Þökkuðu fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2019 09:00 Eftir að hafa brotist inn í Baldvinsskála, gengið þar um eins og svín þökkuðu gestirnir fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar. stefán jökull Hún var ömurleg aðkoman þegar Stefán Jökull Jakobsson yfirskálavörður Ferðafélags Íslands kom við í skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi í síðustu viku: Baldvinsskála. Þar höfðu einhverjir brotist inn, gengið skelfilega um og kvöddu með því að skíta við útidyrnar. Skálinn er á Fimmvörðuhálsi, við upphafið á Laugaveginum sem er ein vinsælasta gönguleið landsins, milli Skóga og Þórsmerkur. Þar stendur Baldvinsskáli, hús sem Ferðafélagið tók við rekstri á fyrir sjö árum og hefur reynt að halda við eins vel og mögulegt er.Stefán Jökull. Honum er brugðið, að vonum en svo virðist sem hinir óboðnu gestir hafi lagt sig fram um að ganga illa um.Vísir/Vilhelm„Svo komum við að húsinu, við vorum að undirbúa það fyrir sumarnotkun, og þá er aðkoman þannig að það var búið að brjótast inn í læstar vistarverur í húsinu, hirða út allskonar búsáhöld sem eiga ekki að vera í notkun yfir vetrarmánuðina, búið að elda á því öllu, skafa af óhreinum pottum beint á gólfið allt skilið eftir skítugt og ógeðslegt. Um öll borð og alla sali. Til þess að kóróna þessa umgengni fóru þau út fyrir framan húsið, á pallinn við inngönguhurðina og skitu þar.“Ömurleg aðkoma Stefán Jökull segir þetta afar dapurlegt og bendir á að aðeins séu átta metrar yfir í kamar sem stóð opinn og þar var hægt að gera þarfir sínar, eins og lög gera ráð fyrir. Ásetningurinn, að valda tjóni og vanvirða staðinn, blasir þannig við.Þeir einstaklingar sem þarna voru á ferð voru sennilega þrír, í það minnsta tveir því þeir höfðu fyrir því að ganga örna sinna við útidyrnar áður en þeir yfirgáfu skálann.stefán jökull„Þetta er ferlega ömurlegt. Sem betur fer er þetta undantekning, að lenda í svona en þetta hefur verið að færast í aukana á undanförnum árum. Ótrúlega sorgleg aðkoma stundum, hvernig fólk hefur hagað sér,“ segir yfirskálavörðurinn. Þetta var utan hefðbundins ferðatíma, almennar rútuferðir eru ekki farnar að ganga og sumarvertíðin varla komin í gang. Stefán Jökull lýsir því að þeir hafi reynt að komast að því hverjir voru þarna á ferð, líklega sólarhring áður en Ferðafélagsmenn bar að garði, með því að spyrjast fyrir en ekki haft erindi sem erfiði. Stefán Jökull segir að það þýði lítt að tala við lögreglu; hún hafi ekkert sem hönd á festir.Gestirnir gengu ömurlega um, brutust inní læstar hirslur og drógu fram borðbúnað sem þeir notuðu.stefán jökull„Þetta er ferlega leiðinlegt. Nú er ég að fara eftir hálfan mánuð að opna alla skála á hálendinu og vona bara ég lendi ekki í öðru eins.“Í það minnsta tveir á ferð Stefáni Jökli er brugðið, sem von er. Hann bendir á að ferðafélögin, hvorki Útivist né Ferðafélagið, hafi úr miklum fjármunum að moða en séu að gera sitt besta til að ferðamenn geti notið sín á fjöllum. Leirmunum og pottum þurfti að farga og því er um leyndan kostnað að ræða. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi hinir ógæfulegu ferðalangar dvöldu í húsinu, Stefán Jökull metur það svo af ummerkjum að viðkomandi hafi haft þar sólarhrings viðkomu; komið að degi, verið um kvöld og yfir nótt og haft sig þá á brot. „Miðað við ummerki reikna ég með því að þetta hafi verið þrír einstaklingar, miðað við fótspor við skálann og notkun á búsáhöldum. En, klárlega í það minnsta tveir því þeir voru tveir sem höfðu fyrir því að skíta fyrir framan dyrnar.