Lífið

Bein útsending: Hatari á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv

Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar
Hatari verður á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í dag.
Hatari verður á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í dag. Vísir/Stefán Árni
Opnunarhátíð Eurovision 2019 fer fram í Tel Aviv í dag. Um er að ræða hina árlegu göngu á fagurappelsínugulum dregli þar sem fjölmiðlar og bloggarar fá tækifæri til að ræða við keppendur.

Íslenskan sveitin Hatari hefur fengið gríðarlega mikla athygli frá fjölmiðlamönnum um heim allan hér í Tel Aviv og er búist við því að fjölmiðlamenn muni vilja ræða við hópinn á appelsínugula dreglinum í dag.

Alls er 41 þjóð í Eurovision í ár og koma allir á dregilinn sem verður í beinni útsendingu á YouTube.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.