Arfavitlausir blómatollar Ólafur Stephensen skrifar 29. maí 2019 07:00 Háir innflutningstollar eru lagðir á blóm á Íslandi. Þetta kemur mögulega einhverjum á óvart, enda töluðu stjórnvöld þannig fyrir nokkrum misserum að fella ætti niður alla tolla „fyrir utan tolla á matvöru“. Eins og við vitum eru afskaplega fáir sem borða blóm. Blómatollarnir sátu engu að síður eftir þegar aðrir tollar voru felldir niður. Innflutningsverðið margfaldast Óhætt er að kalla blómatollana ofurtolla. Þeir samanstanda annars vegar af 30% verðtolli og hins vegar stykkjatolli sem leggst á hverja einustu plöntu, sama hvort um er að ræða pottablóm eða afskorin blóm. Þannig leggst á innflutt pottablóm 30% verðtollur og 200 króna stykkjatollur. Segjum að innflutningsverð pottaplöntu sé 300 krónur. Hún ber þá 290 krónur í toll og innflutningsverðið tvöfaldast því sem næst. Á afskorin blóm leggst 30% verðtollur og auk þess 95 króna stykkjatollur á hvert blóm. Tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, fær á sig 1.130 krónur í toll, þannig að innkaupsverðið hartnær þrefaldast. Þetta er nærtækasta skýringin á háu verði á blómum á Íslandi. Afskorin blóm í búntum, þ.e. sem blómaskreytir hefur ekki sett saman í vönd, eru tvö- til þrefalt dýrari en í nágrannalöndum okkar. Þessi vara, sem neytendur í nágrannalöndunum grípa nánast án umhugsunar með sér úr búðinni til að prýða heimili sitt, er lúxusvara á Íslandi. Tollkvótarnir duga ekki Stjórnvöld gefa tvisvar á ári út heimild til að flytja inn takmarkað magn af blómum á lægri tollum. Þá hefur ríkið af örlæti sínu gefið eftir stykkjatollinn og verðtollurinn situr eftir. Hins vegar er vaxandi eftirspurn eftir tollkvótanum – í ár eru umsóknir innflytjenda þrefalt það magn sem er í boði – og það þýðir að útboðsgjaldið, sem innflytjendur greiða fyrir að fá að flytja blómin inn, fer hækkandi. Fyrir síðari helming ársins er það 40-45 krónur á hvert afskorið blóm og 119-126 krónur fyrir hvert pottablóm, samkvæmt niðurstöðum útboðs sem birtar voru í vikunni. Það er farið að slaga vel upp í hina almennu ofurtolla. Vegna þess að stykkjatollur eða útboðsgjald – sem er ígildi tolls – leggst á hvert blóm, borgar sig ekki fyrir innflytjendur að flytja inn ódýrari vöru. Þeir neyðast til að flytja inn lúxusvöru, annars margfaldar stykkjatollurinn innkaupsverðið. Ein ástæðan fyrir umframeftirspurn eftir tollkvótum er að blómamarkaðurinn hefur farið stækkandi. Fólk hefur vaxandi áhuga á að skreyta híbýli sín með blómum. Vöxtur ferðaþjónustunnar þýðir margfalda eftirspurn frá hótelum og veitingahúsum á við það sem gerðist fyrir fáeinum árum. Tollkvótarnir hafa hins vegar staðið óbreyttir árum saman og innlend framleiðsla fær þannig hlutfallslega minnkandi samkeppni. Innlent annar ekki markaðnum Axel Sæland, stærsti blómabóndi landsins, hélt því fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu að innlend framleiðsla annaði eftirspurn eftir afskornum blómum og innflutningur væri óþarfur. Þetta eru hrein ósannindi. Fáar tegundir eru ræktaðar á Íslandi í samanburði við nágrannalönd og reglulega vantar blóm af þeim tegundum, þannig að blómaverslanir fá lítið eða jafnvel ekkert af því sem þær panta frá framleiðendum. Fyrir flesta stóra „blómadaga“, til dæmis mæðradag, konudag og Valentínusardag, fá blómabúðir minna af blómum en þær vilja. Við slíkar kringumstæður hefur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra heimild til að gefa út tímabundinn tollkvóta á lægri tollum. Beiðnum innflytjenda um skortkvóta er hins vegar iðulega hafnað með þeim röksemdum að innlendir framleiðendur segist eiga til nóg af blómum. Þetta er augljóslega meingallað kerfi. Hvað pottaplöntur til innanhússnota varðar, er sáralítil innlend framleiðsla á þeim; líklega helzt á jólastjörnum í lok árs. Í hvers þágu eru ofurtollarnir? Þetta er fráleit staða, hvort sem horft er til hagsmuna neytenda eða innflytjenda og seljenda blóma. Eins og kom fram í greinargerð nefndarinnar sem lagði til að tollar yrðu felldir niður (á öllu nema mat) geta innlendir framleiðendur haldið uppi verðinu á sinni vöru í skjóli tolla. Það gera blómaframleiðendur svikalaust. Spyrja má í hvers þágu það sé að viðhalda ofurtollum á blóm. Röksemdir, sem hafa verið notaðar fyrir háum matartollum, eins og þeir eigi að tryggja fæðuöryggi, eiga augljóslega ekki við. Það er heldur ekki verið að vernda hefðbundinn íslenzkan landbúnað sem stendur á aldagömlum merg – blómaræktun er tiltölulega nýleg atvinnugrein. Axel Sæland greip til loftslagsröksemdarinnar hér í blaðinu og benti á að kolefnisspor innfluttra blóma væri stærra en innlendra. Þessa röksemd er hægt að nota til að leggja ofurtolla á ótalmargar vörur, til dæmis innfluttan stein af ýmsu tagi, sem er mun þyngri í flutningi en blóm. Erum við ekki sjálfbær með grjót á Íslandi? Auðvitað er þetta gerviröksemd; það getur ekki verið að vara megi kosta hvað sem er af því að það sé svo loftslagsvænt að framleiða hana á Íslandi. Það er jafnt í þágu neytenda og verzlunarinnar í landinu að breyta þessu arfavitlausa kerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Ólafur Stephensen Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Agnar Már Másson skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Háir innflutningstollar eru lagðir á blóm á Íslandi. Þetta kemur mögulega einhverjum á óvart, enda töluðu stjórnvöld þannig fyrir nokkrum misserum að fella ætti niður alla tolla „fyrir utan tolla á matvöru“. Eins og við vitum eru afskaplega fáir sem borða blóm. Blómatollarnir sátu engu að síður eftir þegar aðrir tollar voru felldir niður. Innflutningsverðið margfaldast Óhætt er að kalla blómatollana ofurtolla. Þeir samanstanda annars vegar af 30% verðtolli og hins vegar stykkjatolli sem leggst á hverja einustu plöntu, sama hvort um er að ræða pottablóm eða afskorin blóm. Þannig leggst á innflutt pottablóm 30% verðtollur og 200 króna stykkjatollur. Segjum að innflutningsverð pottaplöntu sé 300 krónur. Hún ber þá 290 krónur í toll og innflutningsverðið tvöfaldast því sem næst. Á afskorin blóm leggst 30% verðtollur og auk þess 95 króna stykkjatollur á hvert blóm. Tíu túlipana búnt, sem kostar 600 krónur í innkaupum, fær á sig 1.130 krónur í toll, þannig að innkaupsverðið hartnær þrefaldast. Þetta er nærtækasta skýringin á háu verði á blómum á Íslandi. Afskorin blóm í búntum, þ.e. sem blómaskreytir hefur ekki sett saman í vönd, eru tvö- til þrefalt dýrari en í nágrannalöndum okkar. Þessi vara, sem neytendur í nágrannalöndunum grípa nánast án umhugsunar með sér úr búðinni til að prýða heimili sitt, er lúxusvara á Íslandi. Tollkvótarnir duga ekki Stjórnvöld gefa tvisvar á ári út heimild til að flytja inn takmarkað magn af blómum á lægri tollum. Þá hefur ríkið af örlæti sínu gefið eftir stykkjatollinn og verðtollurinn situr eftir. Hins vegar er vaxandi eftirspurn eftir tollkvótanum – í ár eru umsóknir innflytjenda þrefalt það magn sem er í boði – og það þýðir að útboðsgjaldið, sem innflytjendur greiða fyrir að fá að flytja blómin inn, fer hækkandi. Fyrir síðari helming ársins er það 40-45 krónur á hvert afskorið blóm og 119-126 krónur fyrir hvert pottablóm, samkvæmt niðurstöðum útboðs sem birtar voru í vikunni. Það er farið að slaga vel upp í hina almennu ofurtolla. Vegna þess að stykkjatollur eða útboðsgjald – sem er ígildi tolls – leggst á hvert blóm, borgar sig ekki fyrir innflytjendur að flytja inn ódýrari vöru. Þeir neyðast til að flytja inn lúxusvöru, annars margfaldar stykkjatollurinn innkaupsverðið. Ein ástæðan fyrir umframeftirspurn eftir tollkvótum er að blómamarkaðurinn hefur farið stækkandi. Fólk hefur vaxandi áhuga á að skreyta híbýli sín með blómum. Vöxtur ferðaþjónustunnar þýðir margfalda eftirspurn frá hótelum og veitingahúsum á við það sem gerðist fyrir fáeinum árum. Tollkvótarnir hafa hins vegar staðið óbreyttir árum saman og innlend framleiðsla fær þannig hlutfallslega minnkandi samkeppni. Innlent annar ekki markaðnum Axel Sæland, stærsti blómabóndi landsins, hélt því fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu að innlend framleiðsla annaði eftirspurn eftir afskornum blómum og innflutningur væri óþarfur. Þetta eru hrein ósannindi. Fáar tegundir eru ræktaðar á Íslandi í samanburði við nágrannalönd og reglulega vantar blóm af þeim tegundum, þannig að blómaverslanir fá lítið eða jafnvel ekkert af því sem þær panta frá framleiðendum. Fyrir flesta stóra „blómadaga“, til dæmis mæðradag, konudag og Valentínusardag, fá blómabúðir minna af blómum en þær vilja. Við slíkar kringumstæður hefur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra heimild til að gefa út tímabundinn tollkvóta á lægri tollum. Beiðnum innflytjenda um skortkvóta er hins vegar iðulega hafnað með þeim röksemdum að innlendir framleiðendur segist eiga til nóg af blómum. Þetta er augljóslega meingallað kerfi. Hvað pottaplöntur til innanhússnota varðar, er sáralítil innlend framleiðsla á þeim; líklega helzt á jólastjörnum í lok árs. Í hvers þágu eru ofurtollarnir? Þetta er fráleit staða, hvort sem horft er til hagsmuna neytenda eða innflytjenda og seljenda blóma. Eins og kom fram í greinargerð nefndarinnar sem lagði til að tollar yrðu felldir niður (á öllu nema mat) geta innlendir framleiðendur haldið uppi verðinu á sinni vöru í skjóli tolla. Það gera blómaframleiðendur svikalaust. Spyrja má í hvers þágu það sé að viðhalda ofurtollum á blóm. Röksemdir, sem hafa verið notaðar fyrir háum matartollum, eins og þeir eigi að tryggja fæðuöryggi, eiga augljóslega ekki við. Það er heldur ekki verið að vernda hefðbundinn íslenzkan landbúnað sem stendur á aldagömlum merg – blómaræktun er tiltölulega nýleg atvinnugrein. Axel Sæland greip til loftslagsröksemdarinnar hér í blaðinu og benti á að kolefnisspor innfluttra blóma væri stærra en innlendra. Þessa röksemd er hægt að nota til að leggja ofurtolla á ótalmargar vörur, til dæmis innfluttan stein af ýmsu tagi, sem er mun þyngri í flutningi en blóm. Erum við ekki sjálfbær með grjót á Íslandi? Auðvitað er þetta gerviröksemd; það getur ekki verið að vara megi kosta hvað sem er af því að það sé svo loftslagsvænt að framleiða hana á Íslandi. Það er jafnt í þágu neytenda og verzlunarinnar í landinu að breyta þessu arfavitlausa kerfi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun