Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2019 09:33 Meðlimir Hatara spariklæddir á rauða dreglinum í Tel Aviv um helgina. Getty/Guy Prives Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. Söngvarar sveitarinnar, Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, lýsa pólitískri afstöðu sinni í keppninni og viðtökum í Ísrael í viðtalinu – og koma einnig inn á „fílinn í herberginu“.Spenna og hatursbréf Í greininni er rifjað upp að ísraelsk stjórnvöld hafi verið beitt þrýstingi vegna komu Hatara til landsins en innanríkisráðuneytið þar í landi hefur ítrekað verið hvatt til að meina Hatara inngöngu í landið. Þá hefur gagnrýni borist úr báðum áttum, þ.e. stuðningsmanna ísraelskra stjórnvalda annars vegar og Palestínumanna hins vegar. „Það er spenna. Það er fíll í herberginu,“ segir Matthías í því samhengi og bætir við að hljómsveitinni hafi borist hatursbréf. Þátttaka jafngildir pólitískri afstöðu Þá ítrekar Matthías það sem kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Hatara í gær, þ.e. að þeir muni beita sér fyrir því að varpa ljósi á stefnu ísraelskra stjórnvalda – einkum þegar kemur að Palestínu – þrátt fyrir að pólitískur áróður sé bannaður í keppninni.Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“„Eurovision er auðvitað fallegur hlutur sem er byggður á hugmyndum um frið og einingu og í ár er hún haldin í landi sem er þjakað af átökum og sundrung,“ segir Matthías. „Það að leyfa orðræðunni um mjúku, friðelskandi poppkeppnina fara fram óáreitta í þessu samhengi er, að okkar mati, ótrúlega pólitískt. Allir sem taka þátt í þessu eru að taka þátt í pólitískri yfirlýsingu, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki.“Fáránlegt að taka þátt í keppninni Þá er einnig drepið á heimsókn Hatara á Vesturbakkann en Matthías lýsir því sem „fáránlegu“ að taka þátt í keppninni. Þar séu allir kurteisir og hugsi aðeins um tónlistina. „Og að vera í þessari sápukúlu daginn eftir að hafa séð aðskilnaðarstefnuna í framkvæmd, klukkutíma bíltúr í burtu, er þversögn sem við viljum vera meðvitaðir um.“ Hataramenn eru að lokum inntir eftir framtíðarplönum og segjast þeir hyggja á útgáfu nýrrar plötu í september. Þá gera þeir einnig ákveðnar kröfur til tónleikastaða framtíðarinnar: „Spila á tónleikum í löndum þar sem ólöglegt hernám er ekki að eiga sér stað,“ segir Matthías um áætlanir sveitarinnar eftir Eurovision í Tel Aviv. Hatari stígur á stokk annað kvöld á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Sveitin hefur nú æft tvisvar á stóra sviðinu en í kvöld fer fram dómararennsli í Eurovision-höllinni. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, ræddi næstu daga í keppninni og viðtökurnar hingað til í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Eurovision Tengdar fréttir Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda uppnámi. 12. maí 2019 22:11 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. Söngvarar sveitarinnar, Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, lýsa pólitískri afstöðu sinni í keppninni og viðtökum í Ísrael í viðtalinu – og koma einnig inn á „fílinn í herberginu“.Spenna og hatursbréf Í greininni er rifjað upp að ísraelsk stjórnvöld hafi verið beitt þrýstingi vegna komu Hatara til landsins en innanríkisráðuneytið þar í landi hefur ítrekað verið hvatt til að meina Hatara inngöngu í landið. Þá hefur gagnrýni borist úr báðum áttum, þ.e. stuðningsmanna ísraelskra stjórnvalda annars vegar og Palestínumanna hins vegar. „Það er spenna. Það er fíll í herberginu,“ segir Matthías í því samhengi og bætir við að hljómsveitinni hafi borist hatursbréf. Þátttaka jafngildir pólitískri afstöðu Þá ítrekar Matthías það sem kom fram í viðtali breska ríkisútvarpsins við Hatara í gær, þ.e. að þeir muni beita sér fyrir því að varpa ljósi á stefnu ísraelskra stjórnvalda – einkum þegar kemur að Palestínu – þrátt fyrir að pólitískur áróður sé bannaður í keppninni.Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“„Eurovision er auðvitað fallegur hlutur sem er byggður á hugmyndum um frið og einingu og í ár er hún haldin í landi sem er þjakað af átökum og sundrung,“ segir Matthías. „Það að leyfa orðræðunni um mjúku, friðelskandi poppkeppnina fara fram óáreitta í þessu samhengi er, að okkar mati, ótrúlega pólitískt. Allir sem taka þátt í þessu eru að taka þátt í pólitískri yfirlýsingu, hvort sem þeir eru meðvitaðir um það eða ekki.“Fáránlegt að taka þátt í keppninni Þá er einnig drepið á heimsókn Hatara á Vesturbakkann en Matthías lýsir því sem „fáránlegu“ að taka þátt í keppninni. Þar séu allir kurteisir og hugsi aðeins um tónlistina. „Og að vera í þessari sápukúlu daginn eftir að hafa séð aðskilnaðarstefnuna í framkvæmd, klukkutíma bíltúr í burtu, er þversögn sem við viljum vera meðvitaðir um.“ Hataramenn eru að lokum inntir eftir framtíðarplönum og segjast þeir hyggja á útgáfu nýrrar plötu í september. Þá gera þeir einnig ákveðnar kröfur til tónleikastaða framtíðarinnar: „Spila á tónleikum í löndum þar sem ólöglegt hernám er ekki að eiga sér stað,“ segir Matthías um áætlanir sveitarinnar eftir Eurovision í Tel Aviv. Hatari stígur á stokk annað kvöld á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Sveitin hefur nú æft tvisvar á stóra sviðinu en í kvöld fer fram dómararennsli í Eurovision-höllinni. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, ræddi næstu daga í keppninni og viðtökurnar hingað til í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðtalið má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Eurovision Tengdar fréttir Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda uppnámi. 12. maí 2019 22:11 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00
Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15
Hatari við BBC: „Fráleitt að halda keppnina í landi þar sem átök og óeining eru ríkjandi“ Breska ríkisútvarpið er með ítarlega úttekt á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í ár en þar eru fulltrúar Íslands, hljómsveitin Hatari, sagðir þeir líklegustu til að valda uppnámi. 12. maí 2019 22:11
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent