Segir hljóðið farið að þyngjast í öðrum þingmönnum Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. maí 2019 07:15 Forseti Alþingis segir hljóð í ýmsum þingmönnum farið að þyngjast. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Það er farið að þyngjast hljóðið í öðrum þingmönnum sem bíða hér eftir að komast í að ræða þau mál sem eru fyrir aftan á dagskránni. Það eru ýmsir orðnir órólegir með að það verði of stuttur tími til að ræða þau mál, sem verðskulda umræðu eins og þetta mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um stöðuna á Alþingi. Umræða um þriðja orkupakka ESB hélt áfram á þingfundi í gær. Hófst umræðan klukkan 15.30 og var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Var búist við því að fundurinn stæði fram á morgun eins og síðustu daga og þráðurinn tekinn upp eftir helgi. Eins og undanfarið voru það þingmenn Miðflokksins sem báru umræðuna uppi. Þó tók Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra til máls og ræddi við Miðflokksmenn í andsvörum. Hafði ítrekað verið óskað eftir viðveru ráðherrans í umræðunni. Í upphafi fundarins lagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, það til að umræðu um málið yrði frestað til hausts. Þannig gætu hann og þeir sem væru hlynntir málinu eftir að hafa kynnt sér það fengið tíma til að þrífa upp vitleysuna sem hefði verið ríkjandi í umræðunni. „Það er mitt mat að það muni taka marga mánuði að leiðrétta vitleysuna sem hefur verið lögð fram í þessari umræðu,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Steingrímur kvaðst á sínum langa þingferli ekki muna eftir slíku málþófi sem borið væri uppi af einum flokki. „Ég held að í öllum umræðum sem hafa komist eitthvað í líkingu við þetta hafi verið um sameinaða stjórnarandstöðu að ræða, eða allavega stærstan hluta hennar.“ Steingrímur benti á að í gærkvöldi væri umræðan komin inn á áttunda tuginn í klukkutímum talið. „Þetta fer að nálgast tvær heilar vinnuvikur. En við verðum bara að sjá hvað setur um framhaldið.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira