Telur áhugann á Hatara líkast til einsdæmi í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 14:00 Matthías og Klemens í einu af fjölmörgum viðtölum sem sveitin veitir á Dan Panorama hótelinu í dag. Rúnar Freyr BBC, SVT, Aftonbladet, HBO, The Times, Dagbladet, Newtalk og í beinni útsendingu á CNN. Svona hljómar fjölmiðladagskrá Hatara fimmtudaginn 16. maí í Tel Aviv. Um er að ræða lokahnykkinn í langri lotu þar sem reynt hefur verið að finna hið fullkomna jafnvægi á milli þess að kynna framlag Íslands eins vel og hægt er en um leið að ofgera sér ekki enda stutt í stóru stundina á laugardaginn. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, stendur í ströngu að skipuleggja fundi erlendu pressunnar og sveitarinnar. Hann segir erlendu pressuna fá 10-30 mínútur með sveitunum eftir stærð miðlanna. Lítil írsk útvarpsstöð fær tíu mínútna spjall á meðan BBC fær hálftíma. Fyrir svörum sitja þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson en trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson er aldrei langt undan. Hann segir þó aldrei orð í viðtölunum sjálfum þótt hann sé mælskur og hvers mans hugljúfi utan karakters.Rúnar Freyr Gíslason er fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins.Rúnar Freyr Gíslason„Álagið er mikið og reynir á strákana. Þetta eru margir hverjir atvinnublaðamenn sem eru auðvitað að fiska eftir djúsí fyrirsögnum. Við reynum að gera þetta í romsum og ég passa að halda þeim uppi með vatni, kaffi og mat.“ Hann er ekki lengi að finna orðin til að lýsa strákunum. „Þeir eru svo öflugir. Báðir frábærir í ensku enda bjuggu báðir erlendis þegar þeir voru litlir,“ segir Rúnar Freyr. Auk þess tali Matthías þýsku og Klemens og Einar frönsku, þótt það reyni ekki á það í viðtölum hjá hinum síðarnefnda sökum þagnmælsku. „Allir blaðamenn lýsa þeim sem frábærum gaurum.“ Rúnar er í fyrsta sinn í hlutverki fjölmiðlafulltrúa. Hann segist því ekki hafa samanburð aðspurður hvort ekki sé himinn og haf á milli áreitis í ár og undanfarin ár. „Ég veit að þetta hefur aldrei verið svona með íslenskt atriði, og eiginlega ekkert annað atriði í Eurovision,“ segir Rúnar.Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni í Tel Aviv eldsnemma í gær.Rúnar FreyrHann bendir til stuðnings þeirri ályktun á alþjóðlega fjölmiðla sem sýni Hatara mikinn áhuga en fjalli allajafna ekkert um Eurovision. „Okkar fólk er með skilaboð sem margir vilja hlusta á. Það hefur vakið gríðarlega athygli.“ Seinni undanúrslitariðllinn fer fram í kvöld í Expo Tel Aviv höllinni. Átján atriði berjast um tíu laus sæti í úrslitum á laugardaginn. Rúnar segir ekkert plan hjá íslenska hópnum að horfa saman í kvöld en útsending hefst klukkan 22 að staðartíma í Tel Aviv. „Við reynum að nýta allan tíma sem við getum til að hvíla. Næstu tveir dagar verða rosalega strangir. Engin viðtöl heldur algjör fókus á atriðið og að klára þetta með stæl.“ Lögin 26 sem keppa í úrslitum Eurovision á laugardaginn æfa í keppnishöllinni í morgun. Dómararennsli verður svo um kvöldið þar sem dómnefndir allra þjóðanna greiða atkvæði sín sem vega jafnt á móti atkvæðum úr símakosningu. Eurovision Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira
BBC, SVT, Aftonbladet, HBO, The Times, Dagbladet, Newtalk og í beinni útsendingu á CNN. Svona hljómar fjölmiðladagskrá Hatara fimmtudaginn 16. maí í Tel Aviv. Um er að ræða lokahnykkinn í langri lotu þar sem reynt hefur verið að finna hið fullkomna jafnvægi á milli þess að kynna framlag Íslands eins vel og hægt er en um leið að ofgera sér ekki enda stutt í stóru stundina á laugardaginn. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins, stendur í ströngu að skipuleggja fundi erlendu pressunnar og sveitarinnar. Hann segir erlendu pressuna fá 10-30 mínútur með sveitunum eftir stærð miðlanna. Lítil írsk útvarpsstöð fær tíu mínútna spjall á meðan BBC fær hálftíma. Fyrir svörum sitja þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson en trommugimpið Einar Hrafn Stefánsson er aldrei langt undan. Hann segir þó aldrei orð í viðtölunum sjálfum þótt hann sé mælskur og hvers mans hugljúfi utan karakters.Rúnar Freyr Gíslason er fjölmiðlafulltrúi íslenska hópsins.Rúnar Freyr Gíslason„Álagið er mikið og reynir á strákana. Þetta eru margir hverjir atvinnublaðamenn sem eru auðvitað að fiska eftir djúsí fyrirsögnum. Við reynum að gera þetta í romsum og ég passa að halda þeim uppi með vatni, kaffi og mat.“ Hann er ekki lengi að finna orðin til að lýsa strákunum. „Þeir eru svo öflugir. Báðir frábærir í ensku enda bjuggu báðir erlendis þegar þeir voru litlir,“ segir Rúnar Freyr. Auk þess tali Matthías þýsku og Klemens og Einar frönsku, þótt það reyni ekki á það í viðtölum hjá hinum síðarnefnda sökum þagnmælsku. „Allir blaðamenn lýsa þeim sem frábærum gaurum.“ Rúnar er í fyrsta sinn í hlutverki fjölmiðlafulltrúa. Hann segist því ekki hafa samanburð aðspurður hvort ekki sé himinn og haf á milli áreitis í ár og undanfarin ár. „Ég veit að þetta hefur aldrei verið svona með íslenskt atriði, og eiginlega ekkert annað atriði í Eurovision,“ segir Rúnar.Strákarnir í Hatara ásamt sjónvarpsmanni ITV á fámennri ströndinni í Tel Aviv eldsnemma í gær.Rúnar FreyrHann bendir til stuðnings þeirri ályktun á alþjóðlega fjölmiðla sem sýni Hatara mikinn áhuga en fjalli allajafna ekkert um Eurovision. „Okkar fólk er með skilaboð sem margir vilja hlusta á. Það hefur vakið gríðarlega athygli.“ Seinni undanúrslitariðllinn fer fram í kvöld í Expo Tel Aviv höllinni. Átján atriði berjast um tíu laus sæti í úrslitum á laugardaginn. Rúnar segir ekkert plan hjá íslenska hópnum að horfa saman í kvöld en útsending hefst klukkan 22 að staðartíma í Tel Aviv. „Við reynum að nýta allan tíma sem við getum til að hvíla. Næstu tveir dagar verða rosalega strangir. Engin viðtöl heldur algjör fókus á atriðið og að klára þetta með stæl.“ Lögin 26 sem keppa í úrslitum Eurovision á laugardaginn æfa í keppnishöllinni í morgun. Dómararennsli verður svo um kvöldið þar sem dómnefndir allra þjóðanna greiða atkvæði sín sem vega jafnt á móti atkvæðum úr símakosningu.
Eurovision Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Fleiri fréttir Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Sjá meira