Þungunarrofsfrumvarpið samþykkt Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 13. maí 2019 18:45 Konur fjölmenntu á þingpalla í dag á meðan kosið var um þungunarrofsfrumvarp. Vísir/Vilhelm Þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði og tveir voru fjarverandi. Með samþykkt frumvarpsins er þungunarrof heimilt fram að 22. viku meðgöngu. Málið var afar umdeilt og klofnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til þess. Þannig greiddi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, atkvæði gegn frumvarpinu. Þingpallarnarnir voru fullir þar sem fjölmenni fylgdist með atkvæðagreiðslunni og brutust út fagnaðarlæti þegar það lá ljóst fyrir að frumvarpið hafði verið samþykkt. Tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um að taka frumvarp um þungunarrof af dagskrá þingsins var í upphafi þingfundar felld með 44 atkvæðum gegn 16. Hann sagði fulla ástæðu til að fresta málinu til að ná breiðari sátt um málið. Kosið var um breytingartillögu Páls Magnússonar um að breyta heimilaðri tímalengd til þungunarrofs úr 22 vikum í 20 vikur og var sú tillaga felld með 44 atkvæðum. „Þótt að ég telji að þessi breytingatillaga sé gerð af góðum hug þá skoðuðum við þetta mjög vel í vinnu velferðarnefndar og þetta myndi fela í sér að takmarka núverandi rétt konu til að fara í þungunarrof og ef við erum að taka undanþágur úr lögunum en halda okkur við 20 vikur þá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs þannig að ég get ekki stutt þessa breytingatillögu,“ sagði Halldóra Björt Mogensen, formaður velferðarnefndar, í skýringu með atkvæði sínu.Hér má sjá úrslit atkvæðagreiðslunnar á skjá Alþingis.vísir/vilhelmAf þeim 40 þingmönnum sem samþykktu frumvarpið voru 18 konur og 22 karlar, en tvær konur greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þær Sigríður Á. Andersen og Inga Sæland, og 16 karlar, þar á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Allir þingmenn Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Viðreisnar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, var fjarverandi en hún sat hjá í 2. umferð umræðna. Varamaður hennar Alex B. Stefánsson greiddi atkvæði með frumvarpinu. Allir þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokks, sat hjá.Atkvæði Sjálfstæðisflokks klofin Atkvæði þingmanna Sjálfstæðisflokksins voru klofin en fjórir þingmenn þeirra greiddu atkvæði með frumvarpinu og átta gegn því. Tveir sátu hjá. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem greiddu atkvæði með frumvarpinu voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon og Sigríður Á. Anderssen. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru fjarverandi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Vilhjálmur Árnason.Konur fjölmenntu á þingpallana og féllust í faðma þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt.vísir/vilhelm„Er stödd á Grænlandi við ráðherrastörf. Ég gat af þeim sökum ekki greitt atkvæði um þungunarrofsfrumvarp. Ég studdi frumvarpið í 2. umræðu og studdi það í anda í dag. Tímarammi sá sami – ákvörðunin þar sem hún á heima. Það er verið að laga löggjöf að veruleika sem getur verið sár og allskonar. Þetta snýst víst um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, frelsi og mikla ábyrgð. 1% fóstureyðinga fara fram eftir 16. viku. Það sem um er deilt er mjög fátítt,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Facebook síðu sinni í dag.Hægt er að skoða nánar hvernig atkvæði féllu hér.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Greiða atkvæði um þungunarrof Atkvæði verða greidd á Alþingi í dag um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Þungunarrofsfrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, hefur verið samþykkt með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði og tveir voru fjarverandi. Með samþykkt frumvarpsins er þungunarrof heimilt fram að 22. viku meðgöngu. Málið var afar umdeilt og klofnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni til þess. Þannig greiddi Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, atkvæði gegn frumvarpinu. Þingpallarnarnir voru fullir þar sem fjölmenni fylgdist með atkvæðagreiðslunni og brutust út fagnaðarlæti þegar það lá ljóst fyrir að frumvarpið hafði verið samþykkt. Tillaga Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, um að taka frumvarp um þungunarrof af dagskrá þingsins var í upphafi þingfundar felld með 44 atkvæðum gegn 16. Hann sagði fulla ástæðu til að fresta málinu til að ná breiðari sátt um málið. Kosið var um breytingartillögu Páls Magnússonar um að breyta heimilaðri tímalengd til þungunarrofs úr 22 vikum í 20 vikur og var sú tillaga felld með 44 atkvæðum. „Þótt að ég telji að þessi breytingatillaga sé gerð af góðum hug þá skoðuðum við þetta mjög vel í vinnu velferðarnefndar og þetta myndi fela í sér að takmarka núverandi rétt konu til að fara í þungunarrof og ef við erum að taka undanþágur úr lögunum en halda okkur við 20 vikur þá værum við að takmarka núverandi rétt kvenna til þungunarrofs þannig að ég get ekki stutt þessa breytingatillögu,“ sagði Halldóra Björt Mogensen, formaður velferðarnefndar, í skýringu með atkvæði sínu.Hér má sjá úrslit atkvæðagreiðslunnar á skjá Alþingis.vísir/vilhelmAf þeim 40 þingmönnum sem samþykktu frumvarpið voru 18 konur og 22 karlar, en tvær konur greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þær Sigríður Á. Andersen og Inga Sæland, og 16 karlar, þar á meðal Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Allir þingmenn Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Viðreisnar greiddu atkvæði með frumvarpinu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, var fjarverandi en hún sat hjá í 2. umferð umræðna. Varamaður hennar Alex B. Stefánsson greiddi atkvæði með frumvarpinu. Allir þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokks, sat hjá.Atkvæði Sjálfstæðisflokks klofin Atkvæði þingmanna Sjálfstæðisflokksins voru klofin en fjórir þingmenn þeirra greiddu atkvæði með frumvarpinu og átta gegn því. Tveir sátu hjá. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem greiddu atkvæði með frumvarpinu voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson. Þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu voru Ásmundur Friðriksson, Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Brynjar Níelsson, Haraldur Benediktsson, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon og Sigríður Á. Anderssen. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru fjarverandi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Vilhjálmur Árnason.Konur fjölmenntu á þingpallana og féllust í faðma þegar það lá fyrir að frumvarpið var samþykkt.vísir/vilhelm„Er stödd á Grænlandi við ráðherrastörf. Ég gat af þeim sökum ekki greitt atkvæði um þungunarrofsfrumvarp. Ég studdi frumvarpið í 2. umræðu og studdi það í anda í dag. Tímarammi sá sami – ákvörðunin þar sem hún á heima. Það er verið að laga löggjöf að veruleika sem getur verið sár og allskonar. Þetta snýst víst um sjálfsákvörðunarrétt kvenna, frelsi og mikla ábyrgð. 1% fóstureyðinga fara fram eftir 16. viku. Það sem um er deilt er mjög fátítt,“ skrifaði Þórdís Kolbrún á Facebook síðu sinni í dag.Hægt er að skoða nánar hvernig atkvæði féllu hér.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Þungunarrof Tengdar fréttir Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08 Greiða atkvæði um þungunarrof Atkvæði verða greidd á Alþingi í dag um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 06:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Búist við hörðum átökum um þungunarrof á þinginu Atkvæðagreiðsla á Alþingi um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur verður nú síðdegis. 13. maí 2019 13:08
Greiða atkvæði um þungunarrof Atkvæði verða greidd á Alþingi í dag um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. 13. maí 2019 06:00