Dæmd í tíu ára fangelsi fyrir njósnir Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 13. maí 2019 21:59 Tehran borg. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Rouzbeh Fouladi Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran. Bretland Íran Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira
Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran.
Bretland Íran Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fleiri fréttir Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Sjá meira