Skúta sem fór á hliðina í Hvalfirði reyndist dauða hrefnan Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2019 15:15 Myndina tók Sverrir í Hvalfirði í gær af dauðu hrefnunni en Landhelgisgæslan var kölluð út þar sem talið var að hrefnan væri skúta sem farið hefði á hliðina í firðinum. sverrir tryggvason Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Sjá meira
Sverrir Tryggvason, skipstjóri hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Special Tours, segist fyrst hafa séð dauða hrefnu, sem rak á land við Eiðsgranda í Reykjavík skömmu eftir hádegi í dag, úti á Faxaflóa. „Þar sem hún lá bara með belginn upp. Þá teljum við að hún hafi verið tiltölulega nýdauð og svo höfum við verið að rekast á hana um helgina. Í gær fór ég svo aftur að sigla og þegar við vorum á leiðinni í land heyri ég að Gæslan er að kalla. Þeir höfðu þá fengið símtal um að skúta hefði farið á hliðina í Hvalfirði svo við tökum strauið þangað eins hratt og við getum en þá var það þessi sami hvalur, búinn að blása út,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Hann segir að dýrið hafi litið út eins og skúta svona útblásið. „Andlitið á henni þanið leit út eins og skrokkur á bát og svo leit skrokkurinn á hvalnum út eins og seglin. Þannig að það var alveg eðlilegt að fólk héldi að þetta liti út eins og skúta. Þyrlan var kölluð út líka þannig að þetta var orðin svolítil aðgerð í gær“ segir Sverrir.Hér sést hrefnan í flæðarmálinu við Granda í dag.vísir/vilhelmEins og sést á myndum sem birst hafa frá vettvangi í dag er hrefnan alveg útþanin. Sverrir segir að það sé efri hluti höfuðsins sem blási svona út vegna þess að matur sé að öllum líkindum að rotna. Hræið fyllist þannig af gasi en Sverrir Daníel Halldórsson, líffræðingur, sem fréttastofa ræddi við í dag segir að líffærið sem þenjist svona út sé líklega tungan. Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segir að það geti verið mikill viðbjóður ef belgurinn springur. „Ég ætla ekki að segja að það sé hætta nema þú sért mikið nær því við vitum ekki nákvæmlega hversu mikið af fæði eða hvað er inni í belgnum. Það kemur ekki í ljós fyrr en hann springur. Ég hef séð svona hval springa og það er ekki fallegt,“ segir Sverrir. Samkvæmt verklagsreglum MAST um það hvernig bregðast skal við hvalreka tekur Umhverfisstofnun ákvörðun um hvernig staðið skal að förgun dýrsins.Ekki er ljóst hvenær dýrið dó en Sverrir, skipstjóri hjá Special Tours, segist telja að hrefnan hafi verið tiltölulega nýdauð þegar hann sá hana á laugardag úti á Faxaflóa.vísir/vilhelm
Dýr Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Reykjavík Tengdar fréttir Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Sjá meira
Rak á land við Granda Talið er að dauðan hval hafi rekið á land við Granda nú skömmu eftir hádegi. 28. maí 2019 13:48
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent