Af dýrum, hundum og fuglum Úrsúla Jünemann skrifar 16. maí 2019 08:00 Allir sem þekkja mig vita að ég er mikill dýravinur. Sem barn og unglingur í Þýskalandi ólst ég upp í litlu þorpi úti í sveit. Við áttum mikið af dýrum heima hjá okkur: Hunda, ketti, hænur, skjaldbökur, kanínur, naggrísi og páfagauk. Alltaf þegar okkur systkinin langaði að bæta við í dýragarðinn okkar þá var pabbi minn mjög ákveðinn: „Þið megið eiga dýrið en með því skilyrði að þið sinnið því. Ef það gengur ekki þá verður dýrið að fara.“ Þannig lærðum við snemma að bera virðingu og ábyrgð fyrir öllu lifandi og að dýrin séu ekki leikföng. Afi minn var skógarvörður og á hverju ári dvöldum við hjá honum í húsinu úti í skógi. Þarna lærðum við mikið um náttúruna og villtu dýrin og að allt sem er lifandi hefur sinn tilgang. Hér á Íslandi er fána villtra dýra ekki eins fjölbreytt. Það eru fyrst og fremst fuglar sem dýravinurinn heillast af. Hér eru stórir stofnar af sumum tegundum sem eru annars sjaldgæfar á heimsvísu og við berum ábyrgð á. Flest allir fuglar eru farfuglar og leggja margir þeirra mikið á sig til að komast í varpstöðvar hingað. Sumir eru einungis nokkur grömm á þyngd. Ótrúlegt er að krían og óðinshaninn til dæmis fljúga næstum því um hálfan hnöttinn tvisvar á ári. Jafn ótrúlegt þykir einnig að pínulitlir fuglar eins og auðnutittlingur, músarindill og glókollur geti lifað af veturinn hér á landi. Nú er þessi dásamlegi tími genginn í garð þegar farfuglar streyma til landsins og fylla loftið með sínum röddum. Ég held að flestir gleðjast yfir því að loksins heyrist í lóu, hrossagaukurinn hnitar sína hringi og spóinn kemur með sín sérkennilegu hljóð. En allir farfuglar þurfa næði til að afla sér fæðu og orku þegar þeir koma úr löngu og ströngu ferðalagi. Stutt er sumarið og ekki er of mikill tími til að ala upp ungana sína þannig að þeir munu hafa burði til þess að leggja langa farflugið á sig að hausti. Margt fólk sem stundar útivist á hunda. Hundar eru bestu félagarnir til að drífa menn daglega út að ganga. Læknar hafa jafnvel skrifað upp á hund í staðinn fyrir lyf við ofþyngd eða þunglyndi. Hundar eru yndislegar skepnur sem gefa okkur alla ást sína og vilja vera með okkur, alveg sama hvað gerist. Ég elska hunda og þeir finna það, á gönguferðunum mínum vilja þeir yfirleitt koma til mín og knúsa. En hundar eru misvel uppaldir og sumir gegna illa. Menn sem eiga hunda sem gegna vel þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeirra hvutti vaði upp á fugla í varpi. En aðrir ættu að hafa hundana sína í bandi á varptíma fugla. Það er ekki vegna þess að hundar drepa fugla. Það er vegna þess að truflun á varptíma gæti þýtt að afræningjar komast í færi og færri ungar komist á legg. Gott hundafólk, hafið þið hundana í bandi á varptíma fugla á þeim stöðum sem vitað er að margir fuglar hafa hreiðrið sitt.Úrsúla Jünemann kennari á eftirlaunum og náttúruvinur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Allir sem þekkja mig vita að ég er mikill dýravinur. Sem barn og unglingur í Þýskalandi ólst ég upp í litlu þorpi úti í sveit. Við áttum mikið af dýrum heima hjá okkur: Hunda, ketti, hænur, skjaldbökur, kanínur, naggrísi og páfagauk. Alltaf þegar okkur systkinin langaði að bæta við í dýragarðinn okkar þá var pabbi minn mjög ákveðinn: „Þið megið eiga dýrið en með því skilyrði að þið sinnið því. Ef það gengur ekki þá verður dýrið að fara.“ Þannig lærðum við snemma að bera virðingu og ábyrgð fyrir öllu lifandi og að dýrin séu ekki leikföng. Afi minn var skógarvörður og á hverju ári dvöldum við hjá honum í húsinu úti í skógi. Þarna lærðum við mikið um náttúruna og villtu dýrin og að allt sem er lifandi hefur sinn tilgang. Hér á Íslandi er fána villtra dýra ekki eins fjölbreytt. Það eru fyrst og fremst fuglar sem dýravinurinn heillast af. Hér eru stórir stofnar af sumum tegundum sem eru annars sjaldgæfar á heimsvísu og við berum ábyrgð á. Flest allir fuglar eru farfuglar og leggja margir þeirra mikið á sig til að komast í varpstöðvar hingað. Sumir eru einungis nokkur grömm á þyngd. Ótrúlegt er að krían og óðinshaninn til dæmis fljúga næstum því um hálfan hnöttinn tvisvar á ári. Jafn ótrúlegt þykir einnig að pínulitlir fuglar eins og auðnutittlingur, músarindill og glókollur geti lifað af veturinn hér á landi. Nú er þessi dásamlegi tími genginn í garð þegar farfuglar streyma til landsins og fylla loftið með sínum röddum. Ég held að flestir gleðjast yfir því að loksins heyrist í lóu, hrossagaukurinn hnitar sína hringi og spóinn kemur með sín sérkennilegu hljóð. En allir farfuglar þurfa næði til að afla sér fæðu og orku þegar þeir koma úr löngu og ströngu ferðalagi. Stutt er sumarið og ekki er of mikill tími til að ala upp ungana sína þannig að þeir munu hafa burði til þess að leggja langa farflugið á sig að hausti. Margt fólk sem stundar útivist á hunda. Hundar eru bestu félagarnir til að drífa menn daglega út að ganga. Læknar hafa jafnvel skrifað upp á hund í staðinn fyrir lyf við ofþyngd eða þunglyndi. Hundar eru yndislegar skepnur sem gefa okkur alla ást sína og vilja vera með okkur, alveg sama hvað gerist. Ég elska hunda og þeir finna það, á gönguferðunum mínum vilja þeir yfirleitt koma til mín og knúsa. En hundar eru misvel uppaldir og sumir gegna illa. Menn sem eiga hunda sem gegna vel þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeirra hvutti vaði upp á fugla í varpi. En aðrir ættu að hafa hundana sína í bandi á varptíma fugla. Það er ekki vegna þess að hundar drepa fugla. Það er vegna þess að truflun á varptíma gæti þýtt að afræningjar komast í færi og færri ungar komist á legg. Gott hundafólk, hafið þið hundana í bandi á varptíma fugla á þeim stöðum sem vitað er að margir fuglar hafa hreiðrið sitt.Úrsúla Jünemann kennari á eftirlaunum og náttúruvinur
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar