Öll lásbogafórnarlömbin í sértrúarsöfnuði Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 16:00 Hótelið við ánna Ilz þar sem þau Torsten W., Kerstin E. og Farina C. fundust látin. Öll höfðu þau verið skotin til bana með lásboga. EPA/Sebastian Pieknik Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL. Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL.
Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49
Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15