Afturelding áfram í bikarnum eftir dramatík í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:48 Mjólkurbikarinn. Vísir/E. Stefán Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net. Mjólkurbikarinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding eru komin áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta. Mikil dramatík var í Mosfellsbæ þar sem Afturelding fékk Grindavík í heimsókn á Varmárvöll. Grindvíkingar komust tvíveigis yfir í fyrri hálfleik en heimakonur náðu að jafna. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir kom Grindvíkingum yfir í þriðja sinn á 58. mínútu en Eydís Embla Lúðvíksdóttir jafnaði metin enn á ný. Á síðustu mínútu venjulegs leiktíma skoraði Hafrún Rakel Halldórsdóttir fyrir heimakonur og kom þeim yfir eftir frábæra sókn. Gestirnir frá Grindavík jöfnuðu hins vegar í 4-4 í uppbótartíma með marki frá Unu Margréti Einarsdóttir og því varð að framlengja. Þegar allt stefndi í vítaspyrnukeppni nældi Hafrún Rakel í aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Grindavíkur. Hún tók spyrnuna sjálf og skoraði beint úr aukaspyrnunni. Þar fullkomnaði hún þrennuna og tryggði Aftureldingu dramatískan sigur. Tindastóll vann stórsigur á Hömrunum á Sauðárkróki þar sem Murielle Tiernan gerði þrennu fyrir heimakonur. Tiernan skoraði tvö mörk á fjórum mínútum snemma leiks og hún átti eftir að fullkomna þrennuna áður en hálfleikurinn var úti. Í millitíðinni settu María Dögg Jóhannesdóttir og Jacquelina Altschuld sitt markið hvor, staðan 5-0 í hálfleik. Leiknum lauk með 8-1 sigri, en Rakel Sjöfn Stefánsdóttir náði sárabótamarki fyrir Hamrana á 86. mínútu þegar staðan var orðin 8-0. Völsungur tók á móti Sindra á Húsavík. Harpa Ásgeirsdóttir kom heimakonum yfir úr víti á 41. mínútu og Krista Eik Harðardóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimakvenna. Í Fífunni vann Augnablik 4-1 sigur á Gróttu. Heimakonur komust í 2-0 en Grótta náði að minnka muninn. Undir lok leiksins komu tvö mörk á fjórum mínútum sem tryggðu sigur Augnabliks. Völsungur, Augnablik, Tindastóll og Afturelding bætast í hóp ÍA og Þróttar sem voru búin að tryggja sig áfram úr annari umferð. Pepsi Max deildar liðin bætast svo í hóp þessara sex liða í pottinn fyrir 16-liða úrslitin. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Úrslit.net.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira