Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. maí 2019 08:45 63 þúsund manns heimsóttu ísgöngin í Langjökli í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár. Fréttablaðið/Stefán Mikill samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli undanfarna mánuði, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefur sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaup fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda og er óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Samkvæmt heimildum Markaðarins var aðsókn í ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, um sextíu prósent minni á fyrsta fjórðungi ársins en áætlanir Into the Glacier höfðu gert ráð fyrir. Eigendur Arctic Adventures, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins á sviði afþreyingar, eru sagðir vilja bíða og sjá hvernig sumarmánuðirnir muni ganga en ekki er loku fyrir það skotið að hætt verði við samrunann. Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin í síðasta mánuði en þau eru hins vegar ekki frágengin og eru viðræðurnar um þau á viðkvæmu stigi, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Ljóst er að verðið sem upphaflega var samið um þegar samkomulag náðist um samrunann í janúar síðastliðnum var byggt á áætlunum sem munu nú ekki ganga eftir.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir árið hafa reynst félaginu erfitt hingað til. Veðrið hafi sett stórt strik í reikninginn á fyrstu mánuðum ársins og þá hafi breytt landslag í ferðaþjónustunni, í kjölfar meðal annars falls WOW air, sitt að segja. Erfitt sé hins vegar að segja til um áhrif samdráttarins á fyrirhugaðan samruna við Arctic Adventures. „Við erum í samningaferli sem tekur tíma en við erum að vonast til þess að þetta klárist síðla sumars,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn.Fjögur félög til viðbótar Samkomulagið sem forsvarsmenn Arctic Adventures og Into the Glacier gerðu með sér í janúar fól í sér að fyrrnefnda félagið keypti allt hlutafé í því síðarnefnda af framtakssjóðnum Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa og fer með 94 prósenta hlut í rekstrarfélagi ísganganna, og Sigurði sem heldur á tæplega sex prósenta hlut í félaginu. Til viðbótar stóð til að Arctic Adventures keypti eignarhluti framtakssjóðsins í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu, Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufarhólshelli, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningunni Icelandic Sagas – The greatest hits, sem sýnd er í Hörpu. Framtakssjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Ýktar sveiflur Alls heimsóttu 63 þúsund manns ísgöngin í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár, eins og áður sagði. Sigurður segir að sveiflurnar í aðsókninni hafi verið nokkuð ýktar. „Janúar og febrúar voru slæmir hjá okkur annað árið í röð, mars var aðeins undir væntingum og síðan var höggið mikið í apríl. Hins vegar líta maí, júní, júlí og ágúst mjög vel út. Staðan fyrir júní er til dæmis sterkari en í fyrra. Þetta eru ekki bara slæm tíðindi. Sveiflurnar eru bara ýktari,“ útskýrir Sigurður. Þrátt fyrir tugprósenta fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air og kyrrsetningar 737 MAX 8 véla Icelandair segir Sigurður forsvarsmenn Into the Glacier bratta fyrir sumarið. „Það þýðir ekkert annað. Sem dæmi er aukning í komum skemmtiferðaskipa til Íslands á milli ára. Það er ekki allt neikvætt.“ Samanlögð velta Arctic Adventures og Into the Glacier var tæplega sjö milljarðar króna í fyrra en hjá félögunum tveimur starfa samanlagt um 300 manns. Ísgöngin voru metin á um 1.565 milljónir króna í bókum Icelandic Tourism Fund í lok árs 2017 en bókfært virði þeirra jókst um ríflega 55 prósent á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Mikill samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli undanfarna mánuði, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefur sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaup fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda og er óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Samkvæmt heimildum Markaðarins var aðsókn í ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, um sextíu prósent minni á fyrsta fjórðungi ársins en áætlanir Into the Glacier höfðu gert ráð fyrir. Eigendur Arctic Adventures, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins á sviði afþreyingar, eru sagðir vilja bíða og sjá hvernig sumarmánuðirnir muni ganga en ekki er loku fyrir það skotið að hætt verði við samrunann. Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin í síðasta mánuði en þau eru hins vegar ekki frágengin og eru viðræðurnar um þau á viðkvæmu stigi, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Ljóst er að verðið sem upphaflega var samið um þegar samkomulag náðist um samrunann í janúar síðastliðnum var byggt á áætlunum sem munu nú ekki ganga eftir.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir árið hafa reynst félaginu erfitt hingað til. Veðrið hafi sett stórt strik í reikninginn á fyrstu mánuðum ársins og þá hafi breytt landslag í ferðaþjónustunni, í kjölfar meðal annars falls WOW air, sitt að segja. Erfitt sé hins vegar að segja til um áhrif samdráttarins á fyrirhugaðan samruna við Arctic Adventures. „Við erum í samningaferli sem tekur tíma en við erum að vonast til þess að þetta klárist síðla sumars,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn.Fjögur félög til viðbótar Samkomulagið sem forsvarsmenn Arctic Adventures og Into the Glacier gerðu með sér í janúar fól í sér að fyrrnefnda félagið keypti allt hlutafé í því síðarnefnda af framtakssjóðnum Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa og fer með 94 prósenta hlut í rekstrarfélagi ísganganna, og Sigurði sem heldur á tæplega sex prósenta hlut í félaginu. Til viðbótar stóð til að Arctic Adventures keypti eignarhluti framtakssjóðsins í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu, Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufarhólshelli, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningunni Icelandic Sagas – The greatest hits, sem sýnd er í Hörpu. Framtakssjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Ýktar sveiflur Alls heimsóttu 63 þúsund manns ísgöngin í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár, eins og áður sagði. Sigurður segir að sveiflurnar í aðsókninni hafi verið nokkuð ýktar. „Janúar og febrúar voru slæmir hjá okkur annað árið í röð, mars var aðeins undir væntingum og síðan var höggið mikið í apríl. Hins vegar líta maí, júní, júlí og ágúst mjög vel út. Staðan fyrir júní er til dæmis sterkari en í fyrra. Þetta eru ekki bara slæm tíðindi. Sveiflurnar eru bara ýktari,“ útskýrir Sigurður. Þrátt fyrir tugprósenta fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air og kyrrsetningar 737 MAX 8 véla Icelandair segir Sigurður forsvarsmenn Into the Glacier bratta fyrir sumarið. „Það þýðir ekkert annað. Sem dæmi er aukning í komum skemmtiferðaskipa til Íslands á milli ára. Það er ekki allt neikvætt.“ Samanlögð velta Arctic Adventures og Into the Glacier var tæplega sjö milljarðar króna í fyrra en hjá félögunum tveimur starfa samanlagt um 300 manns. Ísgöngin voru metin á um 1.565 milljónir króna í bókum Icelandic Tourism Fund í lok árs 2017 en bókfært virði þeirra jókst um ríflega 55 prósent á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira