Erlent

Enginn hefur lýst ábyrgð á sprengitilræðinu í Lyon

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn við Victor Hugo-stræti þar sem sprengjan sprakk í gær.
Lögreglumenn við Victor Hugo-stræti þar sem sprengjan sprakk í gær. Vísir/EPA
Lögreglan í Frakklandi leitar nú manns á hjóli sem talinn er hafa staðið að sprengitilræði sem særði þrettán manns í Lyon í gær. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengingunni, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Sprengjan sprakk fyrir utan bakarí við göngugötu í miðborg Lyon á sjötta tímanum síðdegis að staðartíma í gær. Tilræðismaðurinn sást á upptökum eftirlitsmyndavéla en hann er nú sagður á flótta. Lögreglan segir að ekki hafi tekist að bera kennsl á hann þar sem hann var með sólgleraugu og derhúfu. Hann er talinn vera um þrítugt.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að átta ára gömul stúlka sé á meðal þeirra sem særðust. Sár fólksins eru þó ekki talin alvarleg. Bögglasprengjan var full af skrúfum, boltum og róm.


Tengdar fréttir

Átta særðir eftir sprengingu í Lyon

Grunur leikur á að um pakkasprengju hafi verið að ræða. AFP fréttaveitan hefur eftir Emmanuel Macron, forseta Frakklands, að þetta hafi verið "árás“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×