Innlent

Fara yfir stöðu kjaramála á Alþingi í dag

Sveinn Arnarsson skrifar
Logi Einarsson.
Logi Einarsson. Fréttablaðið/Eyþór
Sérstök umræða um kjaramál fer fram á Alþingi í dag. Hefst umræðan klukkan 15.45. Það er Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sem er málshefjandi en til andsvara verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Kjaramálin hafa verið afar fyrirferðarmikil í vetur en í byrjun apríl voru samningar á almennum vinnumarkaði undirritaðir. Lífskjarasamningurinn sem stjórnvöld höfðu aðkomu að var svo samþykktur með miklum meirihluta greiddra atkvæða, bæði meðal atvinnurekenda og viðkomandi stéttarfélaga.

Samflot iðnaðarmanna náði svo samningum við Samtök atvinnulífsins í byrjun þessa mánaðar. Þar með hefur verið samið fyrir stærstan hluta almenna markaðarins.

Kjaraviðræður opinberra starfsmanna og viðsemjenda þeirra standa hins vegar enn yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×