Þakka hermönnunum sem fórust við að bjarga þeim úr helvíti Birgir Olgeirsson skrifar 11. maí 2019 21:21 Laurent Lassimouillas til vinstri og Patrick Picque til hægri en á milli þeirra stendur suður kóreski ferðamaðurinn sem hefur ekki verið nafngreindur. Vísir/EPA Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi. Frakkland Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Franskir ferðamenn hafa þakkað hermönnunum sem létu lífið við að bjarga þeim úr helvíti. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tveir úr sérsveit franska hersins hafi fallið í áhlaupi á húsakynni þar sem mannræningjar héldu frönskum ferðamönnum föngnum í Burkina Faso. Fjórum var bjargað en fjórir af mannræningjunum voru felldir. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum þessara hermanna auk hermannanna sjálfra,“ sagði Laurent Lassimouillas, einn af frönsku ferðamönnunum. Frönsku ferðamennirnir voru tveir talsins en með þeim í haldi voru ferðamenn frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem hafa ekki verið nafngreindir. Lassimouillas var numinn á brott 1. maí síðastliðinn ásamt Patrick Picque. Mennirnir tveir eru tónlistarkennarar sem höfðu farið í ferðalag til Pendjari þjóðgarðsins í norður Benin. Mennirnir, ásamt ferðamanninum frá Suður Kóreu, eru nú komnir aftur til Frakklands en forseti Frakklands, Emmanuel Macron, tók á móti þeim á Villacoublay-flugvellinum skammt frá París í dag. Sérsveitarmennirnir tveir sem dóu hétu Cédric de Pierrepont og Alan Bertoncello. Macron hefur boðað opinbera athöfn þar sem þeirra verður minnst á þriðjudag. „Við viljum þakka frönskum yfirvöldum og einnig yfirvöldum í Burkina Faso fyrir að taka þátt í frelsun okkar. Við erum nú víðsfjarri því helvíti sem við þurftum að þola,“ sagði Lassimouillas. Hann minntist einnig bílstjóra þeirra og leiðsögumanns í Benin sem var myrtur af mannræningjunum. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, hvatti fólk til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um hættulega staði sem ber að varast. „Svæði sem frönsku ríkisborgararnir voru á hefur verið skilgreint sem hættusvæði í þó nokkurn tíma. Það þýðir að það er svæði sem þú ferð ekki á. Þú ert að taka mikla áhættu með því að fara þangað.“ Áhlaupið átti sér stað að nóttu til norður af Burkina Faso þar sem mannræningjarnir höfðu gert hlé á för sinni til Malí. Þeir sem fóru fyrir herliðinu ákváðu að gera áhlaup á mannræningjanna því þeir voru nærri landamærum Malí og var talið að þeir ætluðu sér að afhenda skæruliðahópnum Katiba Macina ferðamennina. Vilja frönsk yfirvöld meina að ef ferðamennirnir hefðu komist í hendur skæruliðanna þá hefði verið ómögulegt að bjarga þeim. Hermennirnir hlupu 200 metra á opnu svæði og komust í um tíu metra fjarlægð frá húsaþyrpingunni þar sem ferðamönnunum var haldið áður en vörður koma auga á þá. Hermennirnir tveir sem létu lífið voru skotnir af mannræningjunum þegar þeir fóru inn í eitt af húsunum. Var ekki búist við því að finna ferðamennina tvo sem voru frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu því engar upplýsingar voru um að þeir væru í haldi.
Frakkland Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira