Messi er nefnilega ekki duglegur við að veita blaðamönnum aðgengi að sér. Hann forðast viðtöl og lætur frekar verkin tala inn á vellinum.
Um helgina fer fram úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar og Lionel Messi mætir á blaðamannafundinn fyrir leikinn enda fyrirliði Barcelona liðsins.
Fólkið á B/R Football vakti athygli á því að þetta er í fyrsta sinn síðan 2015 sem argentínski snillingurinn mætir á blaðamannafund. Fjögur ár eru ansi langur tími fyrir mann eins og Messi að mæta á blaðamannafund sem er fastur liður fyrir flesta leiki Barcelona.
Leo Messi is set to give his first Barcelona press conference since 2015.
He’s changed a bit since then pic.twitter.com/ghMRmNCsHv
— B/R Football (@brfootball) May 24, 2019
Barcelona vann spænsku deildina annað árið í röð á dögunum og getur um helgina unnið Konungsbikarinn fimmta árið í röð.
Lionel Messi hefur skorað 50 mörk í 49 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabil en þó bara tvö mörk í fjórum leikjum í spænska bikarnum.
Hér fyrir neðan má sjá Barcelona láta við af því á Twitter að Lionel Messi mæti á þennan blaðamannafund ásamt Ernesto Valverde þjálfar liðsins.
Friday, May 24
5pm (CEST)
#Messi, @3gerardpique, Valverde press conferences
Watch LIVE in English, here https://t.co/fg65RrYoK4
#ForçaBarçapic.twitter.com/MlOHR3txKZ
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 23, 2019