Forsetinn segir bróður sinn hafa rekið smiðshöggið á uppbyggingu föður þeirra á Selfossi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 22:27 Guðni fylgdist vel með íslandsmótinu. Hér er hann á Ásvöllum. Vísir/Vilhelm. Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, hefur sent karlaliði Selfoss í handbolta hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hampaði í kvöld í fyrsta skipti með sigri á Haukum. „Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn - Patti bróðir á stóran þátt í þessum sigri,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu Forseta Íslands. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, er bróðir Guðna. Guðni segir að margt sé hægt að læra af liði Selfyssinga og Hauka. „Í báðum liðum eru flestir leikmenn á heimaslóðum, léku með sínu liði í yngri flokkum. Þetta er eflaust ein meginástæða þeirrar velgengni sem Haukar hafa notið og Selfyssingar núna, og má margt af því læra,“ skrifar Guðni. Með færslunni birtir hann mynd af sér og Patreki með föður þeirra, Jóhannesi Sæmundssyni og bætir Guðni við í gamansömum tón að með sigrinum hafi Patrekur lokið starfi föður þeirra. „Á myndinni að neðan erum við eldri bræðurnir með föður okkar, Jóhannesi heitnum Sæmundssyni (yngsti bróðirinn Jóhannes var ekki kominn í heiminn þarna). Fyrir nær 40 árum stóð pabbi að handboltanámskeiði á Selfossi með fleirum og segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar.“ Árborg Forseti Íslands Olís-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarmyndband eftir fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss Selfyssingar eru glaðir í kvöld. 22. maí 2019 22:07 Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Guðni Th. Jóhannsson, forseti Íslands, hefur sent karlaliði Selfoss í handbolta hamingjuóskir með Íslandsmeistaratitilinn sem liðið hampaði í kvöld í fyrsta skipti með sigri á Haukum. „Er ekki vanur að senda liðum slíkar kveðjur en veðja á að mér fyrirgefist undantekningin í þetta sinn - Patti bróðir á stóran þátt í þessum sigri,“ skrifar Guðni á Facebook-síðu Forseta Íslands. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, er bróðir Guðna. Guðni segir að margt sé hægt að læra af liði Selfyssinga og Hauka. „Í báðum liðum eru flestir leikmenn á heimaslóðum, léku með sínu liði í yngri flokkum. Þetta er eflaust ein meginástæða þeirrar velgengni sem Haukar hafa notið og Selfyssingar núna, og má margt af því læra,“ skrifar Guðni. Með færslunni birtir hann mynd af sér og Patreki með föður þeirra, Jóhannesi Sæmundssyni og bætir Guðni við í gamansömum tón að með sigrinum hafi Patrekur lokið starfi föður þeirra. „Á myndinni að neðan erum við eldri bræðurnir með föður okkar, Jóhannesi heitnum Sæmundssyni (yngsti bróðirinn Jóhannes var ekki kominn í heiminn þarna). Fyrir nær 40 árum stóð pabbi að handboltanámskeiði á Selfossi með fleirum og segjum bara að nú reki Patti smiðshöggið á uppbygginguna sem þá hófst! Aftur til hamingju, kæru Selfyssingar.“
Árborg Forseti Íslands Olís-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu gæsahúðarmyndband eftir fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss Selfyssingar eru glaðir í kvöld. 22. maí 2019 22:07 Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Sjá meira
Sjáðu gæsahúðarmyndband eftir fyrsta Íslandsmeistaratitil Selfoss Selfyssingar eru glaðir í kvöld. 22. maí 2019 22:07
Umfjöllun: Selfoss - Haukar 35-25 | Selfoss Íslandsmeistari í fyrsta sinn Mikil fagnaðarlæti á Selfossi í kvöld. 22. maí 2019 21:30
Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri Patrekur var eðlilega stoltur af sínum drengjum í kvöld. 22. maí 2019 21:30