Miklar breytingar á úrslitum Eurovision eftir mistök skipuleggjenda Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 18:32 John Lundvik, sænski keppandinn í ár, er líklega ánægður með breyttar niðurstöður. Getty/Guy prives Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar. Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Töluverðar breytingar hafa orðið á úrslitum Eurovision eftir að mistök voru gerð við útreikninga á atkvæðum frá dómnefnd Hvíta-Rússlands, sem vikið var úr keppni rétt fyrir úrslitakvöldið. Efstu fjögur sætin standa enn óbreytt en Svíþjóð fer upp fyrir Noreg og Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan með leiðréttum stigum. Í yfirlýsingu sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva sendi frá sér í dag er klúðrið rakið. Hvítrússnesku dómnefndinni var vikið úr keppninni eftir að meðlimir nefndarinnar greindu frá atkvæðum sínum áður en úrslitakeppnin hófst.Sjá einnig: Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Í kjölfarið voru áætluð ný stig fyrir dómnefndina sem reiknuð voru út frá atkvæðum annarra landa sem kosið hafa í takt við Hvíta-Rússland í gegnum tíðina. Nú hefur hins vegar komið í ljós að nýju niðurstöðurnar voru rangar en í yfirlýsingu EBU segir að um sé að ræða mannleg mistök.Hatari situr sem fastast í 10. sætinu í nýreiknuðum niðurstöðum.Getty/Guy PrivesReiknaðar hafi verið réttar niðurstöður, sem hafa töluverð áhrif á úrslit Eurovision. Vinningshafinn er þó enn sá sami, Holland, og bætir við sig sex stigum frá því á laugardag. Næstu þrjú lönd, Ítalía, Rússland og Sviss sitja jafnframt sem fastast í sínum sætum og njóta öll góðs af hinum nýju stigum frá Hvíta-Rússlandi. Noregur, sem áður var í fimmta sæti, víkur hins vegar fyrir Svíþjóð, áður í 6. sæti. Þannig situr sænska framlagið nú í 5. sæti með 334 stig og Noregur í 6. sæti með 331 stig. Þá fer Norður-Makedónía upp fyrir Aserbaídsjan og er nú í 7. sæti með 305 stig en Aserbaídsjan tekur 8. sætið. Ísland haggast ekki úr 10. sætinu en hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands, tapar þó tveimur stigum á nýju niðurstöðunum. Þá fer Kýpur úr 15. sæti í það 13. og Slóvenía hrapar úr 13. sæti niður í 15. Á sama hátt skipta Malta og Frakkland um sæti, Malta fer úr því 16. upp í það 14.. Þá skipta Albanía og Serbía um sæti, einnig San Marínó og Eistland, sem og Þýskaland og Hvíta-Rússland.Hér má sjá gömlu niðurstöðurnar frá því á laugardag og hér má nálgast uppfærðu niðurstöðurnar.
Eurovision Tengdar fréttir Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11 Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30 Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40 Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. 21. maí 2019 21:11
Þegar sigurvegari Eurovision 2019 sló í gegn í The Voice fyrir fimm árum Eins og margir vita vann Duncan Laurence Eurovision í ár þegar hann flutti lagið Arcade fyrir Hollendinga. 22. maí 2019 16:30
Eurovision-dómnefnd Hvíta-Rússlands vikið úr keppni Dómnefndin varð uppvís að því að brjóta reglur keppninnar. 18. maí 2019 17:40