Helena og Kristófer valin best annað tímabilið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2019 12:45 Kristófer Acox og Helena Sverrisdóttir. Vísir/HBG Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met. Hilmar Smári Henningsson úr Haukum og Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík voru valin bestu ungu leikmennirnir en Birna var að fá þau verðlaun í annað skiptið. Bestu þjálfararnir voru Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR en Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn í Domino´s deildunum. Benedikt fékk líka þessi sömu verðlaun þegar hann þjálfaði síðast í deildinni tímabilið 2009-10. Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn fimmta árið í röð og alls í þrettánda sinn frá árinu 2005. Bestu varnarmenn tímabilsins voru Stjörnufólkið Auður Íris Ólafsdóttir og Ægir Þór Steinarsson en Ægir var einnig kosinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir var prúðust hjá konunum. Bestu erlendu leikmenn tímabilsins voru Julian Boyd hjá KR og Brittanny Dinkins hjá Keflavík. Kristófer Acox er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær að vera bestur í úrvalsdeild karla tvö tímabil í röð en hinir eru þeir Pálmar Sigurðsson (1986 og 1987) og Valur Ingimundarson (1984 og 1985). Helena Sverrisdóttir jafnaði líka met Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að vera kosin best í sjötta sinn á ferlinum en hún fékk einnig verðlaunin árin 2005, 2006, 2007, 2016 og 2018. Annar María var þrisvar sinnum kosin best tvö ár í röð eða árin 1988-89, 1995-96 og 1998-99. Valur vann þrefalt í vetur eða alla titla í boði en Helena er samt bara eini Valsarinn sem fékk verðlaun á þessu lokahófi. Valur átti aðeins Helenu í úrvalsliði tímabilsins. Íslandsmeistarar KR áttu líka aðeins einn leikmann í úrvalsliðinu. Hlynur Bæringsson var valinn í úrvalsliðið í tíunda sinn á ferlinum og Bryndís Guðmundsdóttir var valin í áttunda skiptið í lið ársins hjá konunum. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á lokahófi KKÍ í dag. Þjálfari, fyrirliði og formaður hvers félags höfðu atkvæðarétt að þessu sinni.Domino’s-DEILD KVENNA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Auður Íris Ólafsdóttir · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Birna Valgerður Benónýsdóttir · KeflavíkPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (valið af dómurum) Þóra Kristín Jónsdóttir · HaukarBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Brittanny Dinkins · Keflavík BESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Benedikt Guðmundsson · KRÚRVALSLIÐ Domino’s-DEILDAR KVENNA 2018-2019 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (2. sinn, 2018) Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (2. sinn, 2016) Helena Sverrisdóttir · Valur (6. sinn, 2018, 2016, 2007, 2006, 2005) Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan (1. sinn) Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (8. sinn, 2016, 2015, 2014, 2013, 2011, 2007, 2005) BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Helena Sverrisdóttir · ValurDomino’s-DEILD KARLA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Hilmar Smári Henningsson · HaukarPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (valið af dómurum) Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Julian Boyd · KRBESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar karla 2018-2019 Borche Ilievski · ÍR ÚRVALSLIÐ Domino’s DEILDAR KARLA 2018-2019 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR (2. sinn, 2017) Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (1. sinn) Kristófer Acox · KR (2. sinn, 2018) Hlynur Bæringsson · Stjarnan (10. sinn, 2018, 2017, 2010, 2008, 2007, 2005, 2004, 2003, 2002) Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (5. sinn, 2013, 2012, 2011, 2009)BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Kristófer Acox · KRBESTI DÓMARI Domino’s deilda karla og kvenna 2018-2019 (Báðar deildir) Sigmundur Már Herbertsson1. deild kvenna 2018-19 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Vilborg Jónsdóttir · NjarðvíkBesti erlendi leikmaður ársins Tessondra Williams · Tindastóll Þjálfari ársins Jóhann Árni Ólafsson · GrindavíkÚrvalslið 1. deildar kvenna 2018-2019 Kamilla Sól Viktorsdóttir · Njarðvík Hrund Skúladóttir · Grindavík Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri Rut Herner Konráðsdóttir · Þór Akureyri Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Fjölnir Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2018-2019 Hrund Skúladóttir · Grindavík1. deild karla 2018-19- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Besti erlendi leikmaður ársins Larry Thomas · Þór AkureyriÞjálfari ársins Lárus Jónsson · Þór AkureyriÚrvalslið 1. deildar karla 2018-2019 Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Róbert Sigurðsson · Fjölnir Eysteinn Ævarsson · Höttur Snjólfur Marel Stefánsson · Selfoss Pálmi Geir Jónsson · Þór Akureyri Leikmaður ársins í 1. deild karla 2018-2019 Róbert Sigurðsson · Fjölnir Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira
Íslandsmeistararnir Kristófer Acox hjá KR og Helena Sverrisdóttir hjá Val voru í dag valin bestu leikmenn Domino´s deildar karla og kvenna en þetta er annað árið í röð sem þau fá þessi verðlaun. Helena jafnaði met. Hilmar Smári Henningsson úr Haukum og Birna Valgerður Benónýsdóttir úr Keflavík voru valin bestu ungu leikmennirnir en Birna var að fá þau verðlaun í annað skiptið. Bestu þjálfararnir voru Borche Ilievski hjá ÍR og Benedikt Guðmundsson hjá KR en Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn í Domino´s deildunum. Benedikt fékk líka þessi sömu verðlaun þegar hann þjálfaði síðast í deildinni tímabilið 2009-10. Sigmundur Már Herbertsson var kosinn besti dómarinn fimmta árið í röð og alls í þrettánda sinn frá árinu 2005. Bestu varnarmenn tímabilsins voru Stjörnufólkið Auður Íris Ólafsdóttir og Ægir Þór Steinarsson en Ægir var einnig kosinn prúðasti leikmaður deildarinnar. Haukakonan Þóra Kristín Jónsdóttir var prúðust hjá konunum. Bestu erlendu leikmenn tímabilsins voru Julian Boyd hjá KR og Brittanny Dinkins hjá Keflavík. Kristófer Acox er aðeins sá þriðji í sögunni sem nær að vera bestur í úrvalsdeild karla tvö tímabil í röð en hinir eru þeir Pálmar Sigurðsson (1986 og 1987) og Valur Ingimundarson (1984 og 1985). Helena Sverrisdóttir jafnaði líka met Önnu Maríu Sveinsdóttur með því að vera kosin best í sjötta sinn á ferlinum en hún fékk einnig verðlaunin árin 2005, 2006, 2007, 2016 og 2018. Annar María var þrisvar sinnum kosin best tvö ár í röð eða árin 1988-89, 1995-96 og 1998-99. Valur vann þrefalt í vetur eða alla titla í boði en Helena er samt bara eini Valsarinn sem fékk verðlaun á þessu lokahófi. Valur átti aðeins Helenu í úrvalsliði tímabilsins. Íslandsmeistarar KR áttu líka aðeins einn leikmann í úrvalsliðinu. Hlynur Bæringsson var valinn í úrvalsliðið í tíunda sinn á ferlinum og Bryndís Guðmundsdóttir var valin í áttunda skiptið í lið ársins hjá konunum. Hér fyrir neðan má sjá öll verðlaunin sem voru afhent á lokahófi KKÍ í dag. Þjálfari, fyrirliði og formaður hvers félags höfðu atkvæðarétt að þessu sinni.Domino’s-DEILD KVENNA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Auður Íris Ólafsdóttir · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Birna Valgerður Benónýsdóttir · KeflavíkPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 (valið af dómurum) Þóra Kristín Jónsdóttir · HaukarBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Brittanny Dinkins · Keflavík BESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Benedikt Guðmundsson · KRÚRVALSLIÐ Domino’s-DEILDAR KVENNA 2018-2019 Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar (2. sinn, 2018) Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell (2. sinn, 2016) Helena Sverrisdóttir · Valur (6. sinn, 2018, 2016, 2007, 2006, 2005) Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan (1. sinn) Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík (8. sinn, 2016, 2015, 2014, 2013, 2011, 2007, 2005) BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar kvenna 2018-2019 Helena Sverrisdóttir · ValurDomino’s-DEILD KARLA 2018-2019- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -BESTI VARNARMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI UNGI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (f. 2000 eða síðar) Hilmar Smári Henningsson · HaukarPRÚÐASTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 (valið af dómurum) Ægir Þór Steinarsson · StjarnanBESTI ERLENDI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Julian Boyd · KRBESTI ÞJÁLFARI Domino’s deildar karla 2018-2019 Borche Ilievski · ÍR ÚRVALSLIÐ Domino’s DEILDAR KARLA 2018-2019 Matthías Orri Sigurðarson · ÍR (2. sinn, 2017) Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (1. sinn) Kristófer Acox · KR (2. sinn, 2018) Hlynur Bæringsson · Stjarnan (10. sinn, 2018, 2017, 2010, 2008, 2007, 2005, 2004, 2003, 2002) Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR (5. sinn, 2013, 2012, 2011, 2009)BESTI LEIKMAÐUR Domino’s deildar karla 2018-2019 Kristófer Acox · KRBESTI DÓMARI Domino’s deilda karla og kvenna 2018-2019 (Báðar deildir) Sigmundur Már Herbertsson1. deild kvenna 2018-19 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Vilborg Jónsdóttir · NjarðvíkBesti erlendi leikmaður ársins Tessondra Williams · Tindastóll Þjálfari ársins Jóhann Árni Ólafsson · GrindavíkÚrvalslið 1. deildar kvenna 2018-2019 Kamilla Sól Viktorsdóttir · Njarðvík Hrund Skúladóttir · Grindavík Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri Rut Herner Konráðsdóttir · Þór Akureyri Hulda Ósk Bergsteinsdóttir · Fjölnir Leikmaður ársins í 1. deild kvenna 2018-2019 Hrund Skúladóttir · Grindavík1. deild karla 2018-19- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -Besti ungi leikmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Besti erlendi leikmaður ársins Larry Thomas · Þór AkureyriÞjálfari ársins Lárus Jónsson · Þór AkureyriÚrvalslið 1. deildar karla 2018-2019 Júlíus Orri Ágústsson · Þór Akureyri Róbert Sigurðsson · Fjölnir Eysteinn Ævarsson · Höttur Snjólfur Marel Stefánsson · Selfoss Pálmi Geir Jónsson · Þór Akureyri Leikmaður ársins í 1. deild karla 2018-2019 Róbert Sigurðsson · Fjölnir
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Sjá meira