Ólafía hefur leik á Opna bandaríska á morgun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. maí 2019 16:45 Ólafía keppir á Opna bandaríska annað árið í röð. vísir/getty Á morgun hefur atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leik á Opna bandaríska meistaramótinu. Leikið er á Country Club Charleston vellinum í Suður-Karólínu. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía tekur þátt á Opna bandaríska. Í fyrra var hún einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Þetta er jafnframt sjöunda risamótið sem Ólafía tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn; á Evian meistaramótinu 2017. Ólafía er í ráshóp með bandaríska áhugakylfingnum Ginu Kim og Jiyu Jung frá Suður-Kóreu fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía, Kim og Jung hefja leik klukkan 18:46 að íslenskum tíma á morgun. Þær byrja á 10. braut. Í síðustu viku tók Ólafía þátt á Pure Silke-meistaramótinu. Það var fyrsta mót hennar á LPGA-mótaröðinni í ár. Hún kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending frá Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf annað kvöld. Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Á morgun hefur atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leik á Opna bandaríska meistaramótinu. Leikið er á Country Club Charleston vellinum í Suður-Karólínu. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía tekur þátt á Opna bandaríska. Í fyrra var hún einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Þetta er jafnframt sjöunda risamótið sem Ólafía tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn; á Evian meistaramótinu 2017. Ólafía er í ráshóp með bandaríska áhugakylfingnum Ginu Kim og Jiyu Jung frá Suður-Kóreu fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía, Kim og Jung hefja leik klukkan 18:46 að íslenskum tíma á morgun. Þær byrja á 10. braut. Í síðustu viku tók Ólafía þátt á Pure Silke-meistaramótinu. Það var fyrsta mót hennar á LPGA-mótaröðinni í ár. Hún kemst ekki í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending frá Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf annað kvöld.
Golf Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira