gestur Jónsson lögmaður. Hæstiréttur hafnaði endurupptöku á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í gær. Þannig er ákvörðun endurupptökunefndar hafnað sem féllst á beiðnir þeirra um endurupptöku málsins í apríl 2018. Málið snýr að skattalagabrotum Jóns Ásgeirs, Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í tengslum við rekstur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Jón Ásgeir og Tryggvi lögðu málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) árið 2017 á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn rétti þeirra með því að vera saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttsemi í tveimur aðskildum málum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim í meðferð málanna. „Þetta er auðvitað staða sem er alvarleg ef við höfum gengist undir það að virða sáttmála eins og Mannréttindasáttmála Evrópu en höfum ekki gert það sem þarf til þess að tryggja það að þegnarnir fái að njóta þessara réttinda,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. Honum þyki undarlegt að dómurinn hafi fallið og segir Mannréttindasáttmálann gildandi lög á Íslandi. „Hann er ekki bara einhver sáttmáli úti í Evrópu, þetta er hluti af íslenskri löggjöf. Alþingi setti Mannréttindasáttmálann sem hluta af íslenskum lögum árið 1994. Og í þeim ákvæðum felst meðal annars það að íslenska ríkið skuldbindur sig til þess að tryggja þegnum sínum það að þeir fá notið þeirra réttinda sem MDE segir að séu innifalin í þessum sáttmála. Það þýðir það að við erum skuldbundin til þess að fylgja eftir þeim réttindum sem Jón Ásgeir og Tryggvi fengu staðfest að þeir ættu með þessum dómi MDE 2017.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ekki fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 21. maí 2019 10:45 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Hæstiréttur hafnaði endurupptöku á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í gær. Þannig er ákvörðun endurupptökunefndar hafnað sem féllst á beiðnir þeirra um endurupptöku málsins í apríl 2018. Málið snýr að skattalagabrotum Jóns Ásgeirs, Tryggva og Kristínar Jóhannesdóttur í tengslum við rekstur Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Jón Ásgeir og Tryggvi lögðu málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) árið 2017 á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn rétti þeirra með því að vera saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttsemi í tveimur aðskildum málum. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn þeim í meðferð málanna. „Þetta er auðvitað staða sem er alvarleg ef við höfum gengist undir það að virða sáttmála eins og Mannréttindasáttmála Evrópu en höfum ekki gert það sem þarf til þess að tryggja það að þegnarnir fái að njóta þessara réttinda,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. Honum þyki undarlegt að dómurinn hafi fallið og segir Mannréttindasáttmálann gildandi lög á Íslandi. „Hann er ekki bara einhver sáttmáli úti í Evrópu, þetta er hluti af íslenskri löggjöf. Alþingi setti Mannréttindasáttmálann sem hluta af íslenskum lögum árið 1994. Og í þeim ákvæðum felst meðal annars það að íslenska ríkið skuldbindur sig til þess að tryggja þegnum sínum það að þeir fá notið þeirra réttinda sem MDE segir að séu innifalin í þessum sáttmála. Það þýðir það að við erum skuldbundin til þess að fylgja eftir þeim réttindum sem Jón Ásgeir og Tryggvi fengu staðfest að þeir ættu með þessum dómi MDE 2017.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Ekki fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 21. maí 2019 10:45 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ekki fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. 21. maí 2019 10:45