Sarri rauk út af lokaæfingu Chelsea Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. maí 2019 22:00 Ástandið er ekki eins og best væri á kosið innan herbúða Chelsea vísir/getty Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. Sarri viðurkenndi í fyrsta skipti stuttu fyrir æfinguna að hann væri að íhuga framtíð sína, en Juventus er sagt vilja fá Sarri. Ítalski stjórinn henti derhúfunni sinni tvisvar í jörðina og sparkaði henni eftir jörðinni áður en hann rauk niður leikmannagöngin og yfirgaf æfinguna. Bræðiskast Sarri kom rétt eftir að Gonzalo Higuain og David Luiz áttu í rifrildi á æfingunni. Talsmenn Chelsea sögðu atvikin ekki tengjast. Sarri er sagður hafa verið ósáttur við að æfingin, sem var sú síðasta fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar annað kvöld, hafi verið opin fyrir fjölmiðla. Þá hafa meiðsli N'Golo Kante ekki hjálpað hugarástandi Sarri, en miðjumaðurinn gat ekki tekið þátt í æfingunni heldur skokkaði hann með sjúkraþjálfara í hálftíma.Tempers fraying in the Chelsea camp? Higuain and Luiz come together in training and Maurizio Sarri is furious! pic.twitter.com/obSZ51KGGd — Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2019 Eiður Smári Guðjohnsen var í setti hjá BT Sport, sem er með sýningarréttinn á úrslitaleiknum í Englandi, þar sem farið var yfir atburðarrás kvöldsins. „Eitthvað hlýtur að hafa gengið á,“ sagði Eiður, en umræðuna og atvikið má sjá í myndbandinu hér að ofan. „Þú ert með hóp af stórum karakterum og eitthvað hefur gerst til þess að reita stjórann til reiði.“ Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verður í beinni útsendingu og ofurháskerpu á Stöð 2 Sport annað kvöld, miðvikudag. Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Spennan magnast innan herbúða Chelsa en knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri rauk út af æfingu Chelsea á Ólympíuleikvangnum í Bakú í Aserbaísjan í kvöld. Sarri viðurkenndi í fyrsta skipti stuttu fyrir æfinguna að hann væri að íhuga framtíð sína, en Juventus er sagt vilja fá Sarri. Ítalski stjórinn henti derhúfunni sinni tvisvar í jörðina og sparkaði henni eftir jörðinni áður en hann rauk niður leikmannagöngin og yfirgaf æfinguna. Bræðiskast Sarri kom rétt eftir að Gonzalo Higuain og David Luiz áttu í rifrildi á æfingunni. Talsmenn Chelsea sögðu atvikin ekki tengjast. Sarri er sagður hafa verið ósáttur við að æfingin, sem var sú síðasta fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar annað kvöld, hafi verið opin fyrir fjölmiðla. Þá hafa meiðsli N'Golo Kante ekki hjálpað hugarástandi Sarri, en miðjumaðurinn gat ekki tekið þátt í æfingunni heldur skokkaði hann með sjúkraþjálfara í hálftíma.Tempers fraying in the Chelsea camp? Higuain and Luiz come together in training and Maurizio Sarri is furious! pic.twitter.com/obSZ51KGGd — Football on BT Sport (@btsportfootball) May 28, 2019 Eiður Smári Guðjohnsen var í setti hjá BT Sport, sem er með sýningarréttinn á úrslitaleiknum í Englandi, þar sem farið var yfir atburðarrás kvöldsins. „Eitthvað hlýtur að hafa gengið á,“ sagði Eiður, en umræðuna og atvikið má sjá í myndbandinu hér að ofan. „Þú ert með hóp af stórum karakterum og eitthvað hefur gerst til þess að reita stjórann til reiði.“ Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar verður í beinni útsendingu og ofurháskerpu á Stöð 2 Sport annað kvöld, miðvikudag.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira