Ársreikningur veldur harðvítugum deilum Ari Brynjólfsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, var ekki sátt við að undirrita ársreikninginn. Fréttablaðið/Ernir Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.Reykjavík Það var mikill hiti á fundi borgarstjórnar í kringum undirritun ársreiknings borgarinnar. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara um að ekki væri verið að leggja blessun sína yfir fjárútlát sem fóru fram úr fjárheimildum í fyrra. Sjálfstæðismenn létu álit frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ, fylgja sinni undirritun. Þar kemur fram að undirritun feli ekki í sér samþykki á ólögmætum fjárheimildum. Álit Trausta Fannars átti ekki að koma fram fyrr en á borgarráðsfundi í dag og bað Örn Þórðarson, borgarfulltrúi flokksins, um frestun á undirritun þar til búið væri að birta álitið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði það reginhneyksli að vísa í álit sem væri ekki komið fram. „Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Reginhneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram.“Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.Í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars kemur fram að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum eða ekki. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ekki búin að ákveða sig fyrir fundinn, hvort hún ætlaði yfirleitt að skrifa undir ársreikninginn. „Ef fjármálaskrifstofan hefur rétt fyrir sér værum við þá að samþykkja allt sem var ekki búið að fá heimild fyrir á síðasta ári, eins og Mathöllina á Hlemmi og Braggann. Það tvennt eru 150 milljónir. Þetta stenst ekki neina einustu skoðun,“ segir Vigdís. Fyrir helgi sendi endurskoðunarstofan Grant Thornton bréf á borgarfulltrúa að beiðni fjármálaskrifstofunnar þar sem segir að borgarfulltrúum beri að undirrita ársreikninginn nema hann sé beinlínis rangur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur minnisblaðið runnið undan rifjum meirihlutans. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri þolir ekki tilhugsunina um að fá einhverja fyrirvara inn í þetta. Og það hefur sennilega aldrei gerst.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, er ekki sátt við málflutning minnihlutans. „Mér finnst þetta bera vott um skilningsleysi á grundvallaratriðum í stjórnsýslu borgarinnar. Opinberar bæði vanþekkingu og pólitískan vilja til þess að skemma fyrir meirihlutanum, alveg sama hvað. Þetta er léleg niðurrifspólitík,“ segir Dóra Björt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, hafnaði alfarið málflutningi borgarfulltrúa minnihlutans. „Þetta er ekki kúgun frá meirihlutanum, þetta er ekki mín skoðun, þetta eru bara staðreyndir,“ sagði Þórdís Lóa á fundi borgarstjórnar. „Ekki bulla, verum ábyrg, til þess erum við kosin. Við erum ekki hér til að fara með fleipur, rugla og róta upp til að halda vitleysunni gangandi.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir ársreikninginn einfaldlega lýsa fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann tekur fram að hann vilji ekki segja öðrum borgarfulltrúum fyrir verkum. „Ytri og innri endurskoðun hafa lýst skoðun sinni um að hann sé tækur til undirritunar og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara. Forseti borgarstjórnar sakar fulltrúana um lélega niðurrifspólitík.Reykjavík Það var mikill hiti á fundi borgarstjórnar í kringum undirritun ársreiknings borgarinnar. Borgarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins skrifuðu undir ársreikning Reykjavíkurborgar með fyrirvara um að ekki væri verið að leggja blessun sína yfir fjárútlát sem fóru fram úr fjárheimildum í fyrra. Sjálfstæðismenn létu álit frá Trausta Fannari Valssyni, dósent við lagadeild HÍ, fylgja sinni undirritun. Þar kemur fram að undirritun feli ekki í sér samþykki á ólögmætum fjárheimildum. Álit Trausta Fannars átti ekki að koma fram fyrr en á borgarráðsfundi í dag og bað Örn Þórðarson, borgarfulltrúi flokksins, um frestun á undirritun þar til búið væri að birta álitið. Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, sagði það reginhneyksli að vísa í álit sem væri ekki komið fram. „Ég næ ekki þessari umræðu. Mér finnst þetta hneyksli. Reginhneyksli að vera að vísa í álit sem hefur enn ekki verið lagt fram.“Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna.Í minnisblaði fjármálaskrifstofu borgarinnar frá því í mars kemur fram að undirritun ársreiknings jafngildi því að samþykkja öll fjárútlát sama hvort þau hafi farið fram úr fjárheimildum eða ekki. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var ekki búin að ákveða sig fyrir fundinn, hvort hún ætlaði yfirleitt að skrifa undir ársreikninginn. „Ef fjármálaskrifstofan hefur rétt fyrir sér værum við þá að samþykkja allt sem var ekki búið að fá heimild fyrir á síðasta ári, eins og Mathöllina á Hlemmi og Braggann. Það tvennt eru 150 milljónir. Þetta stenst ekki neina einustu skoðun,“ segir Vigdís. Fyrir helgi sendi endurskoðunarstofan Grant Thornton bréf á borgarfulltrúa að beiðni fjármálaskrifstofunnar þar sem segir að borgarfulltrúum beri að undirrita ársreikninginn nema hann sé beinlínis rangur. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur minnisblaðið runnið undan rifjum meirihlutans. „Það er alveg ljóst að borgarstjóri þolir ekki tilhugsunina um að fá einhverja fyrirvara inn í þetta. Og það hefur sennilega aldrei gerst.“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, er ekki sátt við málflutning minnihlutans. „Mér finnst þetta bera vott um skilningsleysi á grundvallaratriðum í stjórnsýslu borgarinnar. Opinberar bæði vanþekkingu og pólitískan vilja til þess að skemma fyrir meirihlutanum, alveg sama hvað. Þetta er léleg niðurrifspólitík,“ segir Dóra Björt. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, hafnaði alfarið málflutningi borgarfulltrúa minnihlutans. „Þetta er ekki kúgun frá meirihlutanum, þetta er ekki mín skoðun, þetta eru bara staðreyndir,“ sagði Þórdís Lóa á fundi borgarstjórnar. „Ekki bulla, verum ábyrg, til þess erum við kosin. Við erum ekki hér til að fara með fleipur, rugla og róta upp til að halda vitleysunni gangandi.“ Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir ársreikninginn einfaldlega lýsa fjárhagsstöðu borgarinnar. Hann tekur fram að hann vilji ekki segja öðrum borgarfulltrúum fyrir verkum. „Ytri og innri endurskoðun hafa lýst skoðun sinni um að hann sé tækur til undirritunar og ég hef enga ástæðu til að draga það í efa.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira