„Milwaukee hatar Drake“ í fyrirsögn í staðarblaðinu í Milwaukee Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2019 23:00 Hvor er þjálfarinn? Drake og Nick Nurse á hliðarlínunni. Getty/Vaughn Ridley Tónlistamaðurinn Drake hefur verið afar áberandi á hliðarlínunni í leikjum Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en núna finnst mörgum hann hafa gengið allt of langt. Ekki síst það fólk sem heldur með liði Milwaukee Bucks. Toronto Raptors er tveimur sigrum frá því að komast í lokaúrslit NBA deildarinnar í fyrsta sinn þar sem meistarar Golden State Warriors bíða. Milwaukee Bucks vann tvo fyrstu leikina á sínum heimavelli en Toronto náði að nafna með tveimur sigurleikjum á sínum heimavelli.Drake v Bucks feud grows as Milwaukee turns its ire on rapper's courtside antics https://t.co/8MdHDcMkWN — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Þeir sem hafa séð leiki Toronto Raptors í úrslitakeppninni og þekkja ekki allt of vel til gætu ruglast á því hvor væri þjálfari liðsns, Drake eða þjálfarinn Nick Nurse. Drake stendur oftar en ekki á hliðarlínunni þar sem hann hvetur liðið sitt áfram, gefur leikmönnum fimmur og sást nú síðast nudda axlir þjálfarans í miðjum leik. Hann elskar sviðsljósið og myndavélarnar eru alltaf á honum. Stuðningsfólk Milwaukee Bucks var ekki mikið að pæla í látalátum Drake þegar lið þeirra var 2-0 yfir í einvíginu en eftir tvö töp í röð eru margir farnir að pirra sig út í hann. Það er einkum það þegar hann hló hátt þegar Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee Bucks, klikkaði á tveimur vítaskotum í síðasta leik. Það má sjá það hér fyrir neðan.Drake was the ultimate Raptors fan in Game 4 pic.twitter.com/N6QSHRV6cR — ESPN (@espn) May 22, 2019Í framhaldinu er Drake orðinn óvinsælasti maðurinn í Milwaukee og blöðin gera ekkert annað en að ýta undir þá ímynd af honum. „Milwaukee hatar Drake,“ stóð meðal annars í fyrirsögn Milwaukee Journal Sentinel og þar bætti blaðamaðurinn við: „Maður sem á ekkert í Toronto liðinu en fær engu að síður leyfi til að vera út um allt á vellinum.“ Í greininni er líka sagt frá því að stuðningsfólk Milwaukee Bucks er að reyna að fá tónlist Drake bannaða hjá útvarpsstöðvum á svæðinu. Leikur númer fimm er í kvöld og mun ráða miklu um það hvort liðið fer áfram. Að þessu sinni er leikið í Milwaukee og því ekki líklegt að Drake þori að láta sjá sig á hliðarlínunni.He couldn't contain his amusement! What got Drake so excited in the Toronto Raptors' latest #NBA game? Watch: https://t.co/el9wbuLq1npic.twitter.com/RJrNQUViO3 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019 NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Tónlistamaðurinn Drake hefur verið afar áberandi á hliðarlínunni í leikjum Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en núna finnst mörgum hann hafa gengið allt of langt. Ekki síst það fólk sem heldur með liði Milwaukee Bucks. Toronto Raptors er tveimur sigrum frá því að komast í lokaúrslit NBA deildarinnar í fyrsta sinn þar sem meistarar Golden State Warriors bíða. Milwaukee Bucks vann tvo fyrstu leikina á sínum heimavelli en Toronto náði að nafna með tveimur sigurleikjum á sínum heimavelli.Drake v Bucks feud grows as Milwaukee turns its ire on rapper's courtside antics https://t.co/8MdHDcMkWN — Guardian sport (@guardian_sport) May 23, 2019Þeir sem hafa séð leiki Toronto Raptors í úrslitakeppninni og þekkja ekki allt of vel til gætu ruglast á því hvor væri þjálfari liðsns, Drake eða þjálfarinn Nick Nurse. Drake stendur oftar en ekki á hliðarlínunni þar sem hann hvetur liðið sitt áfram, gefur leikmönnum fimmur og sást nú síðast nudda axlir þjálfarans í miðjum leik. Hann elskar sviðsljósið og myndavélarnar eru alltaf á honum. Stuðningsfólk Milwaukee Bucks var ekki mikið að pæla í látalátum Drake þegar lið þeirra var 2-0 yfir í einvíginu en eftir tvö töp í röð eru margir farnir að pirra sig út í hann. Það er einkum það þegar hann hló hátt þegar Giannis Antetokounmpo, aðalstjarna Milwaukee Bucks, klikkaði á tveimur vítaskotum í síðasta leik. Það má sjá það hér fyrir neðan.Drake was the ultimate Raptors fan in Game 4 pic.twitter.com/N6QSHRV6cR — ESPN (@espn) May 22, 2019Í framhaldinu er Drake orðinn óvinsælasti maðurinn í Milwaukee og blöðin gera ekkert annað en að ýta undir þá ímynd af honum. „Milwaukee hatar Drake,“ stóð meðal annars í fyrirsögn Milwaukee Journal Sentinel og þar bætti blaðamaðurinn við: „Maður sem á ekkert í Toronto liðinu en fær engu að síður leyfi til að vera út um allt á vellinum.“ Í greininni er líka sagt frá því að stuðningsfólk Milwaukee Bucks er að reyna að fá tónlist Drake bannaða hjá útvarpsstöðvum á svæðinu. Leikur númer fimm er í kvöld og mun ráða miklu um það hvort liðið fer áfram. Að þessu sinni er leikið í Milwaukee og því ekki líklegt að Drake þori að láta sjá sig á hliðarlínunni.He couldn't contain his amusement! What got Drake so excited in the Toronto Raptors' latest #NBA game? Watch: https://t.co/el9wbuLq1npic.twitter.com/RJrNQUViO3 — BBC Sport (@BBCSport) May 22, 2019
NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum