Innlent

Eldhúsdagur á Alþingi í dag

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Umræðurnar hefjast klukkan hálf átta í kvöld.
Umræðurnar hefjast klukkan hálf átta í kvöld. Fréttablaðið/Ernir
Almennar stjórnmála­umræður, sem í daglegu tali kallast eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi klukkan hálf átta í kvöld. Í þessum umræðum sem haldnar eru undir þinglok er fjallað um störf og stefnu ríkisstjórnarinnar og farið yfir þingveturinn.

Samkvæmt starfsáætlun eiga þinglok að vera eftir slétta viku en ljóst er að svo verður ekki. Mikill fjöldi mála bíður eftir að komast til umræðu en að undanförnu hefur lítið sem ekkert annað verið rætt en þriðji orkupakkinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×