Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út seint á fimmta tímanum í dag vegna elds sem kom upp í þakpappa við íbúðarhús í Hlíðunum í Reykjavík.
Lið af öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út en eldurinn reyndist að endingu minniháttar og hann slökktur með slökkvitæki áður en slökkviliðsmenn mættu á vettvang. Málið var því fljótafgreitt, að sögn varðstjóra. Þá standa viðgerðir yfir í húsinu þar sem eldurinn kviknaði, sem skýri þakpappann.
Innlent