Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hafna orkupakkanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 13:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/vilhelm Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. Evrópusinnar eru hvað hlynntastir orkupakkanum á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Mestrar andstöðu við pakkann gætir þó í röðum stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl tl 3. maí 2019. Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar sögðust 34 prósent mjög andvíg því að þriðji orkupakkinn taki gildi á Íslandi, 16 prósent kváðust frekar andvíg, 19 prósent bæði og, 17 prósent frekar fylgjandi og 13 prósent mjög fylgjandi. Athygli vekur að 28,5 prósent þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Lítill stuðningur við þriðja orkupakkann virtist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna en tæplega helmingur þeirra (49 prósent) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans og rúmur fjórðungur (27 prósent) fylgjandi. Aðra sögu er að segja af stuðningsfólki Miðflokks og Flokks fólksins, en 91 prósent þess kveðst mjög andsnúið pakkanum.Stuðningsfólk annarra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, reyndist hins vegar nokkuð samstíga í stuðningi sínum við þriðja orkupakkann og kváðust 59 prósent þeirra fylgjandi innleiðingu hans. Þar af voru 31 prósent mjög fylgjandi. Þá er töluverður munur á afstöðu til þriðja orkupakkans eftir lýðfræðihópum. Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36 prósent þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24 prósent kvenna. Andstaða við innleiðingu orkupakkans jókst með auknum aldri en 38 prósemt svarenda 50 ára og eldri kváðust mjög andvíg slíkri innleiðingu, samanborið við 32 prósent svarenda 30 til 49 ára og 29 prósent þeirra í yngsta aldurshópi, sem eru 18 til 29 ára. Þá eru hlutfallslega fleiri fylgjandi pakkanum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar voru hins vegar líklegri til að segjast andvíg orkupakkanum, 63 prósent, heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu, 43 prósent.Nánar má fræðast um könnunina hér.Upplýsingar um framkvæmdÚrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMRKönnunaraðferð: Spurningavagn MMRSvarfjöldi: 941 einstaklingur Dagsetning framkvæmdar: 30. apríl til 3. maí 2019 Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Næstum helmingur stuðningsfólks ríkisstjórnarinnar segist andsnúið innleiðingu þriðja orkupakkans. Evrópusinnar eru hvað hlynntastir orkupakkanum á Íslandi en nokkurn stuðning er að finna á meðal stuðningsfólks Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata. Mestrar andstöðu við pakkann gætir þó í röðum stuðningsfólks Miðflokksins og Flokks fólksins. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 30. apríl tl 3. maí 2019. Af þeim svarendum sem tóku afstöðu til könnunarinnar sögðust 34 prósent mjög andvíg því að þriðji orkupakkinn taki gildi á Íslandi, 16 prósent kváðust frekar andvíg, 19 prósent bæði og, 17 prósent frekar fylgjandi og 13 prósent mjög fylgjandi. Athygli vekur að 28,5 prósent þátttakenda í könnuninni tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. Lítill stuðningur við þriðja orkupakkann virtist meðal stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna en tæplega helmingur þeirra (49 prósent) kvaðst andvígur innleiðingu þriðja orkupakkans og rúmur fjórðungur (27 prósent) fylgjandi. Aðra sögu er að segja af stuðningsfólki Miðflokks og Flokks fólksins, en 91 prósent þess kveðst mjög andsnúið pakkanum.Stuðningsfólk annarra stjórnarandstöðuflokka, Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar, reyndist hins vegar nokkuð samstíga í stuðningi sínum við þriðja orkupakkann og kváðust 59 prósent þeirra fylgjandi innleiðingu hans. Þar af voru 31 prósent mjög fylgjandi. Þá er töluverður munur á afstöðu til þriðja orkupakkans eftir lýðfræðihópum. Karlar reyndust jákvæðari gagnvart innleiðingu þriðja orkupakkans en 36 prósent þeirra kváðust frekar eða mjög fylgjandi, samanborið við 24 prósent kvenna. Andstaða við innleiðingu orkupakkans jókst með auknum aldri en 38 prósemt svarenda 50 ára og eldri kváðust mjög andvíg slíkri innleiðingu, samanborið við 32 prósent svarenda 30 til 49 ára og 29 prósent þeirra í yngsta aldurshópi, sem eru 18 til 29 ára. Þá eru hlutfallslega fleiri fylgjandi pakkanum á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Landsbyggðarbúar voru hins vegar líklegri til að segjast andvíg orkupakkanum, 63 prósent, heldur en þau af höfuðborgarsvæðinu, 43 prósent.Nánar má fræðast um könnunina hér.Upplýsingar um framkvæmdÚrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMRKönnunaraðferð: Spurningavagn MMRSvarfjöldi: 941 einstaklingur Dagsetning framkvæmdar: 30. apríl til 3. maí 2019
Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30 Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15 Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Baudenbacher: Höfnun þriðja orkupakkans gæti sett aðild Íslands að EES í uppnám Carl Baudenbacher fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn telur að ef íslenska ríkið hafnar innleiðingu þriðja orkupakkans gæti það stefnt aðild ríkisins að EES-samningnum í uppnám. 9. maí 2019 12:30
Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann. 10. maí 2019 06:15
Fleiri andvígir samþykkt orkupakkans Tæpur helmingur er andvígur því að Alþingi samþykki þriðja orkupakkann en innan við þriðjungur er því fylgjandi samkvæmt nýrri könnun. Tæp 59 prósent segjast annaðhvort ekki hafa kynnt sér málið eða kynnt sér það illa. 7. maí 2019 06:15