Vildi að Lilja stoppaði Ara áður en málið færi í fjölmiðla Jakob Bjarnar skrifar 23. maí 2019 09:48 Einn af mörgum flötum á hinu viðamikla leikhúsmáli er bréf Ingvars til Lilju þar sem hann segjr að Ari sé kominn út fyrir allt velsæmi og það verði að stoppa hann. fbl/anton brink Ingvar Sverrisson, stofnandi og framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Aton, blandaði sér óvænt í deilur Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra og Birnu Hafstein formanns Félags íslenskra leikara og formanns stjórnar Sviðslistasambands Íslands. En, hvernig aðkoma hans kemur til liggur ekki fyrir. Í bréfi sem hann sendi Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra segir meðal annars að hann telji Ara vera kominn út fyrir allt velsæmi og það verði að stoppa hann áður en málið fer í fjölmiðla.Verður að stoppa Ara Vísir hefur skoðað þessar hatrömu deilur Ara og Birnu að undanförnu en óhætt er að segja að listaheimurinn íslenski nötri vegna málsins.Ari á nú í vök að verjast en endurtekin klögumál frá FÍL berast ráðuneytinu sem snúa að óræðum ásökunum um yfirgang hans. Ari hefur hins vegar og meðal annars bent á ánægju meðal starfsmanna sem birst hefur í könnunum og stuðningsyfirlýsingu allra deildarstjóra hússins, óánægjan sé þannig utan veggja hússins.fbl/anton brinkMeðal gagna í því er forvitnilegt bréf sem Ingvar skrifaði Lilju sent með Blackberry-síma þriðjudaginn 9. maí. Bréfið er svohljóðandi:„HæHér eru skjölin sem við ræddum –Bréfið sem Þjóðleikhússtjóri skrifaði um SSÍ og núna er hann að dreifa þessu á alla leikara í þjóðleikhúsinu og nú eru fjölmiðlar byrjaðir að hringja í Birnu.Bréfið þar sem ásakanir þjóðleikhússtjóra eru hraktar lið fyrir lið og staðfesting frá endurskoðanda.Hann er kominn svo langt út fyrir allt velsæmi sýnist mér.Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það verður að stoppa hann áður en allt fer í fjölmiðla.KvIs“Vísir hafði samband við Ingvar og spurði hann meðal annars hvernig hann tengdist málinu og hvers vegna hann, almannatengillinn, vildi að róa að því öllum árum að ekki væri fjallað um þetta í fjölmiðlum? Ingvar kaus að tjá sig ekki um málið.Vildi lýsa áhyggjum sínum við Lilju Vísir beindi jafnframt fyrirspurn til Lilju Daggar vegna þessa bréfs. Hún kaus að tjá sig ekki með beinum hætti á þeim forsendum að embætti þjóðleikhússtjóra hafi nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningarferlinu. Í bréfi Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, segir þó að Ingvar Sverrisson hafi enga aðkomu að málinu gagnvart ráðuneytinu eða ráðherra. „Hafi hann einhver tengsl við Birnu Hafstein eða umrædd félög, FÍL og SSÍ, er heppilegra að hann svari fyrir þau. Ingvar hafði samband við ráðherra til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum af málinu.“Birna Hafstein. Hún hefur sem formaður FÍL og SSÍ leitað til ráðgjafa, með óformlegum hætti og lögmannstofunnar Réttar í máli því sem snýr að ásökunum sem ganga á víxl milli hennar og þjóðleikhússtjóra.Vísir spurði jafnframt hvort það væri svo að Ari hafi verið boðaður til fundar við ráðherra í kjölfar þessa bréfs Ingvars. „Þjóðleikhússtjóri hefur ekki verið boðaður á fund í tengslum við bréf Ingvars Sverrissonar. Mál er varða erindi FÍL og málefni þjóðleikhússtjóra eru til enn meðferðar í ráðuneytinu.“Ingvar sat hitafund leikara Eins og fram hefur komið er málið afar viðkvæmt og persónulegt. Þar ganga klögumálin á víxl. Birna hefur sagt að fjöldi fólks hafi leitað til sín og kvartað undan Ara. Hins vegar vill hún ekki, og ber við trúnaði, greina frá því hversu margir, hverjir eða hvers eðlis kvartanirnar eru. Ari hefur á móti sagt að Birna sé með þessu að vega að Þjóðleikhúsinu og drótta að æru hans og það sé óþolandi að vera ekki í færum að svara beint hinum óræðu ásökunum. Eftir því sem Vísir kemst næst tengist Ingvar ekki málinu með formlegum hætti heldur er hann vinur bæði Birnu og Lilju frá fyrri tíð; var með Birnu í MBA námi og Lilju í menntaskóla. Ingvar mun hafa viljað bera klæði á vopnin en Ingvar var á hitafundi sem FÍL hélt 8. maí síðastliðinn, þar sem ásakanir á hendur þjóðleikhússtjóra voru ræddar og ákveðið var að Birna skrifaði ráðuneytinu bréf þar sem óskað væri viðbragða við því sem fundurinn taldi aðgerðarleysi af hálfu þess sem og þjóðleikhússráðs. Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ingvar Sverrisson, stofnandi og framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Aton, blandaði sér óvænt í deilur Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra og Birnu Hafstein formanns Félags íslenskra leikara og formanns stjórnar Sviðslistasambands Íslands. En, hvernig aðkoma hans kemur til liggur ekki fyrir. Í bréfi sem hann sendi Lilju Dögg Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra segir meðal annars að hann telji Ara vera kominn út fyrir allt velsæmi og það verði að stoppa hann áður en málið fer í fjölmiðla.Verður að stoppa Ara Vísir hefur skoðað þessar hatrömu deilur Ara og Birnu að undanförnu en óhætt er að segja að listaheimurinn íslenski nötri vegna málsins.Ari á nú í vök að verjast en endurtekin klögumál frá FÍL berast ráðuneytinu sem snúa að óræðum ásökunum um yfirgang hans. Ari hefur hins vegar og meðal annars bent á ánægju meðal starfsmanna sem birst hefur í könnunum og stuðningsyfirlýsingu allra deildarstjóra hússins, óánægjan sé þannig utan veggja hússins.fbl/anton brinkMeðal gagna í því er forvitnilegt bréf sem Ingvar skrifaði Lilju sent með Blackberry-síma þriðjudaginn 9. maí. Bréfið er svohljóðandi:„HæHér eru skjölin sem við ræddum –Bréfið sem Þjóðleikhússtjóri skrifaði um SSÍ og núna er hann að dreifa þessu á alla leikara í þjóðleikhúsinu og nú eru fjölmiðlar byrjaðir að hringja í Birnu.Bréfið þar sem ásakanir þjóðleikhússtjóra eru hraktar lið fyrir lið og staðfesting frá endurskoðanda.Hann er kominn svo langt út fyrir allt velsæmi sýnist mér.Það eru miklar tilfinningar í þessu máli og það verður að stoppa hann áður en allt fer í fjölmiðla.KvIs“Vísir hafði samband við Ingvar og spurði hann meðal annars hvernig hann tengdist málinu og hvers vegna hann, almannatengillinn, vildi að róa að því öllum árum að ekki væri fjallað um þetta í fjölmiðlum? Ingvar kaus að tjá sig ekki um málið.Vildi lýsa áhyggjum sínum við Lilju Vísir beindi jafnframt fyrirspurn til Lilju Daggar vegna þessa bréfs. Hún kaus að tjá sig ekki með beinum hætti á þeim forsendum að embætti þjóðleikhússtjóra hafi nú verið auglýst og hvers konar ummæli um mögulega umsækjendur gætu valdið vanhæfi ráðherra í ráðningarferlinu. Í bréfi Kristrúnar Heiðu Hauksdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, segir þó að Ingvar Sverrisson hafi enga aðkomu að málinu gagnvart ráðuneytinu eða ráðherra. „Hafi hann einhver tengsl við Birnu Hafstein eða umrædd félög, FÍL og SSÍ, er heppilegra að hann svari fyrir þau. Ingvar hafði samband við ráðherra til þess að lýsa yfir áhyggjum sínum af málinu.“Birna Hafstein. Hún hefur sem formaður FÍL og SSÍ leitað til ráðgjafa, með óformlegum hætti og lögmannstofunnar Réttar í máli því sem snýr að ásökunum sem ganga á víxl milli hennar og þjóðleikhússtjóra.Vísir spurði jafnframt hvort það væri svo að Ari hafi verið boðaður til fundar við ráðherra í kjölfar þessa bréfs Ingvars. „Þjóðleikhússtjóri hefur ekki verið boðaður á fund í tengslum við bréf Ingvars Sverrissonar. Mál er varða erindi FÍL og málefni þjóðleikhússtjóra eru til enn meðferðar í ráðuneytinu.“Ingvar sat hitafund leikara Eins og fram hefur komið er málið afar viðkvæmt og persónulegt. Þar ganga klögumálin á víxl. Birna hefur sagt að fjöldi fólks hafi leitað til sín og kvartað undan Ara. Hins vegar vill hún ekki, og ber við trúnaði, greina frá því hversu margir, hverjir eða hvers eðlis kvartanirnar eru. Ari hefur á móti sagt að Birna sé með þessu að vega að Þjóðleikhúsinu og drótta að æru hans og það sé óþolandi að vera ekki í færum að svara beint hinum óræðu ásökunum. Eftir því sem Vísir kemst næst tengist Ingvar ekki málinu með formlegum hætti heldur er hann vinur bæði Birnu og Lilju frá fyrri tíð; var með Birnu í MBA námi og Lilju í menntaskóla. Ingvar mun hafa viljað bera klæði á vopnin en Ingvar var á hitafundi sem FÍL hélt 8. maí síðastliðinn, þar sem ásakanir á hendur þjóðleikhússtjóra voru ræddar og ákveðið var að Birna skrifaði ráðuneytinu bréf þar sem óskað væri viðbragða við því sem fundurinn taldi aðgerðarleysi af hálfu þess sem og þjóðleikhússráðs.
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Næsta víst að Brynhildur sæki um stöðu þjóðleikhússtjóra Segir að ef staðan er auglýst hljóti hún að vera laus. 21. maí 2019 13:25