Fá helminginn af atkvæðunum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2019 11:00 Tíu þjóðir af þeim sautján sem keppa í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið komast í úrslitin. Thomas Hanses Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. Stigin sem dómararnir gefa Hatara fyrir frammistöðuna í kvöld munu vega 50% á móti atkvæðum í símakosningunni á undanúrslitunum annað kvöld. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins ræddi dagskrá dagsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá var hópurinn á leiðinni á generalprufu fyrir dómararennslið og að henni lokinni tekur við pása. „Svo er það sjálft dómararennslið í kvöld og þá kjósa dómnefndir í öllum löndunum. Þannig að við fáum helminginn af atkvæðunum fyrir lok dags í dag. Þannig að nú verða menn að standa sig,“ sagði Felix. Þá sagði hann vel hafa verið tekið á móti Hatara í Tel Aviv og kvaðst jafnframt ekki muna eftir því að íslenska framlaginu hafi verið spáð jafngóðu gengi og nú, þó að Hatari hafi tekið örlitla dýfu í veðbönkum síðustu daga. Íslenska laginu er spáð 10. sæti í veðbönkum þessa dagana.Hér má nálgast umfjöllun um fyrirkomulag stigagjafarinnar í Eurovision. Sama dómnefnd og kýs í kvöld mun gefa stig á úrslitakvöldinu. Íslenska dómnefndin samanstendur af Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision árið 2015, Hrafnhildi Halldórsdóttur útvarpskonu, Örlygi Smára lagahöfundi, Jóhanni Hjörleifssyni trommara og Lovísu Árnadóttur upplýsingafulltrúa.Eins og áður segir gildir vægi dómnefndar til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar. Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. Stigin sem dómararnir gefa Hatara fyrir frammistöðuna í kvöld munu vega 50% á móti atkvæðum í símakosningunni á undanúrslitunum annað kvöld. Felix Bergsson fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins ræddi dagskrá dagsins í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þá var hópurinn á leiðinni á generalprufu fyrir dómararennslið og að henni lokinni tekur við pása. „Svo er það sjálft dómararennslið í kvöld og þá kjósa dómnefndir í öllum löndunum. Þannig að við fáum helminginn af atkvæðunum fyrir lok dags í dag. Þannig að nú verða menn að standa sig,“ sagði Felix. Þá sagði hann vel hafa verið tekið á móti Hatara í Tel Aviv og kvaðst jafnframt ekki muna eftir því að íslenska framlaginu hafi verið spáð jafngóðu gengi og nú, þó að Hatari hafi tekið örlitla dýfu í veðbönkum síðustu daga. Íslenska laginu er spáð 10. sæti í veðbönkum þessa dagana.Hér má nálgast umfjöllun um fyrirkomulag stigagjafarinnar í Eurovision. Sama dómnefnd og kýs í kvöld mun gefa stig á úrslitakvöldinu. Íslenska dómnefndin samanstendur af Maríu Ólafsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision árið 2015, Hrafnhildi Halldórsdóttur útvarpskonu, Örlygi Smára lagahöfundi, Jóhanni Hjörleifssyni trommara og Lovísu Árnadóttur upplýsingafulltrúa.Eins og áður segir gildir vægi dómnefndar til helmings á móti atkvæðum í símakosningu, bæði undanúrslitakvöldin tvö og svo úrslitakvöldið 18. maí. Alls eru 205 dómarar frá 41 landi en meðalaldur dómaranna 205 er einmitt 41 ár. Yngsti dómarinn er sextán ára Malverji en sá elsti 82 ára Króati. Alls eru 96 konur í hlutverki dómara og 109 karlar.
Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33
Allt trylltist þegar umdeildur Rússi mætti í norræna partýið Einn af hápunktum norræna partýsins í gærkvöldi var vafalítið þegar rússneski söngvarinn, lagasmiðurinn og stjarnan Philipp Kirkorov mætti á svæðið. 13. maí 2019 09:00
Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15