Aukin gyðingaandúð í Þýskalandi áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 15:56 Kollhúfa, eða kippa, sem karlkyns gyðingar bera. getty/Vyacheslav Madiyevskyy Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar. Þýskaland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Embættismaður þýsku ríkisstjórnarinn sem tekur fyrir málefni gyðingaandúðar í landinu hefur varað gyðinga við því að klæðast kollhúfum meðal almennings. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Felix Klein varaði gyðinga við því að klæðast kippum, hefðbundnum kollhúfum, á ákveðnum svæðum í landinu vegna uppgangs gyðingaandúðar. Reuven Rivlin, forseti Ísraels, sagði að hvatningin væri „staðfesting á því að, á ný, væru gyðingar ekki öruggir í Þýskalandi.“ Fjöldi glæpa vegna gyðingaandúðar snögghækkaði í Þýskalandi á síðasta ári. Í skýrslu frá ríkinu kemur fram að hatursglæpir sem framdir voru gegn gyðingum voru 1.646 árið 2018, sem er 10 prósenta aukning frá því árið áður. Líkamsárásir gegn gyðingum í Þýskalandi voru einnig fleiri, en 62 atvik voru tilkynnt, en þau voru 37 árið 2018. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt sagði Kaatarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, að aukning antísemítískra glæpa væri „skömm fyrir landið.“Evrópskir gyðingar áhyggjufullir vegna aukinnar gyðingaandúðar „Ég get ekki mælt með því við gyðinga að klæðast kollhúfunum öllum stundum, hvar sem er í Þýskalandi.“ Klein sagði að „aflétting hamla og skrílslæti“ samfélagsins gæti verið ástæða aukningar andsemítískra glæpa. Hann kallaði einnig eftir því að lögreglumenn, kennarar og lögmenn hlytu þjálfun í því að greina „hvað væri leyfilegt og hvað ekki“ þegar verið væri að „fást við gyðingaandúð.“ Hann gerði þessar athugasemdir eftir að helsti lagasérfræðingur Þýskalands á gyðingaandúð sagði að fordómar væru enn til staðar í þýsku samfélagi. „Gyðingaandúð hefur alltaf verið til staðar hér. En ég held að nýlega hafi hún orðið meira áberandi, ofbeldisfyllri og hneykslanlegri,“ sagði Claudia Vanoni í samtali við fréttastofu AFP. Rivlin sagðist vera í áfalli vegna varnarorða Klein og hann liti á þau sem einhverskonar uppgjöf gegn gyðingaandúð. „Við munum aldrei láta undan, við munum aldrei bregðast við gyðingaandúð með því að gefast upp, og við gerum ráð fyrir því, og krefjumst þess, að bandamenn okkar bregðist eins við,“ sagði Rivlin. Hann staðfesti einnig „siðferðilega stöðu þýsku ríkisstjórnarinnar og skuldbindingu hennar við samfélag gyðinga.“ Samtök gyðinga hafa varað við því að uppgangur og lýðhylli öfgahægrihópa í Evrópu ali á gyðingaandúð og hatri gegn öðrum minnihlutahópum. Síða 2017 hefur öfga hægri flokkurinn Alternative for Germany (AFD) verið einn helsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Þýskalandi. AFD er opinberlega andsnúinn innflytjendum en hefur neitað því að vera antísemítískur flokkur. Hins vegar hafa athugasemdir flokksmanna AFD, þar á meðal athugasemdir um Helförina, verið harðlega gagnrýndar af samtökum gyðinga og öðrum stjórnmálamönnum. Á síðasta ári birtist skoðanakönnun þar sem þúsundir evrópskra gyðinga lýstu áhyggjum sínum vegna gyðingaandúðar.
Þýskaland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira