Erlent

Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Frans páfi fordæmdi þungunarrof harðlega á ráðstefnu í Vatíkaninu í dag.
Frans páfi fordæmdi þungunarrof harðlega á ráðstefnu í Vatíkaninu í dag. Getty/Alessandra Benedetti
Frans páfi líkti þungunarrofi við leigumorð í ávarpi í dag. Frá þessu er greint á vef Sky News.

Frans hélt ræðu á ráðstefnu, sem fjallaði um neikvæði þungunarrofa, sem Vatíkanið fjármagnaði. Frans bætti við að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt eða skaddað.

Hann fordæmdi þá ákvörðun að rjúfa þungun vegna skoðana á meðgöngu og sagði hann að manneskja væri „aldrei ósamrýmanleg lífi.“

Hann sagði lækna og presta eiga að styðja og hvetja fjölskyldur til að klára svoleiðis meðgöngu.

Hann ávarpaði gesti ráðstefnunnar og spurði þá „er það í lagi að kasta burtu lífi til að leysa vandamál? Er það í lagi að ráða leigumorðingja til að leysa vandamál?“

Hann sagði að ef búist væri við að barnið dæi við fæðingu eða stuttu síðar ætti það að fá læknishjálp í móðurkviði og bætti við að svoleiðis nálgun væri dýrmæt fyrir foreldrana.

„Að hugsa um þessi börn hjálpar foreldrunum að syrgja og ekki aðeins hugsa um það sem missi, heldur sem skref á vegferð sem þau eru á saman,“ sagði Frans.

Hann hefur áður líkt þungunarrofi við leigumorð, en hann sagði það í ávarpi í Vatíkaninu í október í fyrra.

Þrátt fyrir að fordæma þungunarrof, hefur hann lýst yfir samúð sinni við konur sem hafa farið í þungunarrof og hefur gert þeim auðveldara að vera fyrirgefið af kaþólsku kirkjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×