Helena og Kristófer valin best annað tímabilið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 12:45 Kristófer Acox og Helena Sverrisdóttir. Vísir/HBG Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met. Hilmar Smári Henningsson úr Haukum og Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík voru valin bestu ungu leikmennirnir en Birna var að fá þau verðlaun í annað skiptið. Bestu þjálfararnir voru Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR en Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn í Domino´s deildunum. Benedikt fékk líka þessi sömu verðlaun þegar hann þjálfaði síðast í deildinni tímabilið 2009-10. Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn fimmta árið í röð og alls í þrettánda sinn frá árinu 2005. Bestu varnarmenn tímabilsins voru Stjörnufólkið Auður Íris Ólafsdóttir og Ægir Þór Steinarsson en Ægir var einnig kosinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir var prúðust hjá konunum. Bestu erlendu leikmenn tímabilsins voru Julian Boyd hjá KR og Brittanny Dinkins hjá Keflavík. Kristófer Acox er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær að vera bestur í úrvalsdeild karla tvö tímabil í röð en hinir eru þeir Pálmar Sigurðsson (1986 og 1987) og Valur Ingimundarson (1984 og 1985). Helena Sverrisdóttir jafnaði líka met Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að vera kosin best í sjötta sinn á ferlinum en hún fékk einnig verðlaunin árin 2005, 2006, 2007, 2016 og 2018. Annar María var þrisvar sinnum kosin best tvö ár í röð eða árin 1988-89, 1995-96 og 1998-99. Valur vann þrefalt í vetur eða alla titla í boði en Helena er samt bara eini Valsarinn sem fékk verðlaun á þessu lokahófi. Valur átti aðeins Helenu í úrvalsliði tímabilsins. Íslandsmeistarar KR áttu líka aðeins einn leikmann í úrvalsliðinu. Hlynur Bæringsson var valinn í úrvalsliðið í tíunda sinn á ferlinum og Bryndís Guðmundsdóttir var valin í áttunda skiptið í lið ársins hjá konunum. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á lokahófi KKÍ í dag. Þjálfari, fyrirliði og formaður hvers félags höfðu atkvæðarétt að þessu sinni.Domino’s-DEILD KVENNA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Auður Íris Ólafsdóttir · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Birna Valgerður Benónýsdóttir · KeflavíkPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (valið af dómurum) Þóra Kristín Jónsdóttir · HaukarBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Brittanny Dinkins · Keflavík BESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Benedikt Guðmundsson · KRÚRVALSLIÐ Domino’s-DEILDAR KVENNA 2018-2019 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (2. sinn, 2018) Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (2. sinn, 2016) Helena Sverrisdóttir · Valur (6. sinn, 2018, 2016, 2007, 2006, 2005) Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan (1. sinn) Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (8. sinn, 2016, 2015, 2014, 2013, 2011, 2007, 2005) BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Helena Sverrisdóttir · ValurDomino’s-DEILD KARLA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Hilmar Smári Henningsson · HaukarPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (valið af dómurum) Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Julian Boyd · KRBESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar karla 2018-2019 Borche Ilievski · ÍR ÚRVALSLIÐ Domino’s DEILDAR KARLA 2018-2019 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR (2. sinn, 2017) Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (1. sinn) Kristófer Acox · KR (2. sinn, 2018) Hlynur Bæringsson · Stjarnan (10. sinn, 2018, 2017, 2010, 2008, 2007, 2005, 2004, 2003, 2002) Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (5. sinn, 2013, 2012, 2011, 2009)BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Kristófer Acox · KRBESTI DÓMARI Domino’s deilda karla og kvenna 2018-2019 (Báðar deildir) Sigmundur Már Herbertsson1. deild kvenna 2018-19 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Vilborg Jónsdóttir · NjarðvíkBesti erlendi leikmaður ársins Tessondra Williams · Tindastóll Þjálfari ársins Jóhann Árni Ólafsson · GrindavíkÚrvalslið 1. deildar kvenna 2018-2019 Kamilla Sól Viktorsdóttir · Njarðvík Hrund Skúladóttir · Grindavík Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri Rut Herner Konráðsdóttir · Þór Akureyri Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Fjölnir Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2018-2019 Hrund Skúladóttir · Grindavík1. deild karla 2018-19- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Besti erlendi leikmaður ársins Larry Thomas · Þór AkureyriÞjálfari ársins Lárus Jónsson · Þór AkureyriÚrvalslið 1. deildar karla 2018-2019 Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Róbert Sigurðsson · Fjölnir Eysteinn Ævarsson · Höttur Snjólfur Marel Stefánsson · Selfoss Pálmi Geir Jónsson · Þór Akureyri Leikmaður ársins í 1. deild karla 2018-2019 Róbert Sigurðsson · Fjölnir Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met. Hilmar Smári Henningsson úr Haukum og Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík voru valin bestu ungu leikmennirnir en Birna var að fá þau verðlaun í annað skiptið. Bestu þjálfararnir voru Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR en Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn í Domino´s deildunum. Benedikt fékk líka þessi sömu verðlaun þegar hann þjálfaði síðast í deildinni tímabilið 2009-10. Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn fimmta árið í röð og alls í þrettánda sinn frá árinu 2005. Bestu varnarmenn tímabilsins voru Stjörnufólkið Auður Íris Ólafsdóttir og Ægir Þór Steinarsson en Ægir var einnig kosinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir var prúðust hjá konunum. Bestu erlendu leikmenn tímabilsins voru Julian Boyd hjá KR og Brittanny Dinkins hjá Keflavík. Kristófer Acox er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær að vera bestur í úrvalsdeild karla tvö tímabil í röð en hinir eru þeir Pálmar Sigurðsson (1986 og 1987) og Valur Ingimundarson (1984 og 1985). Helena Sverrisdóttir jafnaði líka met Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að vera kosin best í sjötta sinn á ferlinum en hún fékk einnig verðlaunin árin 2005, 2006, 2007, 2016 og 2018. Annar María var þrisvar sinnum kosin best tvö ár í röð eða árin 1988-89, 1995-96 og 1998-99. Valur vann þrefalt í vetur eða alla titla í boði en Helena er samt bara eini Valsarinn sem fékk verðlaun á þessu lokahófi. Valur átti aðeins Helenu í úrvalsliði tímabilsins. Íslandsmeistarar KR áttu líka aðeins einn leikmann í úrvalsliðinu. Hlynur Bæringsson var valinn í úrvalsliðið í tíunda sinn á ferlinum og Bryndís Guðmundsdóttir var valin í áttunda skiptið í lið ársins hjá konunum. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á lokahófi KKÍ í dag. Þjálfari, fyrirliði og formaður hvers félags höfðu atkvæðarétt að þessu sinni.Domino’s-DEILD KVENNA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Auður Íris Ólafsdóttir · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Birna Valgerður Benónýsdóttir · KeflavíkPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (valið af dómurum) Þóra Kristín Jónsdóttir · HaukarBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Brittanny Dinkins · Keflavík BESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Benedikt Guðmundsson · KRÚRVALSLIÐ Domino’s-DEILDAR KVENNA 2018-2019 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (2. sinn, 2018) Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (2. sinn, 2016) Helena Sverrisdóttir · Valur (6. sinn, 2018, 2016, 2007, 2006, 2005) Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan (1. sinn) Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (8. sinn, 2016, 2015, 2014, 2013, 2011, 2007, 2005) BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Helena Sverrisdóttir · ValurDomino’s-DEILD KARLA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Hilmar Smári Henningsson · HaukarPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (valið af dómurum) Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Julian Boyd · KRBESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar karla 2018-2019 Borche Ilievski · ÍR ÚRVALSLIÐ Domino’s DEILDAR KARLA 2018-2019 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR (2. sinn, 2017) Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (1. sinn) Kristófer Acox · KR (2. sinn, 2018) Hlynur Bæringsson · Stjarnan (10. sinn, 2018, 2017, 2010, 2008, 2007, 2005, 2004, 2003, 2002) Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (5. sinn, 2013, 2012, 2011, 2009)BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Kristófer Acox · KRBESTI DÓMARI Domino’s deilda karla og kvenna 2018-2019 (Báðar deildir) Sigmundur Már Herbertsson1. deild kvenna 2018-19 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Vilborg Jónsdóttir · NjarðvíkBesti erlendi leikmaður ársins Tessondra Williams · Tindastóll Þjálfari ársins Jóhann Árni Ólafsson · GrindavíkÚrvalslið 1. deildar kvenna 2018-2019 Kamilla Sól Viktorsdóttir · Njarðvík Hrund Skúladóttir · Grindavík Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri Rut Herner Konráðsdóttir · Þór Akureyri Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Fjölnir Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2018-2019 Hrund Skúladóttir · Grindavík1. deild karla 2018-19- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Besti erlendi leikmaður ársins Larry Thomas · Þór AkureyriÞjálfari ársins Lárus Jónsson · Þór AkureyriÚrvalslið 1. deildar karla 2018-2019 Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Róbert Sigurðsson · Fjölnir Eysteinn Ævarsson · Höttur Snjólfur Marel Stefánsson · Selfoss Pálmi Geir Jónsson · Þór Akureyri Leikmaður ársins í 1. deild karla 2018-2019 Róbert Sigurðsson · Fjölnir
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira