Segir hættu á stríði á milli Bandaríkjanna og Íran Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 13. maí 2019 23:42 Mike Pompeo og Jeremy Hunt á fundi um kjarnorkumál í Íran. Getty/Pool Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. Frá þessu er greint á vef fréttaveitu Sky News. Þetta sagði hann eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti við að fara til Moskvu og ákvað þess í stað að fara til Brussel til að ræða við evrópska kollega sína um kjarnorkuógn Íran. Þegar Hunt kom á fundarstað í Brussel sagði hann við blaðamenn: „við höfum áhyggjur af því að stríð brjótist út fyrir slysni vegna þróunar mála hjá öðrum hvorum málsaðila.“ „Nú þurfum við smá tíma þar sem allt er rólegt til að vera viss um að allir skilji hvað hin hliðin er að hugsa og mikilvægast af öllu þá þurfum við að vera viss um að við leiðum Írana ekki til að endurkjarnorkuvæða sig.“ „Ef Íran verður kjarnorkuveldi er mjög líklegt að nágrannar þeirra vilji verða það líka. Þetta er eitt óstöðugasta svæði í heiminum og þetta væri risa stórt skref í ranga átt.“ Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði að viðræðurnar í dag myndu snúast mest um hvernig best yrði staðið að innleiðingu kjarnorkusamningsins. Pompeo mun halda til Sochi á þriðjudag til að funda með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þessar ferðabreytingar koma til eftir að Sádi-Arabía tilkynnti að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip á sunnudag, fyrir utan strendur Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna. Annað skipanna var á leið sinni til að ná í olíu til að flytja til Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Íran krafðist þess að fá frekari upplýsingar um það hvað gerðist og varaði gegn því að „þeir sem vildu illt færu brugga samsæri,“ og að erlend öfl reyndu að rýra öryggi og stöðugleika svæðisins.Sækjast ekki eftir stríði Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran hafa farið vaxandi eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í maí í fyrra að hann hygðist draga Bandaríkin úr samningnum og hefja viðskiptaþvinganir gegn Íran á ný. Samningurinn var undirritaður árið 2015 á stjórnartíð Barack Obama. Tehran hótaði í síðustu viku að auka auðgun úrans ef ekki yrði samþykkt að setja ný og betri skilyrði inn í kjarnorkusamninginn frá 2015 innan tveggja mánaða. Hassan Rouhani, forseti Íran, gaf aðildarríkjum samningsins þessa úrslitakosti á eins árs afmælisdag ákvörðunar Trumps um að draga Bandaríkin úr samningnum. Hunt sagði í síðustu viku að það yrðu afleiðingar ef Íranar gengju á bak orða sinna og færu ekki eftir samningnum. Fyrir helgi sendu Bandaríkin flugmóðurskip og sprengjuvélar til Mið-Austurlanda eftir að John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi, sagði Bandaríkin hafa fengið skýr merki um að Íran væri að undirbúa mögulega árás á hersveitir Bandaríkjanna á svæðinu. Í viðtali við CNBC um helgina sagði Pompeo Bandaríkin ekki vera að leitast eftir stríði við Íran. „Ef það kæmi til að Íran tæki ákvörðun um að ráðast gegn hagsmunum Bandaríkjanna – hvort sem það væri í Írak, Afganistan eða Jemen eða bara einhvers staðar í Mið-Austurlöndum – erum við óhrædd við að svara eins og við teljum viðeigandi,“ sagði hann í tengslum við ákvörðun yfirvalda að senda herafla inn í Persaflóa. Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn senda flugmóðurskip og fylgdarlið að Persaflóa Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda flugmóðurskip með fullu fylgdarliði til Persaflóa og segja það gert til að senda stjórnvöldum í Íran skýr skilaboð. 6. maí 2019 08:15 Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi. 10. maí 2019 08:30 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Íranir draga sig að hluta úr kjarnorkusamningnum Íranir hafa dregið sig að hluta út úr alþjóðlega kjarnorkusamningnum sem gerður var árið 2015 en Bandaríkjamenn drógu sig út úr í fyrra. 8. maí 2019 07:38 Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran. 9. maí 2019 08:00 Fullyrða að skemmdarverk hafi verið unnin á olíuskipum Sádí-Arabar fullyrða að tvö olíuflutningaskip þeirra hafi orðið fyrir skemmdarverkum undan strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun. 13. maí 2019 07:50 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, segir hættu á að Bandaríkin og Íran fari í stríð án þess að ætla það. Frá þessu er greint á vef fréttaveitu Sky News. Þetta sagði hann eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hætti við að fara til Moskvu og ákvað þess í stað að fara til Brussel til að ræða við evrópska kollega sína um kjarnorkuógn Íran. Þegar Hunt kom á fundarstað í Brussel sagði hann við blaðamenn: „við höfum áhyggjur af því að stríð brjótist út fyrir slysni vegna þróunar mála hjá öðrum hvorum málsaðila.“ „Nú þurfum við smá tíma þar sem allt er rólegt til að vera viss um að allir skilji hvað hin hliðin er að hugsa og mikilvægast af öllu þá þurfum við að vera viss um að við leiðum Írana ekki til að endurkjarnorkuvæða sig.“ „Ef Íran verður kjarnorkuveldi er mjög líklegt að nágrannar þeirra vilji verða það líka. Þetta er eitt óstöðugasta svæði í heiminum og þetta væri risa stórt skref í ranga átt.“ Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sagði að viðræðurnar í dag myndu snúast mest um hvernig best yrði staðið að innleiðingu kjarnorkusamningsins. Pompeo mun halda til Sochi á þriðjudag til að funda með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Vladimir Putin, forseta Rússlands. Þessar ferðabreytingar koma til eftir að Sádi-Arabía tilkynnti að ráðist hafi verið á tvö olíuflutningaskip á sunnudag, fyrir utan strendur Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna. Annað skipanna var á leið sinni til að ná í olíu til að flytja til Bandaríkjanna. Utanríkisráðuneyti Íran krafðist þess að fá frekari upplýsingar um það hvað gerðist og varaði gegn því að „þeir sem vildu illt færu brugga samsæri,“ og að erlend öfl reyndu að rýra öryggi og stöðugleika svæðisins.Sækjast ekki eftir stríði Spennan á milli Bandaríkjanna og Íran hafa farið vaxandi eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í maí í fyrra að hann hygðist draga Bandaríkin úr samningnum og hefja viðskiptaþvinganir gegn Íran á ný. Samningurinn var undirritaður árið 2015 á stjórnartíð Barack Obama. Tehran hótaði í síðustu viku að auka auðgun úrans ef ekki yrði samþykkt að setja ný og betri skilyrði inn í kjarnorkusamninginn frá 2015 innan tveggja mánaða. Hassan Rouhani, forseti Íran, gaf aðildarríkjum samningsins þessa úrslitakosti á eins árs afmælisdag ákvörðunar Trumps um að draga Bandaríkin úr samningnum. Hunt sagði í síðustu viku að það yrðu afleiðingar ef Íranar gengju á bak orða sinna og færu ekki eftir samningnum. Fyrir helgi sendu Bandaríkin flugmóðurskip og sprengjuvélar til Mið-Austurlanda eftir að John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi, sagði Bandaríkin hafa fengið skýr merki um að Íran væri að undirbúa mögulega árás á hersveitir Bandaríkjanna á svæðinu. Í viðtali við CNBC um helgina sagði Pompeo Bandaríkin ekki vera að leitast eftir stríði við Íran. „Ef það kæmi til að Íran tæki ákvörðun um að ráðast gegn hagsmunum Bandaríkjanna – hvort sem það væri í Írak, Afganistan eða Jemen eða bara einhvers staðar í Mið-Austurlöndum – erum við óhrædd við að svara eins og við teljum viðeigandi,“ sagði hann í tengslum við ákvörðun yfirvalda að senda herafla inn í Persaflóa.
Bandaríkin Íran Tengdar fréttir Bandaríkjamenn senda flugmóðurskip og fylgdarlið að Persaflóa Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda flugmóðurskip með fullu fylgdarliði til Persaflóa og segja það gert til að senda stjórnvöldum í Íran skýr skilaboð. 6. maí 2019 08:15 Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00 Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi. 10. maí 2019 08:30 Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15 Íranir draga sig að hluta úr kjarnorkusamningnum Íranir hafa dregið sig að hluta út úr alþjóðlega kjarnorkusamningnum sem gerður var árið 2015 en Bandaríkjamenn drógu sig út úr í fyrra. 8. maí 2019 07:38 Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran. 9. maí 2019 08:00 Fullyrða að skemmdarverk hafi verið unnin á olíuskipum Sádí-Arabar fullyrða að tvö olíuflutningaskip þeirra hafi orðið fyrir skemmdarverkum undan strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun. 13. maí 2019 07:50 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Bandaríkjamenn senda flugmóðurskip og fylgdarlið að Persaflóa Bandaríkjamenn hafa ákveðið að senda flugmóðurskip með fullu fylgdarliði til Persaflóa og segja það gert til að senda stjórnvöldum í Íran skýr skilaboð. 6. maí 2019 08:15
Segja bandarískar hersveitir enga ógn Hershöfðingi í íranska Byltingarvarðliðinu segir að vera bandarískra hersveita á Persaflóa sé aðeins sálfræðihernaður og hluti áætlunar til að hræða stjórnvöld í Teheran. 13. maí 2019 09:00
Evrópa hafnar afarkostum Íransstjórnar Frakkland, Þýskaland og Bretland, evrópsku aðildarríkin að JCPOA-samningnum um að Íranar fái ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum í skiptum fyrir afléttingu viðskiptaþvingana, hvöttu Írana í sameiginlegri yfirlýsingu í gær til þess að halda samningnum á lífi. 10. maí 2019 08:30
Spenna á milli Íran og Bandaríkjanna fer vaxandi Hassan Rouhani, forseti Íran, segir álagið af viðskiptaþvingunum sem verið er að beita ríkinu fordæmislausar. 12. maí 2019 11:15
Íranir draga sig að hluta úr kjarnorkusamningnum Íranir hafa dregið sig að hluta út úr alþjóðlega kjarnorkusamningnum sem gerður var árið 2015 en Bandaríkjamenn drógu sig út úr í fyrra. 8. maí 2019 07:38
Íran krefst verndar gegn Bandaríkjunum Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran. 9. maí 2019 08:00
Fullyrða að skemmdarverk hafi verið unnin á olíuskipum Sádí-Arabar fullyrða að tvö olíuflutningaskip þeirra hafi orðið fyrir skemmdarverkum undan strönd Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun. 13. maí 2019 07:50