Hrottalegt morð á ungri konu vekur óhug og reiði í Ástralíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2019 08:33 Courtney Herron var 25 ára gömul þegar hún var myrt á hrottafenginn hátt. lögreglan í viktoríu Hrottalegt morð á ungri, heimilislausri konu í Melbourne í Ástralíu hefur vakið óhug og reiði almennings í landinu og endurvakið umræðuna um ofbeldi gegn konum. Courtney Herron var 25 ára þegar hún var myrt. Fjölskylda hennar segir að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða og fíknivanda og er talið að hún hafi verið heimilislau um tíma. Lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan, heimilislausan mann, Henry Hammond, og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kemur næst fyrir dóm í september. Verjandi Hammond segir að hann glíma við geðræn vandamál. „Hún dó eftir að hafa orðið fyrir hrottafenginni árás, það er engin önnur leið til að lýsa því,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Andrew Stamper.Segja ofbeldi gegn konum snúast um hegðun karlmanna Lík Herron fannst í almenningsgarði, ekki langt frá öðrum garði þar sem talið er að leikkonunni Eurydice Dixon hafi verið nauðgað og hún svo myrt af ókunnugum manni í júní síðastliðnum. Lögreglan telur að Herron hafi verið myrt snemma á laugardagsmorgni og síðan hafi Hammond reynt að fela lík hennar. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda ekki til þess að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur á vef BBC. Á blaðamannafundi í gær sagði Luke Cornelius, aðstoðarlögreglustjóri í Melbourne, að borgin væri almennt örugg en viðhorf karlmanna til kvenna þyrfti að breytast. „Ofbeldi gegn konum snýst að öllu leyti um hegðun karlmanna,“ sagði Cornelius. Fylkisstjóri Viktoríu-fylkis, Daniel Andrews, tók í sama streng en hann hefur áður gagnrýnt viðhorf sem gera kynjunum mishátt undir höfði í tengslum við önnur morð á konum. „Ofbeldi gegn konum snýst ekki um það hvernig konur haga sér… að öllum líkindum snýst þetta um hvernig menn haga sér,“ sagði Andrews. Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm konum í Ástralíu orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hótunum þar um fyrir fimmtán ára aldur og einn af hverjum tuttugu karlmönnum. Ástralía Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Hrottalegt morð á ungri, heimilislausri konu í Melbourne í Ástralíu hefur vakið óhug og reiði almennings í landinu og endurvakið umræðuna um ofbeldi gegn konum. Courtney Herron var 25 ára þegar hún var myrt. Fjölskylda hennar segir að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða og fíknivanda og er talið að hún hafi verið heimilislau um tíma. Lögreglan hefur handtekið 27 ára gamlan, heimilislausan mann, Henry Hammond, og hefur hann verið ákærður fyrir morð. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kemur næst fyrir dóm í september. Verjandi Hammond segir að hann glíma við geðræn vandamál. „Hún dó eftir að hafa orðið fyrir hrottafenginni árás, það er engin önnur leið til að lýsa því,“ segir rannsóknarlögreglumaðurinn Andrew Stamper.Segja ofbeldi gegn konum snúast um hegðun karlmanna Lík Herron fannst í almenningsgarði, ekki langt frá öðrum garði þar sem talið er að leikkonunni Eurydice Dixon hafi verið nauðgað og hún svo myrt af ókunnugum manni í júní síðastliðnum. Lögreglan telur að Herron hafi verið myrt snemma á laugardagsmorgni og síðan hafi Hammond reynt að fela lík hennar. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar benda ekki til þess að hún hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur á vef BBC. Á blaðamannafundi í gær sagði Luke Cornelius, aðstoðarlögreglustjóri í Melbourne, að borgin væri almennt örugg en viðhorf karlmanna til kvenna þyrfti að breytast. „Ofbeldi gegn konum snýst að öllu leyti um hegðun karlmanna,“ sagði Cornelius. Fylkisstjóri Viktoríu-fylkis, Daniel Andrews, tók í sama streng en hann hefur áður gagnrýnt viðhorf sem gera kynjunum mishátt undir höfði í tengslum við önnur morð á konum. „Ofbeldi gegn konum snýst ekki um það hvernig konur haga sér… að öllum líkindum snýst þetta um hvernig menn haga sér,“ sagði Andrews. Samkvæmt rannsóknum hefur ein af hverjum fimm konum í Ástralíu orðið fyrir kynferðisofbeldi eða hótunum þar um fyrir fimmtán ára aldur og einn af hverjum tuttugu karlmönnum.
Ástralía Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira