Af dýrum, hundum og fuglum Úrsúla Jünemann skrifar 16. maí 2019 08:00 Allir sem þekkja mig vita að ég er mikill dýravinur. Sem barn og unglingur í Þýskalandi ólst ég upp í litlu þorpi úti í sveit. Við áttum mikið af dýrum heima hjá okkur: Hunda, ketti, hænur, skjaldbökur, kanínur, naggrísi og páfagauk. Alltaf þegar okkur systkinin langaði að bæta við í dýragarðinn okkar þá var pabbi minn mjög ákveðinn: „Þið megið eiga dýrið en með því skilyrði að þið sinnið því. Ef það gengur ekki þá verður dýrið að fara.“ Þannig lærðum við snemma að bera virðingu og ábyrgð fyrir öllu lifandi og að dýrin séu ekki leikföng. Afi minn var skógarvörður og á hverju ári dvöldum við hjá honum í húsinu úti í skógi. Þarna lærðum við mikið um náttúruna og villtu dýrin og að allt sem er lifandi hefur sinn tilgang. Hér á Íslandi er fána villtra dýra ekki eins fjölbreytt. Það eru fyrst og fremst fuglar sem dýravinurinn heillast af. Hér eru stórir stofnar af sumum tegundum sem eru annars sjaldgæfar á heimsvísu og við berum ábyrgð á. Flest allir fuglar eru farfuglar og leggja margir þeirra mikið á sig til að komast í varpstöðvar hingað. Sumir eru einungis nokkur grömm á þyngd. Ótrúlegt er að krían og óðinshaninn til dæmis fljúga næstum því um hálfan hnöttinn tvisvar á ári. Jafn ótrúlegt þykir einnig að pínulitlir fuglar eins og auðnutittlingur, músarindill og glókollur geti lifað af veturinn hér á landi. Nú er þessi dásamlegi tími genginn í garð þegar farfuglar streyma til landsins og fylla loftið með sínum röddum. Ég held að flestir gleðjast yfir því að loksins heyrist í lóu, hrossagaukurinn hnitar sína hringi og spóinn kemur með sín sérkennilegu hljóð. En allir farfuglar þurfa næði til að afla sér fæðu og orku þegar þeir koma úr löngu og ströngu ferðalagi. Stutt er sumarið og ekki er of mikill tími til að ala upp ungana sína þannig að þeir munu hafa burði til þess að leggja langa farflugið á sig að hausti. Margt fólk sem stundar útivist á hunda. Hundar eru bestu félagarnir til að drífa menn daglega út að ganga. Læknar hafa jafnvel skrifað upp á hund í staðinn fyrir lyf við ofþyngd eða þunglyndi. Hundar eru yndislegar skepnur sem gefa okkur alla ást sína og vilja vera með okkur, alveg sama hvað gerist. Ég elska hunda og þeir finna það, á gönguferðunum mínum vilja þeir yfirleitt koma til mín og knúsa. En hundar eru misvel uppaldir og sumir gegna illa. Menn sem eiga hunda sem gegna vel þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeirra hvutti vaði upp á fugla í varpi. En aðrir ættu að hafa hundana sína í bandi á varptíma fugla. Það er ekki vegna þess að hundar drepa fugla. Það er vegna þess að truflun á varptíma gæti þýtt að afræningjar komast í færi og færri ungar komist á legg. Gott hundafólk, hafið þið hundana í bandi á varptíma fugla á þeim stöðum sem vitað er að margir fuglar hafa hreiðrið sitt.Úrsúla Jünemann kennari á eftirlaunum og náttúruvinur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Allir sem þekkja mig vita að ég er mikill dýravinur. Sem barn og unglingur í Þýskalandi ólst ég upp í litlu þorpi úti í sveit. Við áttum mikið af dýrum heima hjá okkur: Hunda, ketti, hænur, skjaldbökur, kanínur, naggrísi og páfagauk. Alltaf þegar okkur systkinin langaði að bæta við í dýragarðinn okkar þá var pabbi minn mjög ákveðinn: „Þið megið eiga dýrið en með því skilyrði að þið sinnið því. Ef það gengur ekki þá verður dýrið að fara.“ Þannig lærðum við snemma að bera virðingu og ábyrgð fyrir öllu lifandi og að dýrin séu ekki leikföng. Afi minn var skógarvörður og á hverju ári dvöldum við hjá honum í húsinu úti í skógi. Þarna lærðum við mikið um náttúruna og villtu dýrin og að allt sem er lifandi hefur sinn tilgang. Hér á Íslandi er fána villtra dýra ekki eins fjölbreytt. Það eru fyrst og fremst fuglar sem dýravinurinn heillast af. Hér eru stórir stofnar af sumum tegundum sem eru annars sjaldgæfar á heimsvísu og við berum ábyrgð á. Flest allir fuglar eru farfuglar og leggja margir þeirra mikið á sig til að komast í varpstöðvar hingað. Sumir eru einungis nokkur grömm á þyngd. Ótrúlegt er að krían og óðinshaninn til dæmis fljúga næstum því um hálfan hnöttinn tvisvar á ári. Jafn ótrúlegt þykir einnig að pínulitlir fuglar eins og auðnutittlingur, músarindill og glókollur geti lifað af veturinn hér á landi. Nú er þessi dásamlegi tími genginn í garð þegar farfuglar streyma til landsins og fylla loftið með sínum röddum. Ég held að flestir gleðjast yfir því að loksins heyrist í lóu, hrossagaukurinn hnitar sína hringi og spóinn kemur með sín sérkennilegu hljóð. En allir farfuglar þurfa næði til að afla sér fæðu og orku þegar þeir koma úr löngu og ströngu ferðalagi. Stutt er sumarið og ekki er of mikill tími til að ala upp ungana sína þannig að þeir munu hafa burði til þess að leggja langa farflugið á sig að hausti. Margt fólk sem stundar útivist á hunda. Hundar eru bestu félagarnir til að drífa menn daglega út að ganga. Læknar hafa jafnvel skrifað upp á hund í staðinn fyrir lyf við ofþyngd eða þunglyndi. Hundar eru yndislegar skepnur sem gefa okkur alla ást sína og vilja vera með okkur, alveg sama hvað gerist. Ég elska hunda og þeir finna það, á gönguferðunum mínum vilja þeir yfirleitt koma til mín og knúsa. En hundar eru misvel uppaldir og sumir gegna illa. Menn sem eiga hunda sem gegna vel þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeirra hvutti vaði upp á fugla í varpi. En aðrir ættu að hafa hundana sína í bandi á varptíma fugla. Það er ekki vegna þess að hundar drepa fugla. Það er vegna þess að truflun á varptíma gæti þýtt að afræningjar komast í færi og færri ungar komist á legg. Gott hundafólk, hafið þið hundana í bandi á varptíma fugla á þeim stöðum sem vitað er að margir fuglar hafa hreiðrið sitt.Úrsúla Jünemann kennari á eftirlaunum og náttúruvinur
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar