Lífið

Hatari fellur niður um tvö sæti hjá veðbönkum

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Úrslitakvöldið verður þann 18. maí í Expo-höllinni í Tel Aviv.
Úrslitakvöldið verður þann 18. maí í Expo-höllinni í Tel Aviv. Eurovision
Framlag Íslands til Eurovision er komið niður í tíunda sæti hjá helstu veðbönkum keppninnar. Hatrið mun sigra var í áttunda sæti í gær.

Hatari kemur fram á fyrra úrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv, sem haldið verður á þriðjudaginn næstkomandi og flytur Hatrið mun sigra.

Sveitin mun stíga fram fljótlega eftir auglýsingahlé og verður þrettánda atriði kvöldsins. Helstu veðbankar spá Hatara nú tíunda sæti en þeim er spáð fjórða sæti af þeim sautján sem fram koma á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar.

Úrslitakvöldið verður þann 18. maí í Expo-höllinni í Tel Aviv og telja veðbankar að 86% líkur séu á að Hatari komist áfram.

Vísir og Stöð 2 verður með veglega umfjöllun um Eurovision úti í Tel Aviv og birtast daglegir vefþættir á Vísi tíu daga í röð á meðan keppninni stendur

Veðbankar spá Hatara tíunda sæti í úrslitakeppni Eurovision.skjáskot





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.