Lífið

Iggy Azalea hætt á samfélagsmiðlum eftir að nektarmyndir af henni fóru í dreifingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Iggy Azalea er mjög vinsæl tónlistarkona um heim allan.
Iggy Azalea er mjög vinsæl tónlistarkona um heim allan. vísir/getty
Tónlistarkonan Iggy Azalea er hætt á samfélagsmiðlum eftir að myndir af henni berbrjósta láku á veraldarvefinn. BBC greinir frá.

Myndirnar voru teknar árið 2016 þegar Azalea var á forsíðu tímaritsins GQ en átti aldrei að líta dagsins ljós.

Ástralski rapparinn telur sig hafa verið svikna, misnotaða og er hún heilt yfir mjög reið yfir málinu.

„Ég er að sjá athugasemdir frá karlmönnum aðallega þar sem þeir greina frá fantasíum sínum varðandi líkama minn og það veldur mér miklum vonbrigðum,“ segir Azalea.

„Sumir hlutir sem fólk er að láta út úr sér eru þess eðlis að mér verður óglatt þegar ég les þetta.“

Ljósmyndarinn sem tók myndirnar heitir Nino Muñoz og hefur hann tjáð sig um málið í færslu á Instagram og segir hann að myndirnar séu stolnar og birtar án hans leyfi.

 
 
 
View this post on Instagram
My heart goes out to anyone this situation has affected. I’m utterly outraged and will not rest until justice is served.

A post shared by Nino Muñoz (@ninomunoz) on May 27, 2019 at 2:56pm PDT






Fleiri fréttir

Sjá meira


×