Segir völdum rænt um stundarsakir Sveinn Arnarson skrifar 29. maí 2019 06:30 Alþingi kemur saman eftir jólafrí. Steingrímur J. Sigfússon „Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann. Hljóðið í öðrum þingmönnum er þungt þessa dagana og fer þolinmæði þverrandi með hverjum deginum sem líður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ósammála því að Miðflokkurinn hafi tekið völdin á þingi. „Það er hálf einkennileg túlkun þar sem forseti sjálfur er með dagskrárvaldið. Við höfum margoft boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim. Við erum öll af vilja gerð til að láta þingstörfin ganga vel,“ segir Sigmundur. „Hins vegar hefur umræðan verið góð og nýjar upplýsingar að koma á yfirborðið. Þær upplýsingar kalla á spurningar sem við viljum fá svör við. Því teljum við að það myndi flýta fyrir málinu ef stuðningsmenn tillögunnar gætu talað fyrir henni og veitt okkur þau svör sem við teljum okkur þurfa.“ Átta af níu nefndarmönnum í utanríkismálanefnd lögðu það til eftir meðferð í nefndinni, að málið yrði samþykkt. Aðeins Sigmundur Davíð vildi hafna tillögunni. „Við búum við ákveðnar leikreglur hér í þinginu. Þingviljinn birtist í atkvæðagreiðslu og það er miður ef þingmenn vilja ekki láta þingviljann ráða för,“ segir Steingrímur. „Ég hef áður beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast til að sú verði raunin. Þetta er algjört einsdæmi, að einn þingflokkur skuli halda uppi svona málþófi.“ Fréttablaðið hefur rætt við þingmenn sem segja að markmið Sigmundar sé að forseti eða þingmenn stöðvi umræðurnar á grundvelli þingskaparlaga. Hins vegar sé enginn tilbúinn til að láta það eftir honum. Menn telji það vera áætlun Sigmundar að þannig komi hann út sem sigurvegari í þessari störukeppni. Menn bíði hins vegar eftir því að Miðflokksmenn brotni og hætti málþófinu. Á meðan þessi pattstaða er uppi er þingið óstarfhæft að öðru leyti. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Það er augljóst að það er búið að ræna völdum hér um stundarsakir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og á þar við að Miðflokksmenn stunda nú það sem flestir vilja kalla grímulaust málþóf um þriðja orkupakkann. Hljóðið í öðrum þingmönnum er þungt þessa dagana og fer þolinmæði þverrandi með hverjum deginum sem líður. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ósammála því að Miðflokkurinn hafi tekið völdin á þingi. „Það er hálf einkennileg túlkun þar sem forseti sjálfur er með dagskrárvaldið. Við höfum margoft boðið honum að taka önnur mál fram fyrir og ljúka þeim. Við erum öll af vilja gerð til að láta þingstörfin ganga vel,“ segir Sigmundur. „Hins vegar hefur umræðan verið góð og nýjar upplýsingar að koma á yfirborðið. Þær upplýsingar kalla á spurningar sem við viljum fá svör við. Því teljum við að það myndi flýta fyrir málinu ef stuðningsmenn tillögunnar gætu talað fyrir henni og veitt okkur þau svör sem við teljum okkur þurfa.“ Átta af níu nefndarmönnum í utanríkismálanefnd lögðu það til eftir meðferð í nefndinni, að málið yrði samþykkt. Aðeins Sigmundur Davíð vildi hafna tillögunni. „Við búum við ákveðnar leikreglur hér í þinginu. Þingviljinn birtist í atkvæðagreiðslu og það er miður ef þingmenn vilja ekki láta þingviljann ráða för,“ segir Steingrímur. „Ég hef áður beðið þingflokk Miðflokksins að láta staðar numið og vonast til að sú verði raunin. Þetta er algjört einsdæmi, að einn þingflokkur skuli halda uppi svona málþófi.“ Fréttablaðið hefur rætt við þingmenn sem segja að markmið Sigmundar sé að forseti eða þingmenn stöðvi umræðurnar á grundvelli þingskaparlaga. Hins vegar sé enginn tilbúinn til að láta það eftir honum. Menn telji það vera áætlun Sigmundar að þannig komi hann út sem sigurvegari í þessari störukeppni. Menn bíði hins vegar eftir því að Miðflokksmenn brotni og hætti málþófinu. Á meðan þessi pattstaða er uppi er þingið óstarfhæft að öðru leyti.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira