Sigurður Arnar og Hulda Clara leiða eftir 36 holur í Þorlákshöfn Anton Ingi Leifsson skrifar 25. maí 2019 19:25 Hulda Clara í eldlínunni í dag. mynd/gsí/seth Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, og Hulda Clara Gestsdóttir, einnig úr GKG, eru í forystunni eftir tvo hringi á Egils Gull-mótinu sem fer fram í Þorlákshöfn um helgina. 36 holur voru leiknar í dag en síðustu átján holurnar verða spilaðar á morgun og þá ráðast úrslitin í þessu fyrsta stórmóti sumarsins. Sigurður Arnar Garðarsson, úr GKG, leiðir í karlaflokki eftir fyrstu tvo hringina en hann er samtals á átta höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Hann spilaði á tveimur höggum undir pari á fyrsta hringnum en gerði enn betur á hring númer tvö og lék frábært golf. Hann fékk átta fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Hann er með eins höggs forskot á Dagbjart Sigurbrandsson úr GR og VIktor Ingi Einarsson, einnig úr GR, er í þriðja sætinu á fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn.Það verður gríðarleg spenna á lokahringnum á EgilsGull-mótinu á „Mótaröð þeirra bestu“ á sunnudaginn á Þorlákshafnarvelli. https://t.co/cMV2uWU1rZpic.twitter.com/XUlfViUbKC— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 25, 2019 Hulda Clara Gestsdóttir er með þriggja högga forystu í kvennaflokki en hún spilaði á tveimur undir pari á öðrum hringnum eftir að hafa spilað á parinu fyrri hring dagsins. Heiðrún Anna Hlynsdóttir er í öðru sætinu en í þriðja sætinu er Keiliskylfingurinn, Helga Kristín Einarsdóttir. Hún er á einu höggi yfir pari, höggi á eftir Heiðrúnu og þremur höggum á eftir Huldu.Myndasyrpa frá EgilsGull-mótinu á Þorlákshafnarvelli - 1. keppnisdagur. Kemur meira á morgun, sunnudag. Myndir @sigelvar seth@golf.is https://t.co/ufQUv9Zlus#egilsgullmotpic.twitter.com/5Q9nBbVqef— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 25, 2019 Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, og Hulda Clara Gestsdóttir, einnig úr GKG, eru í forystunni eftir tvo hringi á Egils Gull-mótinu sem fer fram í Þorlákshöfn um helgina. 36 holur voru leiknar í dag en síðustu átján holurnar verða spilaðar á morgun og þá ráðast úrslitin í þessu fyrsta stórmóti sumarsins. Sigurður Arnar Garðarsson, úr GKG, leiðir í karlaflokki eftir fyrstu tvo hringina en hann er samtals á átta höggum undir pari eftir fyrstu 36 holurnar. Hann spilaði á tveimur höggum undir pari á fyrsta hringnum en gerði enn betur á hring númer tvö og lék frábært golf. Hann fékk átta fugla og lék hringinn á sex höggum undir pari. Hann er með eins höggs forskot á Dagbjart Sigurbrandsson úr GR og VIktor Ingi Einarsson, einnig úr GR, er í þriðja sætinu á fimm höggum undir pari fyrir lokahringinn.Það verður gríðarleg spenna á lokahringnum á EgilsGull-mótinu á „Mótaröð þeirra bestu“ á sunnudaginn á Þorlákshafnarvelli. https://t.co/cMV2uWU1rZpic.twitter.com/XUlfViUbKC— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 25, 2019 Hulda Clara Gestsdóttir er með þriggja högga forystu í kvennaflokki en hún spilaði á tveimur undir pari á öðrum hringnum eftir að hafa spilað á parinu fyrri hring dagsins. Heiðrún Anna Hlynsdóttir er í öðru sætinu en í þriðja sætinu er Keiliskylfingurinn, Helga Kristín Einarsdóttir. Hún er á einu höggi yfir pari, höggi á eftir Heiðrúnu og þremur höggum á eftir Huldu.Myndasyrpa frá EgilsGull-mótinu á Þorlákshafnarvelli - 1. keppnisdagur. Kemur meira á morgun, sunnudag. Myndir @sigelvar seth@golf.is https://t.co/ufQUv9Zlus#egilsgullmotpic.twitter.com/5Q9nBbVqef— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) May 25, 2019
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira