Verðbólgan lækki og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2019 10:24 Iðnaðarmenn að störfum. Vísir/Hanna Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans. Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Þeir 23 aðilar á skuldabréfamarkaði, sem Seðlabankinnn spurði dagana 6. til 8. maí síðastliðinn, gera ráð fyrir að verðbólga komi til með að lækka eftir því sem líður á árið. Að sama skapi er áætlað að krónan muni veikjast og að stýrivextir muni lækka á næstu misserum. Auk þess telur um fjórðungur aðspurðra að taumhald peningastefnu Seðlabankans sé „allt of þétt,“ sem er umtalsverð aukning frá síðustu væntingakönnun bankans. Seðlabankinn leitaði til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði; banka, lífeyrissjóða, verðbréfa- og fjárfestingarsjóða, verðbréfamiðlana og fyrirtækja með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 23 aðilum og var svarhlutfallið því 82 prósent, að því er fram kemur á vef bankans í dag. Væntingakönnunina má nálgast í heild sinni hér. Meðal niðurstaðna hennar er að verðbólguvæntingar til skamms tíma hafa lækkað frá síðustu könnun bankans, sem hann framkvæmdi í lok síðastliðins janúar. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,3 prósent.Búast við hraðari lækkun en Hagstofan „Miðað við miðgildi svara í könnuninni vænta markaðsaðilar þess að verðbólga verði 3,3 prósent á öðrum og þriðja fjórðungi í ár en hjaðni í 3 prósent á fjórða ársfjórðungi. Þá vænta þeir þess að verðbólga verði 3 prósent eftir eitt ár og 2,8 prósent eftir tvö ár. Þeir búast jafnframt við að verðbólga verði að meðaltali 2,8 prósent á næstu fimm árum og 2,7 prósent á næstu tíu árum,“ segir í útlistun Seðlabankans. Eru þetta öllu lægri væntingar en Hagstofunnar, sem telur að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020. Eftir það reiknar Hagstofan hins vegar með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Skýrist þessi spá að einhverju leyti á farsælli niðurstöðu kjarasamninga á almenna markaðnum, sem undirritaðir voru í aprílbyrjun. Könnun Seðlabankans gefur að sama skapi til kynna að markaðsaðilar búast við að krónan muni veikjast lítillega á næstu misserum. Þannig áætla aðspurðir að gengi evru gagnvart krónu verði 140 krónur eftir eitt ár, en það stendur í um 137 krónum sem stendur. Taumhaldið mikið Það er ekki aðeins gengi krónunnar sem mun lækka, ef marka má væntingarkönnunina, heldur jafnframt stýrivextir Seðlabankans. „Miðað við miðgildi svara í könnuninni búast markaðsaðilar við því að meginvextir bankans lækki í 4 prósent á öðrum ársfjórðungi í ár og haldist óbreyttir út fyrsta fjórðung næsta árs. Þeir vænta þess að vextir lækki enn frekar á öðrum fjórðungi næsta árs og verði 3,75 prósent eftir bæði eitt og tvö ár.“ Ætla má að þetta samrýmist yfirlýsingum aðila vinnumarkaðarins í tengslum við undirritun fyrrnefndra kjarasamninga og umdeilds ákvæðis sem heimilar riftun samninganna lækki stýrivextir ekki. Samningsaðilarnir telja að til uppsagnar muni þó ekki koma, samningarnir auki svigrúm til stýrivaxtalækkunar. Þá virðist vera nokkur samhljómur meðal aðspurðra um að taumhald peningastefnunnar sé í meira lagi. Þannig taldi enginn það vera of laust um þessar mundir, en fjórðungur var þeirrar skoðunar í janúar. Þá taldi fjórðungur taumhaldið hæfilegt, samanborið við 57 prósent í upphafi árs. „Aftur á móti taldi rúmur helmingur svarenda taumhaldið of þétt nú samanborið við 19 prósent í janúarkönnun bankans auk þess sem tæpur fjórðungur svarenda taldi aðhaldið allt of þétt. Enginn þátttakenda svaraði könnuninni með þeim hætti í janúar,“ segir á vef Seðlabankans.
Efnahagsmál Íslenska krónan Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Sjá meira
Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. 10. maí 2019 10:14