Þakka hermönnunum sem fórust við að bjarga þeim úr helvíti Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2019 21:21 Laurent Lassimouillas til vinstri og Patrick Picque til hægri en á milli þeirra stendur suður kóreski ferðamaðurinn sem hefur ekki verið nafngreindur. Vísir/EPA Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi. Frakkland Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi.
Frakkland Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“