Gestir í gylltu búri orðnir steiktir í hausnum Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2019 12:00 Karen og Andri standa í ströngu úti í Tel Aviv með íslenska hópnum. Þau sjá um búningana. Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s. Júrógarðurinn Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision á mánudag og þriðjudag og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. Íslenskir fjölmiðlamenn og Hatara-hópurinn dvelur á Dan Panoram hótelinu við ströndina í Tel Aviv og eru flestir mættir á svæðið en í gærkvöldi fór fram hið árlega norræna partý á staðnum Hanger 11 í borginni. Þar komu fram allir listamenn Norðurlandanna og stóðu Hatarar sig mjög vel en aðstæður á staðnum voru ekki upp á marga fiska en enginn tónlistarmaður fékk að fara í hljóðprufu (soundtékk) fyrir flutninginn. Karen Briem og Andri Hrafn Unnarsson sjá um búninga Hatara en Karen Briem hefur unnið með sveitinni í nokkur ár. Þau eru gestir dagsins í Júrógarðinum. „Þessi reynsla hefur verið nokkuð átakmikil en líka bara lærdómsrík og okkur finnst rosalega mikilvægt að vera hérna og gera það sem við erum að gera,“ segir Karen Briem í þættinum sem var tekinn upp í norræna partýinu. Andri segir að keppnin hafi verið vel skipulögð og allt sé samkvæmt áætlun.„Það eru allaf einhverjar óvissur í þessu ferli en við reynum bara að eiga við þær eftir bestu getu,“ segir Andri. „Við tókum út allnokkrar ferðatöskur með okkur til að vera við öllu viðbúin og samkvæmt Svikamylluplaninu erum við við öllu viðbúin,“ segir Karen. „Ég hef ekki reiknað það út hvað þetta eru mörg kíló af búningum en ég tel að þetta séu fleiri búningar en gengur og gerist í Eurovision-keppni. Ætli þetta sé ekki um 10-12 töskur undir fatnað.“ „Við erum gestir í gylltu búri og þegar maður er staddur í umhverfi sem er svona afmarkað og lokað, þá auðvitað verður maður pínu steiktur í hausnum.“Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.
Júrógarðurinn Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira