Lífið

Eitt stig skildi að 10. og 11. sætið í gær

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Norska atriðið komst áfram í úrslitin.
Norska atriðið komst áfram í úrslitin. Getty/Guy Prives
Aðeins eitt stig var á milli atriðanna í 10. og 11. sæti á seinna undankvöldi Eurovision í Tel Aviv í gær. Þessu greinir Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision frá á Twitter-reikningi sínum í dag og ítrekar að hvert atkvæði skipti máli.

Þá segir Sand að dómnefnd og áhorfendur hafi aðeins verið sammála um sjö af þeim tíu atriðum sem komust áfram í gær. Þá er rétt að árétta að um eitt stig er hér að ræða, ekki atkvæði, en stig dómnefndar gilda til helmings við stig úr símakosningu í keppninni.

Ljóst er að varla verður mjórra á mununum en í gær. Úrslitin voru einnig afar tæp á fyrra undankvöldi keppninnar en þá skildu tvö stig að atriðin í 10. og 11. sæti.

Nákvæm úrslit undankeppnanna verða ekki birt fyrr en að úrslitakvöldinu loknu en íslenska framlagið, Hatrið mun sigra í flutningi Hatara, verður sautjánda á svið á laugardag.

Eftir keppnina í gær er jafnframt orðið ljóst hvaða 26 þjóðir berjast um titilinn á lokakvöldinu. Þær eru eftirfarandi:

Grikkland, Hvíta-Rússland, Serbía, Kýpur, Eistland, Tékkland, Ástralía, Ísland, San Marínó, Slóvenía, Norður-Makedónía, Holland, Albanía, Svíþjóð, Rússland, Aserbadjan, Danmörk, Noregur, Sviss, Malta, Spánn , Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalía og Ísrael.


Tengdar fréttir

Loreen, Lordi, Logan og nú Hatari

Nú liggur fyrir að Hatari verður 17. atriði á svið á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Það kann að gleðja Íslendinginn að sautjánda sæti í röðinni er sannkallað lukkusæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.