“Húsbúnaður var þannig leikinn, brenndur og ógeðslegur að ekki var um annað að ræða en farga honum eftir atganginn.stefán jökull Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hún var ömurleg aðkoman þegar Stefán Jökull Jakobsson yfirskálavörður Ferðafélags Íslands kom við í skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi í síðustu viku: Baldvinsskála. Þar höfðu einhverjir brotist inn, gengið skelfilega um og kvöddu með því að skíta við útidyrnar. Skálinn er á Fimmvörðuhálsi, við upphafið á Laugaveginum sem er ein vinsælasta gönguleið landsins, milli Skóga og Þórsmerkur. Þar stendur Baldvinsskáli, hús sem Ferðafélagið tók við rekstri á fyrir sjö árum og hefur reynt að halda við eins vel og mögulegt er.Stefán Jökull. Honum er brugðið, að vonum en svo virðist sem hinir óboðnu gestir hafi lagt sig fram um að ganga illa um.Vísir/Vilhelm„Svo komum við að húsinu, við vorum að undirbúa það fyrir sumarnotkun, og þá er aðkoman þannig að það var búið að brjótast inn í læstar vistarverur í húsinu, hirða út allskonar búsáhöld sem eiga ekki að vera í notkun yfir vetrarmánuðina, búið að elda á því öllu, skafa af óhreinum pottum beint á gólfið allt skilið eftir skítugt og ógeðslegt. Um öll borð og alla sali. Til þess að kóróna þessa umgengni fóru þau út fyrir framan húsið, á pallinn við inngönguhurðina og skitu þar.“Ömurleg aðkoma Stefán Jökull segir þetta afar dapurlegt og bendir á að aðeins séu átta metrar yfir í kamar sem stóð opinn og þar var hægt að gera þarfir sínar, eins og lög gera ráð fyrir. Ásetningurinn, að valda tjóni og vanvirða staðinn, blasir þannig við.Þeir einstaklingar sem þarna voru á ferð voru sennilega þrír, í það minnsta tveir því þeir höfðu fyrir því að ganga örna sinna við útidyrnar áður en þeir yfirgáfu skálann.stefán jökull„Þetta er ferlega ömurlegt. Sem betur fer er þetta undantekning, að lenda í svona en þetta hefur verið að færast í aukana á undanförnum árum. Ótrúlega sorgleg aðkoma stundum, hvernig fólk hefur hagað sér,“ segir yfirskálavörðurinn. Þetta var utan hefðbundins ferðatíma, almennar rútuferðir eru ekki farnar að ganga og sumarvertíðin varla komin í gang. Stefán Jökull lýsir því að þeir hafi reynt að komast að því hverjir voru þarna á ferð, líklega sólarhring áður en Ferðafélagsmenn bar að garði, með því að spyrjast fyrir en ekki haft erindi sem erfiði. Stefán Jökull segir að það þýði lítt að tala við lögreglu; hún hafi ekkert sem hönd á festir.Gestirnir gengu ömurlega um, brutust inní læstar hirslur og drógu fram borðbúnað sem þeir notuðu.stefán jökull„Þetta er ferlega leiðinlegt. Nú er ég að fara eftir hálfan mánuð að opna alla skála á hálendinu og vona bara ég lendi ekki í öðru eins.“Í það minnsta tveir á ferð Stefáni Jökli er brugðið, sem von er. Hann bendir á að ferðafélögin, hvorki Útivist né Ferðafélagið, hafi úr miklum fjármunum að moða en séu að gera sitt besta til að ferðamenn geti notið sín á fjöllum. Leirmunum og pottum þurfti að farga og því er um leyndan kostnað að ræða. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi hinir ógæfulegu ferðalangar dvöldu í húsinu, Stefán Jökull metur það svo af ummerkjum að viðkomandi hafi haft þar sólarhrings viðkomu; komið að degi, verið um kvöld og yfir nótt og haft sig þá á brot. „Miðað við ummerki reikna ég með því að þetta hafi verið þrír einstaklingar, miðað við fótspor við skálann og notkun á búsáhöldum. En, klárlega í það minnsta tveir því þeir voru tveir sem höfðu fyrir því að skíta fyrir framan dyrnar.“Húsbúnaður var þannig leikinn, brenndur og ógeðslegur að ekki var um annað að ræða en farga honum eftir atganginn.stefán jökull
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing eystra Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira