Stjórnarandstaðan neitar því að hafa stolið fjárlögum Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 07:42 Simon Bridges, leiðtogi nýsjálenska Þjóðarflokksins, neitar því að flokkurinn hafi komið nálægt árásum á tölvukerfi stjórnvalda. Vísir/Getty Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nýja-Sjálands hafnar því að hann hafi staðið fyrir innbroti í tölvukerfi ríkisstjórnarinnar og stolið þaðan gögnum sem tengjast fjárlögum. Flokkurinn lak upplýsingum um fjárlögin áður en þau verða birt og segist hafa komist yfir þær á löglegan hátt. Fjármálaráðuneytið segist hafa kært tölvuinnbrotið til lögreglunnar. Innbrotið hafi verið skipulagt og að yfirlögðu ráði. Um tvö þúsund árásir hafi verið gerðar á tölvukerfið á 48 klukkustundum. Ráðuneytið hefur ekki bendlað neinn við árásina. Þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, birti upplýsingar um fjárlög ríkisstjórnarinnar í gær en til stendur að þau verði birt opinberlega á morgun. Flokkurinn sagði „ekkert innihald“ í fjárlögunum. Simon Bridges, leiðtogi Þjóðarflokksins, sakaði Jacindu Ardern, forsætisráðherra, um „nornaveiðar“ til að draga athyglina frá vandræðagangi hennar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur ekki verið neitt tölvuinnbrot í neinum skilningi þess orðs. Þjóðarflokkurinn hefur hegðað sér á algerlega viðeigandi hátt alla leið. Það hefur ekkert ólöglegt gerst eða neitt sem nálgast það einu sinni,“ sagði Bridges. Ardern segir á móti að enginn hafi bendlað Þjóðarflokkinn við innbrotið. Ríkisstjórn hennar segir að sumt af því sem Þjóðarflokkurinn birti um fjárlögin sé ekki á rökum reist. Fjárlögunum hefur verið lýst sem „velferðarfjárlögum“ með áherslu á geðheilsu, fátækt barna og heimilisofbeldi umfram hagvöxt. Nýja-Sjáland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Nýja-Sjálands hafnar því að hann hafi staðið fyrir innbroti í tölvukerfi ríkisstjórnarinnar og stolið þaðan gögnum sem tengjast fjárlögum. Flokkurinn lak upplýsingum um fjárlögin áður en þau verða birt og segist hafa komist yfir þær á löglegan hátt. Fjármálaráðuneytið segist hafa kært tölvuinnbrotið til lögreglunnar. Innbrotið hafi verið skipulagt og að yfirlögðu ráði. Um tvö þúsund árásir hafi verið gerðar á tölvukerfið á 48 klukkustundum. Ráðuneytið hefur ekki bendlað neinn við árásina. Þjóðarflokkurinn, helsti stjórnarandstöðuflokkur landsins, birti upplýsingar um fjárlög ríkisstjórnarinnar í gær en til stendur að þau verði birt opinberlega á morgun. Flokkurinn sagði „ekkert innihald“ í fjárlögunum. Simon Bridges, leiðtogi Þjóðarflokksins, sakaði Jacindu Ardern, forsætisráðherra, um „nornaveiðar“ til að draga athyglina frá vandræðagangi hennar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hefur ekki verið neitt tölvuinnbrot í neinum skilningi þess orðs. Þjóðarflokkurinn hefur hegðað sér á algerlega viðeigandi hátt alla leið. Það hefur ekkert ólöglegt gerst eða neitt sem nálgast það einu sinni,“ sagði Bridges. Ardern segir á móti að enginn hafi bendlað Þjóðarflokkinn við innbrotið. Ríkisstjórn hennar segir að sumt af því sem Þjóðarflokkurinn birti um fjárlögin sé ekki á rökum reist. Fjárlögunum hefur verið lýst sem „velferðarfjárlögum“ með áherslu á geðheilsu, fátækt barna og heimilisofbeldi umfram hagvöxt.
Nýja-Sjáland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira