Rifu sig upp fyrir allar aldir til að mæta í þáttinn hjá Piers Morgan Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 15. maí 2019 09:00 Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni eldsnemma í morgun. Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. Þeir sem halda að Hatari hafi sofið út geta gleymt því. Matthías Tryggvi, Klemens og Einar Hrafn rifu sig upp klukkan sex, klæddu sig í gallana og hittu fyrir Richard Aarnold, sjónvarpsmann ITV, á ströndinni í Tel Aviv.Svör Hatarmanna voru á svipuðum nótum og svo oft áður. Klemens var spurður út í lagið og útskýrði söngvarinn að Hatrið mun sigra væri dystópía fyrir þeim. Vald og valdleysi, von og vonleysi. „Ef við sameinumst ekki eða finnum leið að friði þá mun hatrið sigra.“ Arnold spurði strákana hvort þeir væru þeirrar skoðunar að pólitík og popp færu vel saman. „Já, við erum þeirrar skoðunar að popp og pólitík fara hönd í hönd.“Piers Morgan ásamt Susönnu Reid.Arnold fullyrti í spjallinu að Hatari nyti mikilla vinsælda í Bretlandi og bauð Matthíasi að senda aðdáendum skilaboð. „Kæru vinir í Bretlandi. Ekki gleyma að elska hvort annað því annars mun hatrið sigra.“ Að lokum gerði Arnold árangurslitla tilraun til að fá trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson til að tjá sig og minnti um leið á að hann væri sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Heyrðist í sjónvarpsfólkinu heima í Bretlandi skella upp úr þegar Arnold sagði að go-to svar Einars Hrafns væri líklegast douze points, tólf stig. Mikil eftirspurn er eftir viðtölum við Hatara svo fjölmiðlafulltrúi RÚV þarf að vanda valið þegar kemur að viðtölum. Þau verða fleiri í dag enda talið nauðsynlegt að koma atriðinu í sem mesta umfjöllun til að auka líkur á góðum árangri.Richard Arnold appears to have made some interesting new friends in Tel Aviv Meet Iceland's entry Hatari. #Eurovision@richardAarnold | pic.twitter.com/IpGtful4aq— Good Morning Britain (@GMB) May 15, 2019 Eurovision Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Hatari mætti fyrir allar aldir í spjallþáttinn Good Morning Britain á ITV í morgun. Liðsmenn Hatara voru komnir úr keppnishöllinni á þriðja tímanum í nótt, fengu sér drykk með sínum nánustu áður en haldið var til hvílu. Þeir sem halda að Hatari hafi sofið út geta gleymt því. Matthías Tryggvi, Klemens og Einar Hrafn rifu sig upp klukkan sex, klæddu sig í gallana og hittu fyrir Richard Aarnold, sjónvarpsmann ITV, á ströndinni í Tel Aviv.Svör Hatarmanna voru á svipuðum nótum og svo oft áður. Klemens var spurður út í lagið og útskýrði söngvarinn að Hatrið mun sigra væri dystópía fyrir þeim. Vald og valdleysi, von og vonleysi. „Ef við sameinumst ekki eða finnum leið að friði þá mun hatrið sigra.“ Arnold spurði strákana hvort þeir væru þeirrar skoðunar að pólitík og popp færu vel saman. „Já, við erum þeirrar skoðunar að popp og pólitík fara hönd í hönd.“Piers Morgan ásamt Susönnu Reid.Arnold fullyrti í spjallinu að Hatari nyti mikilla vinsælda í Bretlandi og bauð Matthíasi að senda aðdáendum skilaboð. „Kæru vinir í Bretlandi. Ekki gleyma að elska hvort annað því annars mun hatrið sigra.“ Að lokum gerði Arnold árangurslitla tilraun til að fá trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson til að tjá sig og minnti um leið á að hann væri sonur Stefáns Hauks Jóhannessonar, sendiherra Íslands í Lundúnum. Heyrðist í sjónvarpsfólkinu heima í Bretlandi skella upp úr þegar Arnold sagði að go-to svar Einars Hrafns væri líklegast douze points, tólf stig. Mikil eftirspurn er eftir viðtölum við Hatara svo fjölmiðlafulltrúi RÚV þarf að vanda valið þegar kemur að viðtölum. Þau verða fleiri í dag enda talið nauðsynlegt að koma atriðinu í sem mesta umfjöllun til að auka líkur á góðum árangri.Richard Arnold appears to have made some interesting new friends in Tel Aviv Meet Iceland's entry Hatari. #Eurovision@richardAarnold | pic.twitter.com/IpGtful4aq— Good Morning Britain (@GMB) May 15, 2019
Eurovision Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp