Skilaðu Lucky-jakkanum vinur Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2019 09:01 Spessi í jakkanum. Sem er einstakur og vandséð hvernig nokkur getur klæðst honum án þess að skera sig úr. Pétur Friðgeirsson/Gunnar Þórarinsson/Fjölnir Geir Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar. Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Ljósmyndarinn Spessi varð fyrir því óláni að óprúttnir aðilar brutust inn í bílskúr hans, rændu þar og rupluðu. En, vandséð er hvernig þeir geta nýtt sér þýfið. Spessi lýsti eftir því á Facebooksíðu sinni í gær og vinir hans hafa brugðist hratt við og dreift skilaboðum hans um samfélagsmiðilinn. „Brotist var inn í bílskúrinn hjá mér í nótt og þessum forláta Lukcy Strike-jakka mínum stolið og einnig tveimur borvélum. Ef einhver er að reyna koma þessum jakka í verð þá látið mig vita hér í prívat skilaboðum. Endilega deilið. Mér er alveg sama um borvélarnar, þú sem framdir þennan verknað skilaðu Lucky jakkanum, vinur.“Spessi í öllu sínu veldi, í jakkanum sem hann saknar nú og hvetur hina ógæfusömu þjófa til að skila flíkinni.Í samtali við Vísi taldi Spessi að einsýnt að það væri varla nokkur von til þess að þjófurinn eða þjófarnir gætu komið þessu í verð. Svo einstakur er jakkinn og sker sig úr hvar sem er. „Mér áskotnaðist þessi jakki fyrir mörgum árum. Í gegnum vinkonu mína, hana Þurý í Spútník. Það slæðast oft til hennar svona flott item. Þetta er jakki úr The Lucky Team. Og kostar sitt,“ segir Spessi. Óhress með innbrotið en svalur og lætur sér hvergi bregða.„Ég var ánægður með það hversu vel þjófarnir gengu um skúrinn. Það var eitthvað rótað í verkfærum en menn voru greinilega að leita að einhverju sem auðvelt er að selja. Selja fljótt. Þetta hafa líklega verið einhverjir dóparar að leita að þýfi til að selja fyrir næsta skammti,“ segir Spessi. En, þetta er sameiginleg ályktun ljósmyndarans og lögreglunnar sem hafa komið að rannsókn málsins. En hversu vel mun ganga að koma þessum jakka í verð er vandi um að segja. „Nei, þetta var ekki góð ferð hjá strákunum. Það var þarna annar jakki sem þeir tóku ekki. Harley Davidson-jakki en á honum var mynd sem ég hafði látið Jón Sæmund prenta mynd á. Þeir tóku hann ekki.“ Spessi vill sem sagt fá jakkann sinn aftur og bendir mönnum á að hafa samband við sig á Facebook, auðvelt sé að finna sig þar.
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira