Hellir sér yfir Miðflokkinn: Földu peninga í Panama, lugu að þjóðinni og opinberuðu mannfyrirlitningu á Klausturbar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2019 10:11 Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Tímabært sé að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga, hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. „Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð.“ Silja tjáir sig á Facebook en þingmenn Miðflokks, þar sem í brúnni eru fyrrverandi lykilmenn innan Framsóknarflokksins, hafa haldið uppi málþófi undanfarið í umræðu um þriðja orkupakkann. Þingfundur er á dagskrá klukkan 15:30 í dag þar sem áfram stendur til að ræða þriðja orkupakkann. Aðeins þingmenn Miðflokks eru á mælendaskrá. Orð Silju Daggar skýra ágætlega þá gjá sem virðist vera á milli Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson. Sigmundur var forsætisráðherra og Gunnar Bragi utanríkisráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins áður en upp úr sauð innan Framsóknar. „Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sôsíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun...“ veltir Silja Dögg upp í kaldhæðnistón. „Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga.“ Svo verði þetta sama fólk sármóðgað ef minnst sé á „einangrunarhyggju“. Silja Dögg veltir fyrir sér hvort ekki kveikni einhverjar viðvörunarbjöllur hjá fólki þegar það hlusti á málflutning Miðflokksmanna. „Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ofsóknarkennd eiga sér ýmsar birtingarmyndir. Tímabært sé að Miðflokkurinn komi hreint fram og segi að þeir vilja hætta öllu samstarfi við hættulega útlendinga, hætta í EFTA og segja sig frá EES samningnum. „Því það er nákvæmlega það sem þeirra málflutningur ber með sér, þegar nánar er að gáð.“ Silja tjáir sig á Facebook en þingmenn Miðflokks, þar sem í brúnni eru fyrrverandi lykilmenn innan Framsóknarflokksins, hafa haldið uppi málþófi undanfarið í umræðu um þriðja orkupakkann. Þingfundur er á dagskrá klukkan 15:30 í dag þar sem áfram stendur til að ræða þriðja orkupakkann. Aðeins þingmenn Miðflokks eru á mælendaskrá. Orð Silju Daggar skýra ágætlega þá gjá sem virðist vera á milli Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Formaður Miðflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og formaður þingflokksins er Gunnar Bragi Sveinsson. Sigmundur var forsætisráðherra og Gunnar Bragi utanríkisráðherra í ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins áður en upp úr sauð innan Framsóknar. „Ætli það sé óhætt að vera áfram í norrænu samstarfi að þeirra mati? Gæti verið að hættuleg erlend öfl, mögulega sôsíaldemókratísk, gætu leitt þjóðina í glötun...“ veltir Silja Dögg upp í kaldhæðnistón. „Sorglega fyndið, og eiginlega kaldhæðnislegt, að flokkur sem telur sig fylgja sterkum, kjarkmiklum foringja, sé svona skíthræddur við erlent samstarf. Að trúa því að menn bíði í röðum að hrifsa eitthvað af okkur. Að engu sé treystandi, síst af öllu samstarfsþjóðum okkar til áratuga.“ Svo verði þetta sama fólk sármóðgað ef minnst sé á „einangrunarhyggju“. Silja Dögg veltir fyrir sér hvort ekki kveikni einhverjar viðvörunarbjöllur hjá fólki þegar það hlusti á málflutning Miðflokksmanna. „Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem talar með þessum hætti í orkupakkamálinu. Í þeim þingflokki er fólk sem faldi peninga í Panama, laug ítrekað að þjóðinni, fólk sem mætti ekki til vinnu í heilt ár og þáði samt laun fyrir og fólk sem afhjúpaði mannfyrirlitningu sína á Klausturbar fyrir stuttu síðan. Segir það ekki eitthvað um trúverðleika þeirra málflutnings?“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Máttarstólpi tónlistarlífs Vestfjarða fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira