Með haglabyssuna og skotfæri í ólæstum bíl Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2019 07:30 M aðurinn hefur áður komist í kast við lögin vegna slæmrar meðferðar á skotvopnum. Fréttablaðið/Auðunn Leiðrétt: Fullyrt var í upphafi að maðurinn hafi áður verið dæmdur sekur. Hann var hins vegar sýknaður í hæstarétti af meintum brotum sínum. Maðurinn hefur því ekki áður fengið á sig dóm. Það leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þeim mistökum. Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur fyrir að hafa geymt haglabyssu sína og haglaskot í framsæti á bifreið fyrir utan verslun Nettó á Húsavík í október síðastliðnum. Einnig gleymdi hann að læsa bifreiðinni og skildi lyklana eftir í bílnum. Haglabyssan var þó ekki gerð upptæk. Maðurinn heitir Árni Logi Sigurbjörnsson og er meindýraeyðir í Norðurþingi. Hann hefur nokkrum sinnum átt í útistöðum við lögregluna síðustu árin. Eitt sinn fannst í íbúðarhúsnæði hans frystikista sem hafði að geyma hræ af fálkum, branduglum og smyrlum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að allir fuglarnir höfðu verið drepnir með haglabyssu. Árni Logi sagði að hann hefði fundið frystikistuna á ruslahaugum og dröslað henni heim.Stoeger P-350 haglabyssaEinnig var hann kærður og dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á síðasta áratug fyrir að hafa verið með vopnabúr sitt á glámbekk heima fyrir. Brotist var inn til hans og miklu magni skotvopna stolið. Vegna innbrotsins fékk hann á sig ákæru fyrir vanrækslu og að geyma ekki vopnin á sómasamlegan hátt. „Ég reyndi nú í tvígang að fresta málinu því lögfræðingur minn er að skoða þetta mál,“ segir Árni Logi við Fréttablaðið en hann hafði ekki heyrt af málalyktum þegar blaðamaður náði í hann. „En það er greinilegt að fulltrúi lögreglunnar vildi ekkert tala við mig.“ Hann segir þetta ekki hafa verið hættulegt fyrir utan verslun Nettó. „Nei, það er bara þannig að ég skaust inn í búðina til að skoða einhver skordýr þarna og gleymdi bara að læsa bílnum. Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Hins vegar er það ekki rétt að haglaskot hafi verið í byssunni eða framsætinu. Og þetta vopn var svo sem skaðlaust þarna óhlaðið,“ segir Árni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Norðurþing Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Leiðrétt: Fullyrt var í upphafi að maðurinn hafi áður verið dæmdur sekur. Hann var hins vegar sýknaður í hæstarétti af meintum brotum sínum. Maðurinn hefur því ekki áður fengið á sig dóm. Það leiðréttist hér með og eru hlutaðeigendur beðnir afsökunar á þeim mistökum. Karlmaður á sjötugsaldri var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur fyrir að hafa geymt haglabyssu sína og haglaskot í framsæti á bifreið fyrir utan verslun Nettó á Húsavík í október síðastliðnum. Einnig gleymdi hann að læsa bifreiðinni og skildi lyklana eftir í bílnum. Haglabyssan var þó ekki gerð upptæk. Maðurinn heitir Árni Logi Sigurbjörnsson og er meindýraeyðir í Norðurþingi. Hann hefur nokkrum sinnum átt í útistöðum við lögregluna síðustu árin. Eitt sinn fannst í íbúðarhúsnæði hans frystikista sem hafði að geyma hræ af fálkum, branduglum og smyrlum. Við rannsókn lögreglu kom í ljós að allir fuglarnir höfðu verið drepnir með haglabyssu. Árni Logi sagði að hann hefði fundið frystikistuna á ruslahaugum og dröslað henni heim.Stoeger P-350 haglabyssaEinnig var hann kærður og dæmdur í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á síðasta áratug fyrir að hafa verið með vopnabúr sitt á glámbekk heima fyrir. Brotist var inn til hans og miklu magni skotvopna stolið. Vegna innbrotsins fékk hann á sig ákæru fyrir vanrækslu og að geyma ekki vopnin á sómasamlegan hátt. „Ég reyndi nú í tvígang að fresta málinu því lögfræðingur minn er að skoða þetta mál,“ segir Árni Logi við Fréttablaðið en hann hafði ekki heyrt af málalyktum þegar blaðamaður náði í hann. „En það er greinilegt að fulltrúi lögreglunnar vildi ekkert tala við mig.“ Hann segir þetta ekki hafa verið hættulegt fyrir utan verslun Nettó. „Nei, það er bara þannig að ég skaust inn í búðina til að skoða einhver skordýr þarna og gleymdi bara að læsa bílnum. Byssan er alltaf nálægt mér og ég er alla daga ársins með vopn á mér. Hins vegar er það ekki rétt að haglaskot hafi verið í byssunni eða framsætinu. Og þetta vopn var svo sem skaðlaust þarna óhlaðið,“ segir Árni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Norðurþing Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira