Sjónvarpsþátturinn umdeildi heyrir sögunni til Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. maí 2019 10:16 Jeremy Kyle var stjórnandi þáttarins. Mynd/ITV Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur.Í yfirlýsingu frá Carolyn McCall, forstjóra ITV, segir að ákveðið hafi verið að hætta við frekari framleiðslu á þáttunum í ljósi „alvarleika málsins.“ Áður hafði verið tilkynnt um að framleiðslu þáttanna yrði hætt tímabundið á meðan rannsókn á andláti hins 63 ára gamla Steve Dymond færi fram. Dymond var gestur í þættinum og hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að hann hafi fallið á lygaprófi sem hann gekkst undir til þess að sannfæra unnustu hans um að hann hefði ekki haldið framhjá henni. Sleit unnustan sambandinu í kjölfarið. Um viku síðar fannst Dymond látinn á heimili sínu. „The Jeremy Kyle Show hefur notið hollustu aðdáenda og hefur verið framleiddur af frábæru framleiðsluteymi í fjórtán ár en nú er rétt tíminn til þess að segja skilið við þáttinn,“ segir í yfirlýsingu McCall. Þá hyggst ITV einnig rannsaka hvernig staðið var að framleiðslu þáttanna. Í þáttunum tók stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snerist svo um það að Kyle reyndi að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Þátturinn var á meðal vinsælustu þátta ITV en var reglulega gagnrýndur fyrir ónærgætna meðhöndlun á gestum þáttarins. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ITV er Dwayne Davison, sem kom fram í þættinum árið 2014. Steig hann fram í viðtali við The Guardian í dag og sagði hann þáttinn hafa eyðilagt líf sitt. Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að hætta alfarið framleiðslu á sjónvarpsþættinum The Jeremy Kyle Show eftir að þátttakandi í þættinum lést, um viku eftir að hann féll á lygaprófi við tökur.Í yfirlýsingu frá Carolyn McCall, forstjóra ITV, segir að ákveðið hafi verið að hætta við frekari framleiðslu á þáttunum í ljósi „alvarleika málsins.“ Áður hafði verið tilkynnt um að framleiðslu þáttanna yrði hætt tímabundið á meðan rannsókn á andláti hins 63 ára gamla Steve Dymond færi fram. Dymond var gestur í þættinum og hafa breskir fjölmiðlar greint frá því að hann hafi fallið á lygaprófi sem hann gekkst undir til þess að sannfæra unnustu hans um að hann hefði ekki haldið framhjá henni. Sleit unnustan sambandinu í kjölfarið. Um viku síðar fannst Dymond látinn á heimili sínu. „The Jeremy Kyle Show hefur notið hollustu aðdáenda og hefur verið framleiddur af frábæru framleiðsluteymi í fjórtán ár en nú er rétt tíminn til þess að segja skilið við þáttinn,“ segir í yfirlýsingu McCall. Þá hyggst ITV einnig rannsaka hvernig staðið var að framleiðslu þáttanna. Í þáttunum tók stjórnandinn, Jeremy Kyle, á móti gestum sem yfirleitt eiga í einhvers konar deilum sín á milli. Á vefsíðu þáttarins er auglýst eftir þátttakendum sem vilji ræða ýmis konar vandamál á borð við forræðisdeilur, sambandsslit og fíknisjúkdóma svo dæmi séu tekin. Þátturinn snerist svo um það að Kyle reyndi að miðla málum en oftar en ekki sauð upp úr á milli þátttakenda. Þátturinn var á meðal vinsælustu þátta ITV en var reglulega gagnrýndur fyrir ónærgætna meðhöndlun á gestum þáttarins. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa ITV er Dwayne Davison, sem kom fram í þættinum árið 2014. Steig hann fram í viðtali við The Guardian í dag og sagði hann þáttinn hafa eyðilagt líf sitt.
Bretland Tengdar fréttir Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35 Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Vinsæll breskur þáttur tekinn af dagskrá eftir dauðsfall þátttakanda Breska sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að taka The Jeremy Kyle Show tímabundið af dagskrá á meðan dauðsfall þátttakenda stutti eftir að hann kom fram í þættinum er rannsakað. 13. maí 2019 10:35
Féll á lygaprófi í þættinum sem tekinn var af dagskrá Breskir þingmenn hafa skorað á ITV-sjónvarpsstöðina þar í landi að hætta alfarið við frekari framleiðslu á The Jeremy Kyle Show eftir að karlmaður sem átti að koma fram í þættinum lést. 14. maí 2019 13:22