Afkoma ríkisins gæti versnað um 35 milljarða án mótvægisaðgerða Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 22:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að endurskoða fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna bæði árið 2019 og 2020 án allra mótvægisaðgerða. Ríkisstjórnin mun því leggja til við fjárlaganefnd að gerðar verði breytingar á fjármálaáætlun sem fela í sér ráðstafanir sem tryggja hallalausan ríkisrekstur.Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar segir að umbætur í hagkerfinu, sem stjórnvöld hafi staðið fyrir á undanförnum árum, hafi gert það vel í stakk búið til að mæta tímabundinni ágjöf. „Í því samhengi má nefna endurreisn fjármálakerfis á heilbrigðum grunni, að tollar og vörugjöld hafa verið felld niður, auk þess sem tryggingagjald hefur verið lækkað. Þá ber að nefna umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir farsælli lausn kjarasamninga sem m.a. fólu í sér verulegar skattalækkanir, einkum til þeirra sem eru undir meðallaunum, myndarlegan stuðning við barnafjölskyldur, auk fjölþættra aðgerða til að bregðast við húsnæðisvandanum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Með aðgerðunum á að renna frekari stoðum undir efnahagslegan stöðugleika. „Skulda- og eignastaða fyrirtækja og heimila er mun betri en í síðustu niðursveiflu og veruleg lækkun skulda ríkisins hefur aukið viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Hið opinbera er því í góðri stöðu til að styðja við hagkerfið á meðan það leitar viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í tillögu að endurskoðaðri stefnu er gert ráð fyrir breyttum afkomuhorfum frá og með árinu 2019 en þó þannig að heildarjöfnuður verði jákvæður á gildistíma stefnunnar. „Þannig verði afgangur á heildarjöfnuði að lágmarki -0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 2019 og 2020, -0,3% af VLF árið 2021 og í jafnvægi árið 2022. Þannig er í varfærnisskyni veitt svigrúm sem getur numið allt að 0,4% af VLF árin 2019–2022 gagnvart þeim markmiðum um heildarafkomu hins opinbera sem sett verða í árlegum fimm ára fjármálaáætlunum. Þeim verður engu að síður ætlað að skila betri afkomu en sem því nemur,“ segir á vef stjórnarráðsins. Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð lakari en nú er gert ráð fyrir er heimilt að ganga á svigrúmið til að aðlaga afkomu hins opinbera í sama mæli. „Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði jafnan umfram svigrúmið sem markað er í fjármálastefnunni. Með öðrum orðum felur þetta í sér að þótt breyttar efnahagsforsendur leiði óhjákvæmilega til hóflegri afkomumarkmiða á næstu árum og endurskoðuð fjármálastefna veiti talsvert svigrúm, er stefna ríkisstjórnarinnar áfram að ekki verði halli á rekstri ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Er endurskoðuð stefna í samræmi við tölusettar fjármálareglur laga um opinber fjármál sem þar eru settar sem skilyrði fyrir bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. „Hvorki ætti að koma til þess að afkoma verði lakari en 2,5% af VLF á einu ári né að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil verði neikvæður. Hér er því ekki lagt til að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum laga um opinber fjármál, sem lögin gera ráð fyrir að grípa megi til við endurskoðun fjármálastefnu.“ Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að endurskoða fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Hún felur í sér að dregið verði úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur sem fram koma í nýjum hagspám og fela í sér verulega röskun á forsendum fyrir gildandi stefnu. Með breyttum horfum má gera ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs dragist umtalsvert saman og gæti afkoman versnað um allt að 35 milljarða króna bæði árið 2019 og 2020 án allra mótvægisaðgerða. Ríkisstjórnin mun því leggja til við fjárlaganefnd að gerðar verði breytingar á fjármálaáætlun sem fela í sér ráðstafanir sem tryggja hallalausan ríkisrekstur.Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins en þar segir að umbætur í hagkerfinu, sem stjórnvöld hafi staðið fyrir á undanförnum árum, hafi gert það vel í stakk búið til að mæta tímabundinni ágjöf. „Í því samhengi má nefna endurreisn fjármálakerfis á heilbrigðum grunni, að tollar og vörugjöld hafa verið felld niður, auk þess sem tryggingagjald hefur verið lækkað. Þá ber að nefna umfangsmiklar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir farsælli lausn kjarasamninga sem m.a. fólu í sér verulegar skattalækkanir, einkum til þeirra sem eru undir meðallaunum, myndarlegan stuðning við barnafjölskyldur, auk fjölþættra aðgerða til að bregðast við húsnæðisvandanum,“ segir á vef stjórnarráðsins. Með aðgerðunum á að renna frekari stoðum undir efnahagslegan stöðugleika. „Skulda- og eignastaða fyrirtækja og heimila er mun betri en í síðustu niðursveiflu og veruleg lækkun skulda ríkisins hefur aukið viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Hið opinbera er því í góðri stöðu til að styðja við hagkerfið á meðan það leitar viðspyrnu fyrir nýtt hagvaxtarskeið,“ segir á vef stjórnarráðsins. Í tillögu að endurskoðaðri stefnu er gert ráð fyrir breyttum afkomuhorfum frá og með árinu 2019 en þó þannig að heildarjöfnuður verði jákvæður á gildistíma stefnunnar. „Þannig verði afgangur á heildarjöfnuði að lágmarki -0,4% af vergri landsframleiðslu (VLF) árin 2019 og 2020, -0,3% af VLF árið 2021 og í jafnvægi árið 2022. Þannig er í varfærnisskyni veitt svigrúm sem getur numið allt að 0,4% af VLF árin 2019–2022 gagnvart þeim markmiðum um heildarafkomu hins opinbera sem sett verða í árlegum fimm ára fjármálaáætlunum. Þeim verður engu að síður ætlað að skila betri afkomu en sem því nemur,“ segir á vef stjórnarráðsins. Reynist hagþróun og efnahagsforsendur fyrir áætlanagerð lakari en nú er gert ráð fyrir er heimilt að ganga á svigrúmið til að aðlaga afkomu hins opinbera í sama mæli. „Að öðru leyti er gert ráð fyrir að stjórnvöld beiti viðeigandi ráðstöfunum, ef á þarf að halda, til að tryggja að afkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum verði jafnan umfram svigrúmið sem markað er í fjármálastefnunni. Með öðrum orðum felur þetta í sér að þótt breyttar efnahagsforsendur leiði óhjákvæmilega til hóflegri afkomumarkmiða á næstu árum og endurskoðuð fjármálastefna veiti talsvert svigrúm, er stefna ríkisstjórnarinnar áfram að ekki verði halli á rekstri ríkisins,“ segir á vef stjórnarráðsins. Er endurskoðuð stefna í samræmi við tölusettar fjármálareglur laga um opinber fjármál sem þar eru settar sem skilyrði fyrir bæði fjármálastefnu og fjármálaáætlun. „Hvorki ætti að koma til þess að afkoma verði lakari en 2,5% af VLF á einu ári né að heildarjöfnuður yfir fimm ára tímabil verði neikvæður. Hér er því ekki lagt til að vikið verði tímabundið frá fjármálareglum laga um opinber fjármál, sem lögin gera ráð fyrir að grípa megi til við endurskoðun fjármálastefnu.“
Alþingi Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira